Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Page 20

Tölvumál - 01.05.1999, Page 20
Skólasöfn Upplýsingatækni á skólasöfnum Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Á skólasöfnum er hægt að nota upplýsingafækni í tvennum tilgangi, til að styrkja rekstur og starfsemi safnanna og til að búa nemendur undir frekara nám og störf í þjóðfélagi framtíðarinnar / Askólasöfnum er hægt að nota upp- lýsingatækni í tvennum tilgangi, til að styrkja rekstur og starfsemi safnanna og til að búa nemendur undir frekara nám og störf í þjóðfélagi framtíð- arinnar þar sem kunnátta á sviði upplýs- ingatækni og leikni í notkun upplýsinga verður jafn nauðsynlegur þáttur og t.d. tungumálakunnátta. Ef við athugum fyrri þáttinn, þá nýtist upplýsingatæknin til að: - bjóða upp á nýja framsetningu gagna t.d. gagnasöfn og alfræðibækur á margmiðlunardiskum og á Intemetinu - bæta þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi, t.d. tölvuvædda leit að gögnum safnanna. Nýju skráningarkerfin hafa ótrúlega yfirburði yfír gömlu spjald- skrárnar og leitaraðferðinar. Næsta stig er svo samtenging skráa - endurnýja og bæta eldri tækni, t.d. myndasöfn á margmiðlunardiskum í stað litskyggna og glæra og svo geisla- diskar í staðinn fyrir hljómplötur og snældur - nýta betur tíma starfsfólksins í söfn- unum og einnig safnkostinn. Með mið- lægri tölvuskráningu og samtengdum skrám sparast tímafrek skráningarvinna og starfsfólk getur betur einbeitt sér að vinnu með nemendum og kennurum. Með samtengdum skrám aukast einnig möguleikar á millisafnalánum þannig að það efni sem til er nýtist betur - spara tíma. Leit og útvegun gagna tekur styttri tíma með upplýsingatækni og rannsóknir sýna að tölvuvædd útlán sem nemendur sjá að mestu leiti um sjálfir spara tíma sem starfsfólkið nýtir þá betur til annarra starfa - mæta þeim breytingum sem verið er að gera á námskrám og námsefni, með því að veita aðgang að upplýsingalindum og þjálfa nemendur og kennara í mis- munandi leitartækni. Varðandi síðari þáttinn sem snýr að nemendum hvernig þeir öðlast fæmi í upplýsingaleit og upplýsingalæsi þá náum við þeim markmiðum með því að kenna þeim að nota: - ritvinnslu, til að skrá hjá sér upp- lýsingar, vinna ritgerðir og verkefni og skila þeim á tölvutæku formi. Einnig þurfa þeir að venjast á að nota umbrots- forrit og teiknifoiTÍt - ýmis kennsluforrit - myndbandstæki, upptökuvélar, myndavélar, skanna og fleiri slík tæki við vinnslu verkefna og við skil verkefna - margmiðlunardiska en nemendur þurfa að læra að leita á diskunum, draga fram upplýsingar, meta þær, prenta út eða vista á disklingum til að nýta síðan í heimildavinnu. - skrár safnsins og annarra bókasafna. Nemendur verða að geta leitað í skrám eigin safns, geta fundið efni í safninu með hjálp skrárinnar og einnig þuifa þeir að geta leitað til annarra bókasafna. - Internetið t.d. tölvupóst, spjallrásir, ráðstefnur, verkefni, samvinnuverkefni og skólanet. - upplýsingaleit á netinu. Nemendur þurfa að læra á leitarvélar, að leita í gagnagrunnum, læra að meta vefsíður, áieiðanleika, framsetningu og síðan hvernig hentugast sé að nýta upp- lýsingarnar. - framsetningu efnis á vefnum, vef- síðugerð o.fl. Þetta er sú mynd sem margir skólasafn- verðir sjá fyrir sér í framtíðinni. En hvað vilja menntamálayfirvöld hvað sér ráðuneytið fyrir sér? Það gaf út íkrafti upplýsinga 1996 og þar voru settar fram ákaflega víðtækar tillögur um menntun, menningu og upplýsingatækni. Mikilvægi skólasafna fyrir skólastarf í upplýsinga- samfélaginu var undirslrikað og áhersla lögð á hlutverk þeirra sem miðstöðvar upplýsingatækni í menntastofnunum. Þær tillögur sem settar voru fram fyrir skólasöfnin voru í stuttu máli á þá leið að allt skólakerfið hafi greiðan aðgang að upplýsingaveitum og njóti sérstaks for- gangs um þjónustu og uppbyggingu. Skólasafn og tölvuver skulu vera staðsett nálægt hvert öðru, til að tengja upplýsingatækni og skólasafn í eina heild. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.