Tölvumál - 01.07.1996, Page 30
Júlí 1996
RAD er að stytta tímann sem fer í
að greina þarfir, hanna og smíða
hugbúnað og bæta gæði hans.
RAD er pakki með blönduðu inni-
haldi. Annars vegar er um að ræða
tæki og tól sem nota þarf við hug-
búnaðargerð s.s. gagnagrunnur og
forritunarumhverfi. Hins vegar er
þetta aðferðafræði sem byggir á
náinni samvinnu notenda og hug-
búnaðarfólks og ákveðinni verk-
efnisstjórnun. Það er ekki lengur
hægt að selja einungis tæki. Þeir
anda samvinnu og trausts milli
allra þátttakenda, tryggja flæði
upplýsinga og að ákvarðanir séu
teknar. Auk þessa verður hann að
geta tekið á öllum málum tengdum
tækni. Að gera og fylgjast með
áætlunum er aðeins lítill hluti
starfsins. Það eru margir endar
sem verkefnisstjórar þurfa að
halda í og margs konar vandamál
sem þeir verða að geta leyst úr.
Verksvið verkefnisstjórans fer
stækkandi um leið og hlutverk
og þá ramma sem í gildi eru. Það
er einnig hlutverk verkefnisstjór-
ans að tryggja verkefninu stuðning
þeirra sem gert geta breytingar á
útkomu verkefnisins eða þeim
aðföngum sem það hefur til
ráðstöfunar. Ef verkefnisstjórar
eru meðvitaðir um breytt verksvið
sitt mun þeim verkefnum sem
lýkur innan tilskilinna ramma og
með tilætluðum árangri fjölga.
Samantekt
Kröfur gæðastaðla og ábend-
ingar í líkönum eins og CMM hafa
opnað augu margra fyrir hlutverki
og vægi verkefnastjómun. Mörg
fyrirtæki eru farin að notfæra sér
þetta við val og þjálfun verkefnis-
stjóra. Það er kominn tími til að
verkefnisstjórar í hugbúnaðarverk-
efni séu valdir með ofangreint hlut-
verk í huga og fái viðeigandi þjálf-
un. Þáttur verkefnisstjórnunar í
hugbúnaðarverkefnum, sem hing-
að til hefur verið vanmetin, er að
aukast eftir því sem fleiri fyrirtæki
uppfylla kröfur gæðastaðla eða
hafa gert umbætur á vinnuferlum
í anda CMM.
BOOTSTRAP (3)
Evrópskt líkan sem byggir á svipaðri aðferðafræði og CMM
til að meta stöðu og getu fyrirtækis í hugbúnaðargerð.
Sjá einnig: http://stfc.comp.polyu.edu.hk/STFC/SoftFactory/
docINDEX.html.
SEI (2)
The Software Engineering Institute (eða Federally funded re-
search and development center (FFRDC)) er tengd Carnegie
Mellon háskólanum og var stofnuð 1984. Hlutverk stofnunarinnar
er að bæta aðferðir og umhverfi hugbúnaðargerðar og auka gæði
hugbúnaðarkerfa. Sýn stofnunarinnar er að aðferðum verkfræði
verði beitt við gerð og viðhald hugbúnaðar.
Sjá einnig: http://stfc.comp.polyu.edu.hk/STFC/SoftFactory/
docINDEX.html.
sem fóru á stofnfund faghóps um
greiningu og hönnun kynntust því
að RAD snýst að miklu leyti um
verkefnastjórnun og samskipti
milli þátttakenda í verkefninu. Stór
þáttur í vinnu verkefnisstjóra í
RAD-verkefnum er að tryggja að
öll samskipti, upplýsingaflæði og
ákvarðanataka séu í lagi.
hans í verkefninu vex. Það er nauð-
synlegt að verkefnisstjórar geri sér
grein fyrir þeirri breytingu sem
orðið hefur á verksviði þeirra og
lagi sig að breyttum aðstæðum.
Það er hlutverk verkefnisstjórans
að sjá til þess að verkefni séu
skilgreind og afmörkuð á þannig
hátt að þátttakendur og kaupendur
þess séu sammála um útkomuna
Laufey Erla Jóhannes-
dóttir er yfirkerfis-
forritari hjá Skýrr hf
Breytt hlutverk
verkefnisstjórans
Sama gildir um flest hugbúnað-
arverkefni. Stjórnun þeirra felst
ekki aðeins í að gera áætlanir, hafa
eftirlit með þeim og fylgja þeim
eftir. Stór hluti af tíma verkefnis-
stjórans fer hins vegar í það að fást
við mál sem tengjast mannlegum
samskiptum. Hann þarf að rækta
SPICE (4)
SPICE eða Software Process Improvement and Capability
dEtermination er alþjóðlegt verkefni sem stefnir að því að búa til
alþjóðlegt líkan sem minnir á CMM enda byggir það á því líkani
auk BOOTSTRAP, TRILLUM (frá Bell Canada), STD (frá
Compita Ltd í Skotlandi), British Telecom’s software Assess-
ment Method og Hewlett Packard’s software Quality and Pro-
ductivity Analysis.
Sjá einnig: http://stfc.comp.polyu.edu.hk/STFC/SoftFactory/
docINDEX.html.
30 - Tölvumál