Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Side 5

Tölvumál - 01.05.1999, Side 5
Ávarp formanns / / Avarp formanns Sl á UT99, ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi 26. febrúar 1999 Óskar B. Hauksson Hagnýting upplýs- ingatækni í skólastarfi Menntamálaráðherra, ágætu ráðstefnugestir. Ég vil bjóða ykkur öll velkomin á þessa ráðstefnu og sýningu um upplýsingatækni í skólastarfi. Eins og við munum væntan- lega kynnast í dag og á morgun hefur verið ráðist í mjög metnaðarfullt ráðstefnuhald sem er samvinnuverkefni Menntamálaráðuneytisins og Skýrslu- tæknifélagsins. Skýrslutæknifélagið fagnaði á síðasta ári 30 ára afmæli sínu en félagið er fyrst og fremst félag fagfólks í upplýsinga- tækni. Félagið hefur frá upphafi kapp- kostað að eiga gott samstarf við skólafólk enda er menntun ein helsta undirstaða upplýsingasamfélagsins. Við sem störfum á þessu sviði fmnum tilfinnanlega fyrir skorti á vel menntuðu starfsfólki sem tek- ist getur á við þau vandasömu verkefni sem fram undan eru í fyrirtækjum og stofnunum landsins. Segja má að þetta stefni í að vera hvað mest hamlandi þáttur í þróun upplýsingatækninnar hér á landi og þeirri útrás sem íslensk fyrirtæki stunda nú um þessar mundir. Margt gott hefur verið gert í þessum efnum á undan- förnum árum en við verðum að gera enn betur til að vera í takt við þróunina á þessu sviði. Skýrslutæknifélagið hefur frá árinu 1984 haldið sérstakar ráðstefnur um upplýsingatækni í skólastarfi, en síðast hélt félagið slíka ráðstefnu árið 1996. Þessar ráðstefnur hafa verið mikilvægar fyrir bæði tölvufólk og kennara til að bera saman bækur sínar og fylgjast með nýjungum. Þær hafa verið án efa hvatning fyrir þá sem rutt hafa brautina fyrir hag- nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Arið 1989 var haldin alþjóðleg ráðstefna í samvinnu við Kennaraháskóla íslands og bar hún yfirskriftina „Educational Software at Secondary Level“. Þessi ráðstefna var á vegum IFIP sem eru alþjóðasamtök á sviði upplýsingatækni en Skýrslutæknifélagið er aðili að þeim samtökum. Allar hafa þessar ráðstefnur tekist vel þó að markið hafi aldrei verið sett eins hátt og nú er gert með ráð- stefnunni UT99. Starfsemi Skýrslutæknifélagsins hefur á undanförnum árum beinst mjög að ráðstefnuhaldi og fræðslufundum fyrir félagsmenn. Á síðasta ári var metaðsókn á ráðstefnur félagsins en alls komu 1230 manns á þá atburði sem Skýrslutækni- félagið stóð fyrir. Félagið gefur einnig úl tímaritið Tölvumál þar sem birtar eru faglegar greinar um upplýsingatækni. Um þessar mundir er félagið að fara inn á nýjar brautir með útgáfu á svokölluðu tölvuökuskírteini eða European Computer Driving Licence en með aðild félagsins að samtökum evrópskra skýrslutæknifélaga opnuðust möguleikar á því að bjóða skírteinið hér á landi. Um er að ræða hæfnisvottorð fyrir almenna tölvu- notendur sem skiptist í 7 stig. Tekin eru samræmd próf til að ljúka hverju stigi og þegar búið er að ljúka öllum prófunum sjö er tölvuökuskírteinið gefið út. Vottuð er hæfni og þekking í grunnatriðum upplýsingatækninnar, ritvinnslu, töflureiknum og vefnotkun svo að nokkuð sé nefnt. Að þessu samstarfi standa 14 Evrópulönd og hefur tölvuökuskírteinið öðlast mikila viðurkenningu þar sem það hefur verið tekið upp. Með slíkt skírteini upp á vasann geta einstaklingar sannað hæfni sína í tölvunotkun á evrópska efna- hagssvæðinu. Skýrslutæknifélagið vinnur nú að undirbúningi þessa máls og hefur ma. leitað eftir samvinnu við Mennta- Tölvumál 5

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.