Tölvumál - 01.07.1996, Page 26

Tölvumál - 01.07.1996, Page 26
Júlí 1996 4 Viðskiptakerfi TBR (TBR-VI) Hlutverk þessa kerfis er að vera tenging á milli greiðslukerfis og innheimtukerfa og að gefa yfirlit yfir stöðu gjaldanda. 5 Greiðslukerfi TBR (TBR-G) 6 Innheimtukerfi TBR. (TBR-I) Hlutverk þessa kerfis er að inn- heimtakröfur. 7 Stýringakerfi TBR. (TBR-S) Hlutverk þessa kerfis er að sjá um sameiginlegar stýringar og forsendur hinna kerfanna. Hlutverk þessa kerfis er að taka við greiðslum fyrir innheimtukerfi. Krafan var að hægt væri að taka á móti greiðslum óháð innheimtu- kerfum Með þessu móti var búið að afmarka kerfið. Hlutverk hvers undirkerfis var vel skilgreint t.d. sér TBR-Á eingöngu um álagningu og breytingu gjalda og TBR-I sér aðeins um að innheimta gjald- fallnar kröfur frá álagningarkerf- um og þá ekki aðeins frá TBR-Á, heldur einnig frá öðrum álagning- arkerfum. Þetta er hægt vegna þess að skilin á milli TBR-I og álagn- ingarkerfa eru vel skilgreind (TBR-Á er aðeins eitt af þessum kerfum). Lykilatriði við að gera kerfin auðtengjanleg öðrum kerf- um er eftirfarandi regla sem unnið er eftir og varðar skil á milli kerfa: “Móttökukerfí skilgreinir hvaða gögn það vill fá og á hvaða formi”. Þegar þessari reglu er beitt við skilgreiningu á skilum milli kerfa verða skilin stöðluð. TBR-I skilgreinir t.d. hvaða gögn koma frá álagningarkerfum og á hvaða formi, og er um eina staðlaða leið að ræða. Þannig er auðvelt fyrir önnur álagningarkerfi að tengjast innheimtukerfmu. Mynd 1 lýsir vel samskiptum kerfanna 7 og sam- bandi við umheiminn. Á þeirri mynd sést að kerfið þarf að hafa samband við mörg önnur kerfi eins og t.d. aðfarakerfi, skrifstofukerfi, álagningarkerfi, innheimtukerfi og 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.