Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Page 30

Tölvumál - 01.05.1999, Page 30
Að tölvuvseða grunnskóla Það er mjög mikil- vægt að rugla ekki saman kenns/ufræði- legri umfjöllun um hvað eigi að gera og hvernig annars vegar og hins vegar því hvaða leið eigi að fara við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem gera þarf myndum og mótaðri kennslufræði getur einnig verið hindrun í vegi breytinga. Þó hindranir af síðari gerð séu oft óljósari en þær af fyrri gerð er mikilvægt að þeim sé gaumur gefmn og leitað leiða til að yfirvinna þær. Þegar staðan hefur verið metin í skólanum og framtíðarsýnin mótuð þarf að gera áætlun. Slík áætlun þarf að vera nákvæm, taka til allra þátta og vera byggð upp í mælanlegum áföngum eða skrefum. Aðeins með þeim hætti er hægt að fylgjast með framgangi hennar og meta stöðuna á hverjum tíma. Það er mjög mikilvægt að rugla ekki saman kennslufræðilegri umfjöllun um hvað eigi að gera og hvemig annars vegar og hins vegar því hvaða leið eigi að fara yið að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem gera þarf. Áætlun er leiðarvísir frá þeirri stöðu sem skólinn er í til þeirrar stöðu sem skólinn vill vera í. Slík áætlun þarf að vera sérsniðin fyrir hvern skóla. I áætlun þarf einnig að koma fram hvenær og hvernig meta skal fram- gang hennar og til hvaða úrræða skal grípa ef ekki tekst að fylgja áætluninni. Aðeins með slíkum vinnubrögðum er hægt að tryggja að breytingar nái fram að ganga. Allan framkvæmdartímann þarf að meta þá þætti áætlunarinnar sem þegar er lokið og endurskoða þá hluta hennar sem ekki eru komnir til framkvæmda. Áætlunin er því síbreytileg og vex eftir því sem tíminn líður en er þó óvæginn hús- bóndi og sífellt viðmið um það breytinga- starf sem í gangi er. Ef að líkum lætur mun sú umbreyting menntakerfisins sem fylgir upplýsinga- tækninni og þeirri byltingu á starfsháttum sem henni fylgir ekki taka enda í fyrirséðri framtíð heldur verða hið varanlega ástand í skólum landsins. Því er ráðlegt að haga undirbúningi með þeim hætti sem hentar til langferða, jafnvel þó tíminn sé naumur. Birgir Edwald er kerfisfræðingur og aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.