Tölvumál - 01.07.1996, Page 27

Tölvumál - 01.07.1996, Page 27
Júlí 1996 Afmörkun verkefnis Greining Eining 1 Eining 2 Eining 3 Eining 4 ... ... ... Eining n Gangsetning Mynd 2 samskiptum kerfanna 7 og sam- bandi við umheiminn. Á þeirri mynd sést að kerfið þarf að hafa samband við mörg önnur kerfi eins og t.d. aðfarakerfi, skrifstofukerfi, álagningarkerfi, innheimtukerfi og þjóðskrá . Skipting verkefnisins ívinnueiningar Vinnu við verkefnið var skipt upp eins og sést á mynd 2 og á það við vinnu í hverju hinna 7 kerfa. Við gerð áætlana var unnið sam- kvæmt mynd 2. Gerð var áætlun fyrir hvert kerfi og eftir afmörkun og greiningu á kerfinu var gerð áætlun fyrir hönnun og byggingu á hverri einingu. Áður en hönnun á einingu hefst er áætlun fyrir hönnun og byggingu á einingunni endurskoðuð. Eins er áætlun fyrir byggingu endurskoðuð eftir að hönnun lýkur. Áætlanir eru byggð- ar á nokkrum kennitölum eins og t.d. fjölda eininga, fjölda aðgerða, fjölda hluta, fjölda forrita, hvað það tekur langan tíma að smíða einfaldan glugga o.s.frv. Við gerð þessara áætlana var stuðst við SE (system engineer) aðferðafræðina og notað verkfæri sem heitir PE (process engineer). Því er fljótlegt að endurskoða áætlunina, það er gert með því að finna kennitölum- ar og koma þeim inm PE og endur- áætla. Með þessu verkfæri er gerð áætlun fyrir hvert einasta verkþrep aðferðaferlisins. Tímar eru síðan skráðir niður verkþrepin og þannig er hægt að fylgjast með framvindu verksins. Lykilatriði við verk- stjórnun þessa kerfis er skipting verkefnisins niður í viðráðanlegar einingar. Skilgreining á einingu er “Eining er sjálfstæður hluti kerfls sem hægt er að gangsetja óháð öðrum einingum kerfísins en hagkvæmast er að einingar séu hafðar stærri en 50 dagar”. Hverri einingu er lýst sérstaklega Tölvumál - 27

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.