Tölvumál - 01.03.1998, Page 6

Tölvumál - 01.03.1998, Page 6
 TÖLVUMÁL félagsins þannig að hann geti beitt sér að eiginlegum verkefnum fé- lagsstarfseminnar og þurfi ekki að vera að fást við bókhalds- og inn- heimtustörf. Erlent samstarf Erlent samstarf var lítið á liðnu ári en var þó vaxandi. I September 1996 sótti formaður fund NDU til Helsinki. A þeim fundi kom fram að eini raunhæfi mögulegi sam- starfgrundvöllur skýrslutæknifé- laga á Norðurlöndum er einhvers- konar samvinna á evrópska vísu. I framhaldi af því var ákeðið að SI sækti um aðild að CEPIS - Evrópu- samtökum Skýrslutækinfélaga. Öll systurfélög okkar á Norðurlöndum eru í þeim samtökum. Það var í upphafi starfsárs nú- verandi stjórnar að samþykkt var formlega að félagið gerðist aðili að CEPIS. Formaður sótti stjórn- arfund CEPIS í byrjun maí alla leið til Kraká í Póllandi og vara- formaður sótti fund til Stokk- hólms í september. Eins og áður hefur komið fram í ræðum mínum og greinun þarf samstarf að hafa einhvern tilgang og þjóna einhverjum hagsmunum. Ef þessir þættir eru ekki til saðar á ekki að vera með samstarf því þá er það tíma- og peningaeyðsla. Við höfum ákveðið að á sviði sam- starfs við erlend systurfélög að einbeita okkur að starfi að sameig- inlegum hagsmunum Skýrslu- tæknifélagsins og systurfélaganna í Evrópu og reyna eftir fremsta megni að læra af reynslu þeirra. Mér er engin launung á því að ég bind miklar vonir við samstarf- ið innan CEPIS þrátt fyrir að stað- setning stjórnarfundar á jafn af- skekktum stað og Kraká í Póllandi beri ekki vott um aðhald og ráð- deildarsemi. Ég vona að komandi stjórnir félagsins verði stöðugt á verði um gildi samstarfs - meti af kostgæfni kosti þess og galla. Útgáfumál Það voru þeir Douglas og Gísli Ragnarsson ritstjóri Tölvumála sem tóku að sér endurskoða út- gáfumál félagsins. Ástæður þess- arar endurskoðunar voru aðallega tvær: annarsvegar var það sú stað- reynd að verulegt tap hafði verið á útgáfu tölvumála og hinsvegar tilkoma nýs semí-íslensks tíma- rits um upplýsingatækni. Að mínu mati hafa Tölvumál verið ein af kjölfestunum í starfi félags- ins og því nokkuð alvarlegt mál á ferðinni að gera verulegan upp- skurð á útgáfunni eða jafnvel hætta henni alveg. Eftir nokkrar vangaveltur var loks ákveðið að gera könnun á við- horfi félagsmanna til Tölvumála sem og til allrar starfsemi félags- ins. Von er á niðurstöðum innan nokkurra daga. Það verður spenn- andi að sjá hverjar niðurstöðurnar verða en það mun að sjálfsögðu koma í hlut nýrrar stjórnar að draga ályktanir af niðurstöðunun- um og ákveða hvað gera skuli. Internet Segja má að útlit félagsins á Internetinu hafi verið félaginu til vansa og var því ákveðið að gera bragarbót í þeirn málum og ljúka því starfi sem þegar var hafið. Það voru þau Eggert, Laufey og Svaný sem tóku að sér að sjá um endurskoðun þessara mál. Verkinu lauk um mitt sumar með því að opnuð var ný heimasíða félagsins sem er allt önn- ur og meira í takt við nútímann. Við verkið nutum við góðrar aðstoðar Skýrr hf. sem gaf bæði vinnu við hönnun og uppsetn- ingu. Þá hefur Skýrr hf. nú nýlega sent félaginu gjafabréf þar sem fyr- irtækið býður að vista heimasíður félagsins því að kostnaðarlausu. Ég vil fyrir hönd félagsins nota þetta tækifæri til að þakka Skýrr hf. fyrir þetta frábæra framlag. Áherslurnar Eins og áður sagði var það al- mennur ásetningur okkar að leggja enn frekari áherslu á sýnileika fé- lagsins og varpa þannig ljósi á það mikla starf sem fer fram á vegum þess. Ég tel að vel hafi til tekist því umræða um félagið og kynning á störfum þess hefur aldrei verið meiri en á liðnu ári. Það að gera fjölmiðlatengsl að sérstöku við- fangsefni við ráðstefnu og funda- hald hefur skilað miklum árangri. Okkur ber að halda lengra á þessari braut og halda svo lengi áfram sem okkur sýnist við vera að gefa raunsanna mynd af starfi okkar. Það er enginn vafi á því að hófleg og góð umræða um starfið skilar okkur miklu hvað varðar ímynd og ánægju félagsmanna með félagið. Almenna starfið Ráðstefnu- og fundahald hefur verið með miklum blóma. Alls voru fundir og ráðstefnur félagsins 8 á árinu. Haldnir voru 2 hádegis- verðarfundir og 6 ráðstefnur. I sam- anburði við árið áður fækkaði há- degisverðarfundum úr 6 í 2 en ráð- stefnum fjölgaði úr 5 í 6. Aðsókn verður að teljast hafa verið góð - að meðaltali komu hvorki fleiri né færri en 96 á þessa viðburði eða í heildina 767. Þrátt fyrir að heildar- fjöldi þátttakenda sé lítið eitt minni en árið áður, sem var metár, þá var meðalþátttakan meiri. Þegar á heildina er litið getum við verið nokkuð ánægð með ofan- talið en þó er það vissulega ekki alveg í takt við þá stefnu okkar að fjalla um dægurmál á hádegisverð- arfundum að fækka þeim úr 6 í 2. Alls voru það 32 fyrirlesarar innlendir og erlendir sem héldu framsögu á ráðstefnum og fund- um. Þar af voru 10 erlendir fyrir- lesarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Eins og okkur sem hér eru samankomin er ljóst þá var fram- lag þessara erlendu fýrirlesara æði misjafnt. Það er vissulega nauð- synlegt að fá sem allra hæfasta fólk til að hafa framsögu á ráðstefnum og fundum en það verður að vanda til valsins. Ég tel að sá tími sé lið- inn að erlendir fyrirlesarar tryggi bæði gæðin og aðsóknina. 6 - MARS 1998

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.