Tölvumál - 01.03.1998, Page 18

Tölvumál - 01.03.1998, Page 18
T 0 L V U M Á L Útgáfa Tölvuorðasafns Nú er komin á markað þriðja útgáfa Tölvuorðasafns. Útgefandi er Islensk málnefnd og er Tölvu- orðasafnið 10. ritið í ritröð mál- nefndarinnar. í tilefni af útkomu bókarinnar bauð Skýrslutæknifé- lagið til móttöku 4. febrúar sl. Formaður Skýrslutæknifélags- ins flutti ávarp ásamt formanni orðanefndar, menntamálaráð- herra og formanni Islenskrar mál- nefndar. Formaður orðanefndar afhenti menntamálaráðherra ein- tak af bókinni. í dagbók mennta- málaráðherra á heimasíðu hans á veraldarvefnum fer hann mjög lofsamlegum orðum um framtak okkar. Þar segir hann m.a.: „Verð- ur það ekki fullþakkað, að menn skuli leggja jafn hart að sér og gert hefur verið við þessa miklu vinnu að þýða tækniorð og hugtök á ís- lensku. I ræðum manna við at- höfnina kom fram eindreginn vilji til að beita sér fyrir því, að stýrikerfi í tölvum verði íslensk- að.“ Það er orðanefndinni mikil hvatning að fá þessi hlýlegu orð. Sigrún Helgadóttir var við þetta tækifæri gerð að heiðursfé- laga í Skýrslutæknifélagi Islands. í móttöku félagsins var henni af- hent heiðursskjal því til staðfest- ingar og þökkuð mikil og afar vel unnin störf í þágu félagsins og upplýsingatækni í landinu. Mánudaginn 9. febrúar var orðanefndinni ásamt fulltrúum Islenskrar málnefndar og Skýrslu- tæknifélagsins boðið til Bessa- staða þar sem forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, var afhent eintak af Tölvuorða- safninu. Ritstjórinn var staddur í Danmörku þennan dag en orða- nefndarmenn fóru allir ásamt fjöl- mennu liði úr stjórn Skýrslu- tæknifélagsins með formanninn, Hauk Oddsson, sem fyrirliða og formanni Islenskrar málnefndar og forstöðumanni fslenskrar mál- stöðvar. Haukur Oddsson hafði orð fyrir hópnum. Þegar bókin hafði verið afhent var hópnum boðið til bókhlöðu þar sem forset- inn ræddi við okkur í um klukku- stund. Er skemmst frá því að segja að forsvarsmenn málnefndarinn- ar og Skýrslutæknifélags fóru af fundi forsetans með ýmsar hug- myndir sem vonandi verður unn- ið frekar úr á næstunni. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók við Tölvuorðasafninu úr hendi Sigrúnar Helgadóttur, formanns orðanefndar 18- MARS 1998

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.