Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Síða 21

Tölvumál - 01.05.1999, Síða 21
Skólasöfn Starfsmenn skólasafna kenni upplýsinga- leit og á skólasöfnum verði nægjanlegt starfsfólk sem eigi kost á sífelldri endur- menntun. Hvert skólasafn á að hafa aðgang að tölvuvæddum skrám yfir öll gögn safnsins, sem og annarra safna og tryggður verði góður aðgangur fatlaðra að upplýsingaveitum. Starfsmenn skólasafna veiti árvekniþjónustu, þ.e. bendi á efni sem hentar viðkomandi kennara í hans sérgrein eða kennslu. (s. 39-40.) Víðar í ritinu eru skólasöfn nefnd og ýmis atriði sem skipta máli fyrir starfsemi þeirra. T.d. breytingar á námsgögnum í þá veru að aðgangur að kennsluforritum, margmiðlunarefni og Interneti taki að nokkru leyti við af prentuðum upp- lýsingum, um nauðsyn endurmenntunar- námskeiða fyrir kennara, að allar kennslustofur, vinnuherbergi og ski'ifstof- ur verði tengdar staðarneti og staðarnetið Interneti, að tækjabúnaður sé í stöðugri endurnýjun, að hver skóli hafi starfsmann með tölvumenntun, sem hafi umsjón með vél- og hugbúnaði skólans, o.fl. I nýni námskrá sem verið er að gefa út þegar þetta er skiifað er tekin inn ný námsgrein, Upplýsinga- og tæknimennt. Hún skiptist í: Skólaárið 1996-1997 voru rúmlega 200 grunnskólar á landinu og í 120 voru skólasöfn yfir það svið sem fram að þessu hefur verið kennt á skólasöfnum. Hún kemur þó í reynd inn á allar aðrar námsgreinar enda á upplýsingamennt að vera þverfagleg námsgrein þar sem áhersla er lögð á að leiðbeina nemendum við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga. Greinin skiptist í þrjá efnisþætti: Tœknilœsi Upplýsingalœsi Menningarlœsi Sett eru fram áfangamarkmið fyrir 1.- 10. bekk grunnskóla og ítarleg þrepamark- mið fyrir 1.-4. bekk. Eg vil lýsa ánægju minni með þennan hluta því þarna er tekið á mjög mörgum atriðum sem skólasafn- verðir, bæði bókasafnsfræðingar og kenn- arar hafa lengi rætt um að þyrftu að vera inni í námskrá. Mér sýnast þessi markmið Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar Smíði: Hönnun, tœkni, handverk Tölvunotkun ígrunn- ogframltalds- skólum Upplýsingamennt Upplýsingamenntin nær að mestu leiti vera ákaflega metnaðarfull en ég tek undir það sem sagt er í inngangi að þessar nám- skrár verði að endurskoða miklu örar en venjan hefur verið. Vegna þess hve góður þessi hluti er, þá eru það eiginlega meiri vonbrigði hvað framhaldsskólinn eða bókasöfn í fram- haldsskólum bera skarðann hlut frá borði. Bókasöfnin þar gætu komið miklu sterkar inn enda tel ég, af langri reynslu sem bókasafnsfræðingur í framhaldsskóla, nauðsynlegt að nýir nemendur fái tilsögn í þeim upplýsingaleiðum sem bjóðast innan hvers skóla og sem tengjast námsgreinum hans. Slíkir áfangar geta verið unnir í samvinnu tölvukennara, bókasafnsfræð- inga, námsráðgjafa og fleiri aðila. Hvernig er staðan? Nú hef ég farið yfir það sem kalla mætti óskir og væntingar. En hvernig er raun- veruleikinn? Hvað höfum við til að byggja á, eru undirstöðurnar í lagi? Ársskýrslur skólasafna í grunnskólum og framhaldsskólum, sem bókafulltrúi í menntamálaráðuneytinu gefur út árlega veita okkur innsýn í tölvuvæðingu skólasafna á íslandi. Þar kemur fram hvort söfnin hafi tölvukerfi og hvaða kerfi. Skólaárið 1996-1997 voru rúmlega200 grunnskólar á landinu og í 120 voru skóla- söfn. 67 söfn gáfu upplýsingar um tölvu- kerfi og í töflu sést hvernig skiptingin er eftir kerfum. Nokkur skólasöfn í grunn- skólum hafa síðan tengst tölvukerfmu Feng og þá sérstaklega á Austurlandi. Langflest söfnin nota Feng og munar þar mestu um skólasöfnin í Reykjavík, en síðan korna Embla, MicroMarc og Metrabók. Fengur er samskrá, þannig að hagræðið að því að tengjast honum er margfalt, en í hinum kerfunum þremur sem hafa flesta notendur er hægt að flytja færslur á milli kerfa og jafnvel samtengja söfnin. Nýjustu tölur um tölvukerfi í bóka- söfnum framhaldsskólanna eru fyrir skólaárið 1997-1998. Þar eru upplýsingar um 32 bókasöfn en 28 gefa upp tölvukerfi og sést skiptingin á milli kerfa einnig í töflunni. Flest söfnin á framhaldsskólastigi nota Metrabók og helgast það af öflugu sam- starfi þeirra í milli. Tölvumál 21

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.