Tölvumál - 01.05.1999, Page 38
Hjallaskólavefurinn
Afar mikilvægt er að
vel takist til með
skipulag vefseturs
þannig að vefarar
velkisf ekki í vafa hvar
hin ýmsu skjöl eiga
heima en ekki síður
vegna þess að
notendum þarf sam-
stundis að verða Ijóst
hvar upplýsingar er
að finna
I mars s.l. var svo
hleypt af stokkunum
póstlista Hjallaskóla,
Netpósfinum
Um 25% heimila sem
tengjast Hjallaskóla
eru áskrifendur að
póstlistanum
Von okkar í
Hjallaskóla er að
geta haldið áfram að
bæta vef skólans
þannig að hann
þjóni enn betur
hlutverki sínu sem er
að efla samskipti
heimila og skóla og
opna betur fyrir
upplýsingastreymi til
foreldra og gera það
skilvirkara
lega hugsuð til notkunar á vefnum.
Evrópusambandið hefur styrkt umrædd
verkefni en þau hafa sinn geymslustað á
vef Hjallaskóla. Loks ber að geta
skólanámskrár skólans og myndasíðna úr
skólalífinu.
Frá upphafi var stefnt að því að vefur-
inn yrði uppfærður reglulega og reynslan
sýnir að það gerist að meðaltali tvisvar til
þrisvar í viku hverri. Þetta er gert m.a.
með því að skrifa reglulega fréttir úr
skólalífinu, bæta inn verkum nemenda og
birta fjölda mynda beint úr hringiðu
skólalífsins. Afar mikilvægt er að notend-
ur hafi tilfmningu fyrir því að vefurinn sé
lifandi þannig að þeir verði líklegri til að
koma aftur í heimsókn og fylgjast með því
sem er að gerast. Vefurinn hefur hlotið
góðar viðtökur hjá foreldrum og nemend-
um sem geta á auðveldan hátt nálgast
þessa upplýsingalind sem vefurinn er.
Heimsóknir á vefsíðu Hjallaskóla frá
opnun hans nálgast nú, í byrjun apríl,
sjötta þúsundið.
I mars s.l. var svo hleypt af stokkunum
póstlista Hjallaskóla, Netpóstinum. Hann
er aðeins ætlaður starfsmönnum og
foreldrum nemenda sem eru í skólanum.
Um 25% heimila sem tengjast Hjallaskóla
eru áskrifendur að póstlistanum. Ætlunin
er að senda ýmsar upplýsingar og tilkynn-
ingar inn á listann en einnig stendur til að
reyna að skapa vettvang fyrir umræðu um
fræðslu- og uppeldismál. Foreldrar geta
þannig lagt sitt af mörkum til að bæta
skólastarfið, hvort heldur er með gagnrýni
eða lofi. Umræður á listanum hafa farið
hægt af stað en vonir standa til að smám
saman færist líf í þær þó reikna megi með
að það gerist í lotum eins og títt er með
póstlista af þessu tagi. ] vor er stefnt að
því að gera könnun meðal notenda urn
vefínn og það sem á honum er.
Samkvæmt könnunum hafa 40-60%
heimila aðgang að Internetinu og líklegt
má teljast að það taki enn nokkur ár a.m.k.
að aðgangur að Internetinu þyki sjálf-
sagður á hverju heimili. Skólar þurfa því,
um ófyrirséða framtíð, að senda upplýs-
ingar um starf sitt á prenti inn á heimili
nemenda. Hugsanlega kemur þó senn að
því að foreldrar geti valið hvort upplýsing-
ar berist þeim í rafpósti og um vefmn eða
bréfleiðis. Þeir foreldrar sem hafa aðgang
að Interetinu geta þá fengið upplýsingar
um ýmsa viðburði í starfsemi skólans fyrr
en þeir sem ekki hafa aðgang og þurfa að
bíða eftir bréfi sama efnis.
En hvað ber framtíðin í skauti sér? Von
okkar í Hjallaskóla er að geta haldið áfram
að bæta vef skólans þannig að hann þjóni
enn betur hlutverki sínu sem er að efla
samskipti heimila og skóla og opna betur
fyrir upplýsingastreymi til foreldra og
gera það skilvirkara. Þá er væntanlega
styttra í það en margan grunar að foreldrar
fái beinan aðgang að námsframvindu
barna sinna með tengingu við gagnagrunn
skólanna. Stundvísi, skólahaldsfoiTÍt
flestra grunnskóla, mun væntanlega innan
eins til tveggja ára bjóða upp á sendingu
gagna um skólasókn nemenda og
athugasemda sem kennarar skrá í dagbók
nemandans beint í pósthólf foreldra þeirra.
Möguleikar upplýsingatækninnar á þessu
sviði eru ótal margir. Skólar þurfa að
fylgjast vel með framvindu mála og gæta
þess að nýta þessa tækni sér í hag.
Hlutirnir gerast hratt og hætta er á að
skólarnir verði skildir eftir í rykmekki
tölvutækninnar ef þeir sýna ekki frum-
kvæði á þessu sviði, sér og öðrum til hags-
bóta.
Sigurður Davíðsson,
aðstoðarskólastjóri í Hjallaskóla
38
Tölvumál