Tölvumál - 01.07.1996, Page 32

Tölvumál - 01.07.1996, Page 32
Júlí 1996 kallast Veraldarvejur eða Vefurinn í daglegu tali. Þessi forliður sam- svarar enska orðinu web. Forliðurinn tengi- Enn má nefna ýmis hugtök sem á ensku bera heiti er hefjast ýmist á forliðnumhyper- eða á lýsingar- orðinu hypermediá. Þessi hugtök varða skipulagningu upplýsinga á Yefnum og tengingar milli þeirra. Tölvuorðanefnd hefur reynt að nota íslenska forliðinn tengi- sem þýðingu á hyper- og tengimiðlun sem þýðingu á hypermedia og virðist það gefast býsna vel. Hér eru nokkur dæmi: hyperbase tengigrunnur hyperdocument tengiskjal hypermedia no. tengimiðlun hypermedia lo. tengimiðlunar- hypermedia Iink, hyperlink tengimiðlunarleggur, tengileggur hypermedia network, hypermedia structure tengimiðlunamet hypermedia path tengimiðlunarleið hypermultimedia lo. tengimargmiðlunar- hyperobject tengihlutur Enski forliðurinn cyber- Að lokum skal nefnd hér syrpa af hugtökum sem á ensku bera heiti er hefjast á cyber- sem forlið eða stundum á cyber sem sjálfstæðu orði. Mörg þessara heita hafa fyrst sést á prenti í vísindaskáldsögum, allt frá árinu 1980. Þessi hugtök eru frekar huglægs eðlis en tæknilegs. Við íslenskun slíkra heita sem fjallað hefur verið um í þessum pistli sýnir reynslan að erfitt er að sjá fyrir vandamál, svo sem árekstra við önnur hugtök, sem koma ef til vill ekki upp fyrr en nokkrum ámm síðar. Helst er hægt að varast árekstra með því að víkja ekki langt frá gerð erlenda heitis- ins. Hafi mönnum dottið í hug að þýða til dæmis cyberspace með rafgeimar, tölvuheimur, tölvuhvolf eða netheimar ættu að hringja við- vörunarbjöllur í huga þeirra. Ef til vill eru þegar til eða koma upp síðar hugtök sem varða rafmagn, tölvur eða net og þessi íslensku orð eiga betur við um. Þó ber einnig að varast að láta nýyrðasmíð í íslensku stjómast um of af aðferð- um við nýyrðasmíð í erlendum málum nema þá óbeint af því að verið er að fást við sömu hugtök. Ákjósanlegast væri ef takast mætti að finna eða búa til íslenskan forlið sem getur samsvarað enska orð- hlutanum cyber í flestum eða öllum tilvikum þannig að falli vel að íslensku máli. Hér er listi yfir ensk heiti nokkurra þessara hug- taka til að auðvelda mönnum að átta sig á viðfangsefninu. Hafa ber í huga að cyber er komið úr grísku og táknar þar að stýra eðastjórna. cyber-café cybercrime cybercrud cybemaut cyberphobia cyberpunk cybersex cyberspace cyberspastic Enn sem fyrr eru ábend- ingar vel þegnar. Stefán Briem er ritstjóri Tölvuorðasafns og starfs- maður orðanefndar Skýrslutæknifélags Islands. Netfang: stefan @ ismal. hi. is Punktar... Tölvuhræðsla yfirmanna Yfirmönnum í Bandaríkj- unum er boðið á sérstök nám- skeið í upplýsingatækni til að geta betur nýtt þær upplýs- ingar sem þeir hafa í hönd- unum. Það hefur sýnt sig að tölvukunnátta þeirra er oft í öfugu hlutfalli við aldur þeirra og stöðu. Þetta er þekkt feimn- ismál meðal stjórnenda og má jafnvel tala um tölvuhræðslu. Hún getur verið svo mikil að hún komi niður á fyrirtækinu eða rekstrareiningunni sem þeir stjóma. í US A hafa menn opnað augun gagnvart þessu vandamáli og með þessum námskeiðum er stefnt að því að svipta hulunni af tækninni og gera stjómendur viðræðu- hæfa við þá sem sjá um tölvu- mál fyrirtækisins. Eitt af því sem boðið er upp á er að stjómendur með tölvuhræðslu hittast og geta þá rætt þetta vandamál sín á milli. Það eru fyrrtækin CA, EDS og menntastofnunin CEO sem hafa tekið höndurn saman og boðið upp á þessi námskeið. (Þýtt úr norska Computer World, 29.03.96). Heimasíða tölvuorðasafns http://www.ismal.hi.is/to 32 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.