Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Síða 7

Tölvumál - 01.05.1999, Síða 7
Upplýsingatækni í skólastarfi Setning ráðstefnunnar um upplýsingatækni í skólastarfi Útdráttur úr setningarræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra 26. febrúar 1999. Upplýsinga- og tæknimennt er skil- greind sem sérstök námsgrein í grunn- skóla og námsbraut í framhaldsskóla. Iupphafi máls míns vil ég bjóða ykkur öll innilega velkomin til þessarar ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi. Er gleðilegt að sjá, hve margir hafa sýnt því áhuga að koma hingað í Menntaskólann í Kópavogi til þátttöku í því starfi, sem fram fer í dag og á morgun og miðar að því að miðla fróðleik um stöðu okkar íslendinga á þessu mikilvæga sviði. I menntamálaráðuneytinu stóðum við frammi fyrir því um mitt síðasta ár, að þróunin í upplýsingatækni á sviði skólamála var orðin svo umfangsmikil og ör, að ógjörningur var að henda reiður á öllu, sem var að gerast. Ráðuneytið hafði mótað stefnu í málinu og kynnt hana snemma árs 1996. Síðan hafði ríkisstjórnin lagt fram áætlun sína um ísland og upplýsingasamfélagið, þar sem menntamálum var skipað í öndvegi. Loks blasti við, að í fjárlögum 1999 yrði í fyrsta sinn veitt fé til verkefna á sviði upplýsingatækni. Við urðum að fá svar við þeirri spurningu, hvernig íslenska skóla- kerfið stæði andspænis upplýsinga- tækninni. Eftir nokkrar vangaveltur varð niðurstaðan sú, að efnt skyldi til kynningarráðstefnu. Við skyldum kalla þá saman, sem væru að vinna að þróun upplýsingatækni í skólastarfi, gefa þeim kost á að bera saman bækur sínar og sýna afrakstur af vinnu sinni um leið og tæki- færi gæfist til að rýna inn í framtíðina. Á þessum forsendum er boðað til þessarar ráðstefnu, sem nú er að hefjast. Umfang hennar staðfestir best réttmæti þess að kalla hana saman. Hafa sjaldan verið haldnar ráðstefnur hér á landi með 80 til 90 fyrirlesurum. Er von mín, að allir finni eitthvað við sitt hæfi og hin mikla undirbúningsvinna skili þeim árangri, sem að er stefnt. Þegar rætt er um upplýsingatækni í skólastarfi líta margar þjóðir öfundar- augum til okkar íslendinga. Utbreiðsla þessarar tækni er hjá okkur sprottin úr grasrótinni, ef þannig má að orði komast. Hún er ekki komin inn í skólana fyrir valdboð að ofan. Vagga hennar var á sínum tíma hjá Pétri Þorsteinssyni á Kópaskeri. Stefna menntamálaráðu- neytisins frá því í febrúar 1996 auðveldaði ráðuneytinu að taka ákvarðanir sínar, þegar ísmennt hafði þróast með þeim hætti, að eðlilegt var, að skólakerfið tæki hana í fóstur. Síðan eru aðeins tæplega þrjú ár og breytingarnar eru í einu orði sagt með ólíkindum. Við höfum þó ekki náð endimörkum vaxtar á þessu sviði frekar en svo mörgum öðrum þegar litið er til framfara í íslensku menntakerfi. Það er þvert á móti fyrst núna, sem við erum að hrinda hinni markvissu stefnu skipulega í framkvæmd. Eg nefni þrjú dæmi. I fyrsta lagi eru að taka gildi námskrár fyrir grunnskólann og framhaldsskólann, þar sem upplýsingatæknin gengur þvert á allar námsgreinar og upplýsinga- og tækni- mennt er skilgreind sem sérstök náms- grein í grunnskóla og námsbraut í framhaldsskóla. I öðru lagi hefur verið ákveðið að verja allt að 43 milljónum króna sérstaklega til þess að undir stjórn Námsgagnastofnunar sé unnt að þróa kennsluhugbúnað, sem á að nýtast bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. í þriðja lagi hefur verið tryggt sérstakt fjármagn til Rannsóknarráðs íslands, 580 milljónir króna, til að veita styrki til rannsókna á sviði upplýsingatækni og umhverfismála á næstu árum. Þessi þrjú atriði, námið, kennsluhug- búnaðurinn og rannsóknirnar eru allt Tölvumál 7

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.