Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 15

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 15
TOLVUMAL Undirbúningur og vinna við Evrópuverkefni Nýir möguleikar til fjár- mögnunar þróunarverkefna Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að íslensk fyrir- tæki leiti eftir þátttöku í „Evrópuverkefnum“, þ.e. verk- efnum styrktum af ESB, með það fyrir augum að fjármagna stærri rannsóknar- og þróunarverkefni, enda skortir töluvert á að inn- lendir sjóðir hafi bolmagn til að styrkja að fullu slík verkefni. Inn- lendir styrkir nýtast þó vel til for- kannana, frumvinnslu, og til þess að undirbúa Evrópuverkefni. Þróunarfélag Vestmannaeyja er nú verkefnisstjóri Information Technology for Food Production (IT FOR FOOD) verkefnisins. Verkefnið er tækniyfirfærsluverk- efni styrkt af ESB og miðar að því að innfæra upplýsingatækni í matvælaframleiðslu, með sér- stakri áherslu á fiskvinnslu. Þátt- takendur verkefnisins eru auk Þróunarfélags Vestmannaeyja (IS), Hólmadrangur (IS), ísfélag Vest- mannaeyja (IS), Nord Morue (F), Royal Greenland (DK), SINTEF (N), Sæunn Axels (IS), Tæknival (IS), og Vinnslustöðin (IS). Auk þess að stýra verkefninu sá Þróunarfélag Vestmannaeyja um undirbúning verkefnisins, umókn til ESB, og samningagerð eftir að verkefnið var samþykkt. Hér að neðan verður reynt að miðla nokkru af reynslu félagsins af þessari vinnu með það fyrir augum að hún nýtist aðilurn sem hyggjast leita á sömu mið. Þróun- arfélag Vestmannaeyja mun einnig aðstoða aðila sem til þess leita við vinnu af þessu tagi. tir Dr. Biarka A. Brvniarsson Skilgreining verkefnis og val samstarfsaðila Góður unirbúningur er lykill- inn að góðri umsókn og að vel heppnuðu verkefni. Mikilvægt er að skilgreina verkefnið ítarlega strax í byrjun og þannig gera sér grein fyrir umfangi þess, hvaða aðila skuli leitað til um samstarf og hvaða deildar innan ESB skuli leitað til. Á þessu stigi er gott að ráðfæra sig við Kynningarmiðstöð EvrópuRannsókna (KER), en tengiliðir KER geta m.a. veitt upp- lýsingar um mikilvæg atriði sem ekki lúta beint að tæknilegum at- riðum umsóknarinnar t.d. hversu miklu fé eigi eftir að úthluta inn- an ákveðinnar deildar, hvaða lönd hafa fengið marga styrki, hver eru áhersluatriði deilda, m.ö.o. hvar er líklegast að við- komandi verkefni fái jákvæða af- greiðslu. Við val á samstarfaðilum er auðvitað höfuðatriði að markmið verkefnisins náist. Hinsvegar verður einnig að hafa í huga að við mat á umsókninni eru gerðar kröfur um að verkefnið hafi nægi- lega evrópska vídd (nægilega mörg lönd og „réttu“ löndin) og að takmörk geta verið sett á stærð fýrirtækja í tilteknum deildum. Einnig ber að huga að því hvort þátttökuaðilar séu í beinni inn- byrðis samkeppni, en slíkt getur auðvitað hindrað framgang verk- efnisins. Stórir verkefnahópar krefjast meiri vinnu við verkefn- isstjórn en minni og oft á tíðum er mikil vinna að tryggja að þátt- tökuaðilar skili þeirri vinnu sem til er ætlast. Þetta á sérstaklega við þegar hagsmunir þátttökuað- ila eru ekki nægjanlegir. Umsóknarferliö Vinna við gerð umsóknar tek- ur venjulega nokkra mánuði og er oftast unnin af þeim aðila sem síðar verður verkefnisstjórinn. í henni felst að sækja upplýsinga- pakka frá þeirri deild ESB sem sækja á í, afla upplýsinga frá þátt- tökuaðilum og ritun umsóknar- innar. I upplýsingapakkanum er ná- kvæmlega skilgreint hvaða upp- lýsingar skuli koma fram í um- ókninni. Umsóknirnar eru gjarn- an í tveimur meginhlutum, ann- ars vegar eyðublöð þar sem fram koma upplýsingar um þátttakend- ur og fjármálahlið verkefnisins, hins vegar lýsing verkefnisins. Lýsing verkefnisins inniheldur venjulega eftirfarandi kafla (eða sambærilega): Samantekt; Mark- mið, nýbreytni og niðurstöður; Evrópsk vídd; Verkáætlun; Verk- efnisstjórn; Þátttakendur. Mikil- vægt er að samantektin sé hnit- miðuð og vel orðuð, enda er hún það sem matsmenn lesa fyrst og mynda sér gjarnan skoðun á verk- efninu strax í upphafi. Helst vefst fyrir tæknifólki að vinna kaflana um markmið, nýbreytni og evr- ópska vídd, en þessir kaflar þurfa að sýna fram á að verkefnið sé í samræmi við stefnu ESB á því sviði sem sótt er um. Gott er að fá nokkra aðila til að lesa umsóknina yfir, helst aðila með reynslu af umsóknarvinnu. Þess ber þó að gæta að það getur verið nokkuð tímafrekt fýrir við- MARS 1998 - 1 5

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.