Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 14
Kennslustofa framtíðar Upplýsingatæknin getur stuðlað að markvissari sam- skiptum í námi og þátttöku allra í nemendahópnum Sjö ára gömul börn úr Melaskóla upplýsingatækninni fái nemendur afar öflug tæki í hendur og að um leið hljóti áherslur í starfi kennara að breytast. í stað einleiks af hálfu kennara væntum við þess að sjá virka nemendur í stofu eða á neti þar sem kennari fer um og er nemendum til leiðsagnar, aðstoðar og hvatningar. Nemendur ættu að fá aukin tækifæri til að afla þekkingar, gera tilraunir, miðla öðrum, eiga samskipti, leika sér, hljóta þjálfun og öðlast ýmiss konar leikni. Þeir geta borið aukna ábyrgð á námi, lagt meira af mörkum sjálfir og fengið ýmsan stuðning án afskipta kennara. Kennari þarf síður að beita beinni miðlun eða yfirferð og getur fremur verið til leiðsagnar um vinnubrögð, bent á upplýsingalindir, farið á milli og leiðbeint stökum nemendum, vakið kapp og áhuga, stuðlað að virkum samskiptum og góðum anda. Kennsluhættir af þeim toga sem hér var lýst kalla á mikil samskipti og þar kemur upplýsingatæknin að góðu gagni. Upplýs- ingatæknin getur stuðlað að markvissari samskiptum í námi og þátttöku allra í nemendahópnum. Tæknina má nota til að halda utan um og meta umræður, spjall og hugmyndir hvort sem um er að ræða fjar- nám eða staðnám. Netnámi er hægt að beita í báðum tilvikum. I víðara samhengi má líka segja að greið tengsl milli fólks geti átt sér stað óháð tíma og rúmi. Fjar- lægðir verða æ þýðingarminni og fötlun stendur síður í vegi fyrir samskiptum. Hugbúnaðargerð til náms og kennslu fleygir fram á heimsvísu og leggja þarf kapp á að tryggja þátt íslenskrar menn- Fimm ára gömul börn úir Sólbrekku á Seltjarnarnesi ingar, tungu og staðhátta í þeirri þróun. I kennslustofu framtíðar þarf að vera tiltækur sægur af íslensku efni fyrir alla aldurshópa. Yta þarf undir nýsköpun á íslensku efni og þýðingar á því sem best er gert erlendis. Helstu notendaforrit, stýri- kerfi og væntanleg tungutækni þurfa líka að vera á íslensku ef vel á að vera. Kennslustofa framtíðar verður íslensk og alþjóðleg í senn; hún mun teygja sig langt út fyrir landsteinana og þarf því að standa djúpum rótum í íslenskum jarðvegi. Eitt af því sem leggja þarf á áherslu er að nem- endur og kennarar á öllum skólastigum búi sjálfir til rafrænt efni og birti á vef eða með öðrum hætti. Nokkur dæmi um þess háttar vinnu með hjálp forrita Námsgagna- stofnunar á íslensku mátti sjá stofunni. Verkefnin eru mörg og vegurinn langur að tæknivæddri kennslustofu sem helst í hendur við öflugt skólastarf. Kennslustofa framtíðar felst í þróun sem er löngu hafin og lýkur seint. Til að kennslustofa fram- tíðar verði að veruleika í daglegu lífi bama, unglinga og framhaldsskólanema á íslandi þarf margt að læra, margt að vinna og miklu að kosta til. Kennslustofa framtíðar felst ekki nema að hluta í tækni- legum lausnum. Hún felst ekki síður í breyttum kennsluháttum, jákvæðu hugar- fari og raunverulegri viðleitni kennara og skólafólks, stórum skrefum og smáum, framsækni og vilja til góðra verka. Torfi Hjartarson er forstöðumaður gagnas- miðju Kennaraháskóla Islands og leiddi fyrir hönd skólans vinnuhóp um Kennslustofu framtíðar á ráðstefnunni UT99. 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.