Tölvumál - 01.05.1999, Síða 13
Kennslustofa framtíðar
Kennslustofa framtíðar
Torfi Hjartarson
Nú má vera a<3 jbess
verði ekki ýkja langt
að bíða að skólar
tölvuvæðist í stórum
stíl eða að nemendur
komi að heiman með
einhvers konar tölvur
í farteskinu líkt og
vasareikni eða blýant
I kennslustofu
framtíðar var reynt að
svara áleitnum
spurningum um nám
og kennslu á
upplýsingaöld með
lifandi dæmum
Hvaða breytingum tekur skólastarf
fyrir áhrif upplýsingatækni?
Hvernig fer kennslan frarn þar
seni tæknin hefur skotið rótuni og hvað
hafa nemendur fyrir stafni? Hver verður
kennslufræðin og hver hlutverkin í
kennslustofunni? Hvaða hugbúnaði verður
beitt og í hvaða skyni? Hvernig verða
tækin og tengingar við umheiminn? Hvað
um húsbúnað og umhverfí? Hvernig
verður kennslustofa framtíðar?
Á ráðstefnunni UT99 fjölluðu tugir
fyrirlesara um upplýsingatækni og
skólastarf, sölu- og þjónustuaðilar kynntu
tæknilausnir og hundruð gesta ræddu
ntöguleika tækninnar og takmörk. Á
meðan þessu fór fram fékkst hver hópur-
inn á fætur öðrum við kennslu og nám
með hjálp upplýsingatækni í bjartri stofu
sem alla jafna er notuð til að kenna
hagfræði við Menntaskólann í Kópavogi.
Þar stóð í tvo daga kennslustofa framtíðar.
Gestir fóru um stofuna að vild og margir
tóku nentendur eða kennara tali.
í kennslustofu framtíðar var reynt að
svara áleilnum spurningum um nám og
kennslu á upplýsingaöld með lifandi dæm-
um. Nemendur og kennarar voru á ýmsum
aldri og af öllum stigum allt frá leikskóla
til háskóla. Fóstrur af Seltjarnarnesi riðu á
vaðið með átta 5 ára gömul börn, svo kont
heill bekkur af 7 ára krökkum ásamt kenn-
ara úr Melaskóla, þar næst ungt fólk í
framhaldsskóla við Ármúla, unglingar úr
Árbæ og Kópavogi og þannig koll af kolli.
Af námsgreinum sem komu fyrir í
stofunni má nefna erlend tungumál, stærð-
fræði, móðurmál, raungreinar, verslunar-
fræði, iist- og verkgreinar. Grunnskóla-
kennari í norsku og sænsku hafði sam-
skipti við fjarstadda nemendur um netið,
lektor í smíðurn sýndi hvernig gera rná
þrívíð líkön í tölvu, sérkennari lét nokkra
nemendur sína kljást við lestur og ritun. I
nálægri eðlisfræðistofu gaf að líta ótal
mælitæki og lilraunabúnað tengdan við
tölvur. Geisladiskar frá Námsgagnastofnun
með margmiðlunarefni fyrir yngstu nent-
endurna og til enskukennslu fyrir þá eldri
vöktu verðskuldaða athygli og ýmis spenn-
andi forrit frá stofnuninni kornu við sögu.
Kennaraháskóli íslands leiddi þessa
dagskrá ásamt Árbæjarskóla, Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla og Námsgagna-
stofnun í samvinnu við vinnuhóp urn
ráðstefnuna UT99. Aðrir sem áttu þátt í
dagskránni komu úr Borgarholtsskóla,
Hjallaskóla, Melaskóla, Menntaskólanum í
Kópavogi og leikskólanum Sólbrekku. Ný-
herji lagði til tækin, sex fartölvur frá IBM
auk öflugrar tölvu frá Apple fyrir kennara
sem þess óskuðu. Skjávarpi og stafræn
myndbandstökuvél voru einnig til taks.
Nú má vera að þess verði ekki ýkja
langt að bíða að skólar tölvuvæðist í
stórum stíl eða að nemendur komi að
heiman með einhvers konar tölvur í far-
teskinu lfkt og vasareikni eða blýant.
Sjónvaip verður stafrænt og netin fara í
loftið og ljósleiðara. Á hinn bóginn er þess
að gæta að skólana skortir fé og svo hins að
skólar eru í eðli sínu stofnanir sem taka
hægum breytingum. Því þótti rétt að hafa
tölvurnar í kennslustofu ekki allt of fjar-
lægrar framtíðar iieldur færai en fleiri; ekki
sextán,svo að dæmi sé tekið, heldur sex.
Fartölvurnar sex voru með rafhlöðum
og þráðlausu netsambandi. Það voru engar
snúrur! Fyrirferðarlítil loftnetsspjöld sem
smeygja má í fartölvur gáfu samband við
lítið loftnet úti við vegg. Því var aftur
stungið í samband við venjulegt nettengi á
veggnum. Þennan búnað allan er því eng-
inn vandi að taka í í fangið eða leggja á
vagn og flytja í aðra stofu að kennslustund
lokinni. Að auki leyfir þráðlaust samband
kennurum og nemendum að konia sér
fyrir eins og best hentar í hverri stofu; það
er hægt að stokka upp á augabragði og
koma borðum, sætum og námshópum
fyrir á ótal vegu án þess að tapa sambandi
við net og vefi.
Þessi framtíðarsýn hlýtur að vekja
margar spurningar um aðferðir í kennslu
og nárni. Við sem stóðum að kennslu-
stofunni erum þeirrar skoðunar að með
Tölvumál
13