Tölvumál - 01.05.1999, Síða 35
Fjarnám
Fjarnám með Lotus LearningSpace
Fjalar Sigurðarson
Einkageiri atvinnulífsins sér hag í
allri tækni sem spara tíma og pen-
inga og fjarnám getur komið í stað
margra kostnaðarsamra aðferða við sí- og
endurmenntun starfsmanna. Menntageir-
inn er undir nokkrum þrýstingi að skapa
sér sína eigin tekjustofna og/eða að vinna
náið með atvinnulífinu, auk þess sem
menn þar leita að sjálfsögðu allra leiða til
að gera sem flestum kleift að nýta sér
námsframboðið.
Fjarnám getur Það er því óhætt að fullyrða að hags-
komið í stað margra munir menntageirans og atvinnulífsins
liggi þétt sarnan í málefnum endurmennt-
unar, símenntunar og fjarnáms. Vandlega
er því fylgst með þróun fjamámshugbún-
aðar úr báðum þessum áttum um þessar
mundir.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur verið
í fararbroddi í öllum lausnum skrifstofunn-
ar og fyrirtækisins á sviði upplýsingatækni
I einkageiranum hefur er Lotus og þeir sáu snemma fyrir þá þróun
þörfin verið meiri fyrir sem var að verða í menntamálum. Lotus
sjálfstýrt nám hefur undanfarin ár unnið að þróun fjar-
námskerfis til að mæta þessum kröfum og
notið fulltingis fyrirtækja úr einkageiranum
og völdum menntastofnunum. Niðurstaðan
af þeirri vinnu liggur nú fyrir og hefur
hlotið nafnið LearningSpace.
kostnaðarsamra
aðferða við sí- og
endurmenntun
starfsmanna
Hvaða kröfur á að gera til
fjarnámskerfa?
Fjarnámskerfi verða að mæta kröfum um
þrennskonar aðferðir við fjarnám. I fyrsta
lagi rauntímakennslu (synchronous), í öðru
lagi tímaóháða samkennslu og í þriðja lagi
sjálfsnám. Rauntímakennslan hefur verið
mest áberandi hérlendis undanfarið og það
hefur reyndar gengið svo langt að menn
hafa fest kaup á sjónvarpstækjum og upp-
tökutækjum og tilkynnt að nu væru þeir
albúnir til fjarkennslu. Og það er reyndar
alveg rétt, en fjarkennsla er hinsvegar ekki
nema einn hluti af því sem við nefnum
fjarnám, og kannski sá minnst mikilvægi.
Óháð stund og stað
Flestir nemendur í fjarnámi þarnast þess
nefnilega ekki að safnast sarnan á ákveðn-
um stað á ákveðnum tíma til að hlusta á
fyrirlestur, heldur hefur þörfin verið
brýnust fyrir nám sem er óháð tíma og
staðsetningu og þar hefur Internetið kornið
sterkt inn. Kennarinn hefur afgreitt efni út
á Netið eða sent það til nemenda í tölvu-
pósti, nemendur fá eða sækja verkefnin og
senda síðan lausnimar í tölvupósti.
Kennarinn hefur síðan þurft að halda
utan um innsend verkefni, nemendur og
einkunnir með sínum hætti með mis-
jöfnum árangri og skilvirkni. Vandamálin
við það hafa reyndar gengið svo langt að
margir tala hikstalaust um töluvpósts-
martröðina, þegar verkefnin streyma inn
undir ýmsum nöfnum, frá ýmsum send-
endum og á öllum tímum. Úr þessari
flækju reynir kennarinn síðan að greiða
svo námskeiðið megi leiða til lykta með
eðlilegum hætti.
I einkageiranum hefur þörfin verið
meiri fyrir sjálfstýrt nám sem þó lýtur að
mestu leyti sömu lögmálum og nám óháð
stað og stund.
Bandvídd Internetsins gerir það ekki
hagkvæmt að sinna rauntímakennslu þá
leiðina, þannig að þótt tæknin sé fyrir
hendi í LearningSpace (Sametime) þá er
ekki lögð rnikil áhersla á þann hluta að
svo komnu máli en kerfið mun halda í við
allar tæknibreytingar í þessum efnum. Hér
er því aðallega verið að ræða um fjar-
námshluta LearningSpace, þ.e. þann hluta
sem snýr að fjarnámi óháð stað og stund
annarsvegar og sjálfsnámi hinsvegar,
En hvað er þá LearningSpace?
LearningSpace er safn hugbúnaðar og
sniðmóta sem sarnan mynda samvinnu-
umhverfi fyrir hönnun og uppsetning
námskeiða, á vegum eins eða fleiri
leiðbeinenda, fyrir marga og misjafna
hópa nemenda.
I raun er LeamingSpace einfaldur pakki
með geisladiski sem settur er inn á vef-
miðlarann. Lotus Notes notendahugbúnað
þarf síðan til að vinna með hann sem leið-
beinandi en nemendur þurfa einungis
Internettengingu og vefskoðara. Það er því
Tölvumól
35