Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Page 27

Tölvumál - 01.05.1999, Page 27
Kynjamunur enn yfir en að henni lokinni munu vonandi koma fram sterkar vísbendingar um hvaða þættir hafa mest áhrif. Um miðjan 9. áratuginn stungu Sanders og Stone [7] upp á yfir hundrað aðferðum til að draga úr kynjamun í tölvunotkun í skólum. Aðferðimar voru ætlaðar fyrir kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til þess að grípa til innan skóla, skólaumdæmis, heimilis eða í samfélag- inu. Sem dæmi má nefna aðgerðir innan skóla. Skólastjórar gætu staðið fyrir fund- um meðal starfsfólks um jafnrétti og tölvunotkun, kennarar gætu sett á fót tölvunefnd stúlkna innan bekkja eða árganga og foreldrar gætu tekið virkan þátt í fræðslu (á vegum foreldrafélags) um jafnréttismál. Á heimilum gætu stúlkur tekið að sér að kenna öðru heimilisfólki á tölvur (ekki síst mæðrum og yngri systrum) og sóst eftir að taka að sér tölvutengd verkefni í samfélaginu. Ljóst er að sumar af aðferðum Sanders og Stone eru úreltar eða eiga ekki við íslenskar aðstæður en margar virðast enn í góðu gildi [5]. Þessar aðferðir þyrfti að endurskoða með það fyrir augum að bæta tölvumenningu íslenskra skóla þannig að jafnrétti aukist í tölvunotkun barna og unglinga. Glærukynning sem notuð var á ráðstefn- unni er á http://rvik.ismennt.is/~soljak/ sky99 Sólveig Jakobsdóttir er lektor við KHI Heimildir 1. Inga Dóra Sigfúsdóttir. ingadora@rannis.is Tölvur og upplýsingatækni meðal bama og unglinga. 17.4.1998. [Niðurstöður úrrannsókn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála Ungt fólk '97]. 2. Sólveig Haraldsdóttir og Svava Guðjónsdóttir. 1997. Goðsögnin um þá hefð Islendinga að gefa bækur í jólagjöf: Könnun á 14 og 16 ára unglingum. Háskóli fslands, Bókasafns- og upplýsingafræði. [B.A. ritgerð nr. 1175]. 3. Gallup. Könnun á aðgengi og áhuga landsmanna á tölvum og Intemeti. Vefur forsætisráðuneytisins. 1998. http://brunnur.stjr.is/interpro/for/for.nsf/pages/ko nnun-tolvur (5. apríl 1999). 4. Sólveig Jakobsdóttir, Gyða Guðjónsdóttir og Jón Eyfjörð. Símakönnun ísmennt, sumar 97. 1997. http://rvik.ismennt.is/~soljak/matsumar97/ (5. apríl 1999). 5. Sólveig Jakobsdóttir. 1996. Elementary school computer culture: Gender and age differences in student reactions to computer use. University of Minnesota. [Doktorsritgerð, MnU-D 96-184. (UMI No. 9632384)]. 6. Alma Frímannsdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir. 1999. Rannsókn á tölvunotkun nemenda í 8.-10. bekk á Vestfjörðum. Kennaraháskóli Islands, Fjarskóli. [B.Ed. ritgerð]. 7. Sanders, Jo Shuchat og Antonia Stone. 1986. The neuter computer: Computers for girls and boys. New York, Neil-Schuman. Tölvumál 27

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.