Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Side 6

Tölvumál - 01.05.1999, Side 6
Ávarp formanns Innan fárra ára verði jafn sjálfsagt að hafa slíkt skírfeini eins og fjórða stigið í sundi málaráðuneytið en um þessar mundir er unnið að þýðingum og frágangi á efni sem tengist þessu máli. Félagið væntir mikils af þessu og vonast til að geta átt gott sam- starf við einkaskóla, opinbera skólakerfið auk stærri fyrirtækja og stofnana sem geta gerst prófunaraðilar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Erlendis hefur í nokkrum mæli verið boðið upp á tölvuökuskírteinið innan almenna skóla- kerfisins og hefur það gefist vel. Fyrirtæki hafa einnig stuðlað að því að starfsmenn taki þessi próf og hafa aðstoðað þá við að kaupa tölvur heim en til er hugbúnaður fyrir sjálfsnám sérstaklega ætlaður þeim sem taka vilja prófin. Skýrslutæknifélagið væntir og mikils af þessu verkefni sem lið í því að efla tölvulæsi almennings. Við vonumst til þess að innan fárra ára verði jafn sjálfsagt að hafa slíkt skírteini eins og fjórða stigið í sundi. Gerð verður nánari grein fyrir þessu verkefni í fyrirlestri síðar hér á ráðstefnunni og einnig má nálgast upplýsingar á bás félagsins á sýningunni. Eins og áður kom fram var síðasta ár afmælisár hjá félaginu og var þá bryddað upp á ýmsum nýjungum í starfi þess. Stofnun faghópa um ákveðin málefni var ein þeirra en fyrsti faghópurinn af þessu tagi er hópur sem tekið hefur á málefnum sem tengjast aldamótavandanum svo- nefnda. Sá hópur hefur starfað mjög ötul- lega og staðið ma. fyrir Gallup könnunum um stöðu fyrirtækja gagnvart þessu vanda- máli sem kemur eflaust til með að hafa töluverð áhrif á næstu vikum og mánuðum. Ein þeirra hugmynda sem rædd hefur verið í stjórn Skýrslutæknifélagsins er að stofna faghóp um upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta gæti án efa orðið mikil- vægur vettvangur fyrir skoðanskipti og þróun upplýsingatækni í skólastarfi. Með aðildinni að IFIP gefst einnig tækifæri til að sækja þekkingu og reynslu á alþjóð- legan vettvang. í þeim samtökum er starf- andi hópur um menntamál sem staðið hefur fyrir athyglisverðum ráðstefnum og öðru starfi á þessu sviði. Ég vil skora bæði á skólafólk og þá sem starfa í upplýsinga- tækni að sameinast um stofnun slíks faghóps undir merkjum Skýrslutæknifélagsins. Einn þáttur í starfi hópsins getur til dæmis verið að halda árlega ráðstefnu um þessi mál. Ég vil að lokum óska okkur öllum til hamingju með spennandi ráðstefnu og vona að allir þeir fjölmörgu ráðstefnu- gestir sem hér eru geti fundið efni við sitt hæfi en lfklegt má telja að gestir eigi erfitt að velja á milli fyrirlestra. Ég vil einnig þakka þeim sem stóðu að undirbúningi ráðstefnunnar fyrir óeigingjarnt og krefjandi starf en mikið hefur mætt á þeirn undanfarna daga og vikur. Undirbúningstíminn var mjög stuttur og það er ótrúlegt hvað tekist hefur að stilla upp jafn fjölbreyttri og áhugaverði dagskrá og raun ber vitni. Oskar B. Hauksson er forstöðumaður upplýsingavinnslu Eimskips og formaður Skýrslutæknifélags Islands 6 Tölvumá!

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.