Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Page 29

Tölvumál - 01.05.1999, Page 29
Að tölvuvæða grunnskóla Ég held að kennarar geti ekki orðið leiðandi í mótun skóla upplýsingaaldar fyrr en þeir hafa sjálfir tamið sér ný vinnu- brögð. Af jbví leiðir að byrja ætti tölvu- væðinguna með því að leggja áherslu á að tölvuvæða kennarana en ekki nemendurna eru sammála um að nám nemendanna sé meginþáttur í starfi hvers skóla og því eðlilegt að beina sjónum að þeim þætti fyrst og fremst. Nokkur hætta leynist hins vegar í því ef ekki er jafnhliða horft á aðra þætti skólastarfsins. Verulegur hluti af breytingunni frá hefðbundnu skólastarfi til þess sem vænta má felst í því að nýir tæknilegir mögu- leikar gefa kost á breyttum vinnuaðferð- um. Með þessum nýju vinnuaðferðum er síðan mögulegt að gefa náminu nýtt inni- hald og nýtt gildi. Þess er ekki að vænta að nemendur eigi kost á að sjá fyrirmyndir að slíkum vinnu- aðferðum annars staðar en í skólanum. Þ.e.a.s. ef skólanum tekst að vera leiðandi í mótun samfélagsins og ganga á undan í að innleiða nýjungar. Það er því mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk skólans geti verið nemendum hans fyrirmynd hvað varðar nýtingu tækni við þau störf sem lúta að öflun, úrvinnslu, varðveislu og miðlun upplýsinga og þekkingar. Augljóst má telja að áður en kennarar geta miðlað slíkum vinnubrögðum til nemenda sinna þurfa þeir að hafa vanist því að nota þau við eigin störf. Við skipu- lagningu væntanlegra breytinga þarf því ekki síður að beina sjónum að öðrum þáttum en námi nemendanna, þó svo að það sé óumdeilanlega meginstarfsferill í skólastarfmu. Ég held að kennarar geti ekki orðið leiðandi í mótun skóla upplýsingaaldar fyir en þeir hafa sjálfir tamið sér ný vinnu- brögð. Af því leiðir að byrja ætti tölvu- væðinguna með því að leggja áherslu á að tölvuvæða kennarana en ekki nemend- urna. Það er mikilvægt að kennarar geri sér grein fyrir því að það að skipuleggja þess- ar breytingar er verk sem fyrst og fremst krefst þekkingar og reynslu kennara. Það er í raun kennslufræðilegt verkefni en ekki tæknilegt. Það er því nauðsynlegt að kennarar en ekki kerfis- eða tölvunar- fræðingar stjórni því verki. Kennarar þurfa að fá til liðs við sig tæknimenntað fólk eða afla sér á annan hátt þekkingar sem gerir þeim kleift að hafa yfirsýn yfir tæknilega möguleika sem bjóðast á hverjum tíma. Það er síðan kennaranna að vera leiðandi í að skapa þær nýju starfsaðferðir sem munu einkenna skólastarf á næstu ára- tugum. Kennarar þurfa hins vegar að leita í smiðju til kerfis- eða tölvunarfræðinga til að sækja það verklag sem best hefur gefist við að skipuleggja tölvuvæðingu rekstrar á flestum sviðum samfélagsins. Þannig geta þeir nýtt reynslu annarra af að ganga í gegnum breytingaferlið frá hefðbundnum vinnuaðferðum til tölvuvæddra. Skipuleggja þarf væntanlegar breyt- ingar og greina stöðuna í skólanum áður en hafist er handa. Slík greining þarf að taka til þess búnaðar og húsnæðis sem fyrir er en ekki síður til þeirra þátta sem lúta að reynslu og færni þess starfsfólks sem við skólann starfar. Hafa þarf í huga við greininguna að meginverkefnið er breyting á kennsluháttum og bættar vinnu- aðferðir í skólanum. Því er mikilvægt að greiningin taki til þess innra starfs sem fram fer í skólanum og áherslan sé á að greina kennsluhætti og innra starf skólans fremur en tæknilega þekkingu starfsfólks og þann tækjabúnað sem fyrir er. Það þarf að fara fram umræða í skól- anum. Kennarar þurfa að móta sér skoðanir og öðlast reynslu af beitingu upplýsingatækni. Það þarf að leggja kennslufræðilegan grunn til að standa á og skapa fyrirmyndir að nýjum kennslu- háttum. Þegar umræðunni er lokið og kennarar eru meira eða minna sammála um hvert skal halda, þá tekur langan tíma að breyta kennsluháttum. Skilgreina þarf hvaða hindranir standa í vegi fyrir breytingum í skólanum. Þær hindranir eru einkum af tvennum toga. Fym gerð hindrana einkennist af skorti á búnaði eða tíma. Slíkar hindranir eru ytri hindranir og eru oft þær hindranir sem fyrst er bent á þegar leitað er ástæðna fyrir því hve seint gengur að umbreyta skól- anum. Þegar betur er að gætt eru hindranir af þessari gerð þó oft notaðar til að fela hindranir af annarri gerð. Slíkar hindranir eru þær hindranir sem felast í tregðu kennara til að endurskoða starfsaðferðir sínar. Hér eru viðteknar venjur og hugmyndir um hvernig kennsla á að fara fram og hver séu eftirsóknarverð gildi í skólastarfi einkennandi. Einnig er ótti við breytingar og tölvuhræðsla oft hindrun sem gefa þarf gaum. Skortur á fyrir- Tölvumál 29

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.