Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 6
Linux tinux hefur alltaf þurft að leggja sig fram um að virka á móti öðrum kerfum og kjarninn er því ríku- lega búinn ur því við gamlan vélbúnað sem annars hefði verið kastað. Linux styður við margvíslega vélbúnað- argrunna en afar fáar gerðir Unix styðja við marga grunna og flestar gerðir fylgja með vélbúnaði viðkomandi, svo sem HP- UX. Leiðirnar eru lokaðar ef það þaif að skipta í stærri eða minni vélar því þá þarf að velja annað afbrigði stýrikerfis sem hentar vélbúnaðinum. Þessu er ekki þannig farið með Linux því Linux getur keyrt á Alpha, á UltraSPARC með tólf ör- gjörvum eða á 386 tölvu með 4MB í minni og getur því hvort sem er unnið á stórri tölvu sem keyrir gagnagrunn eða á úreltri tölvu sem annars hefði ekki einu sinni getað keyrt Word. Linux styður við margar gerðir skráa- kerfa og fjöldan allan af samskiptareglum. í byrjun þurfti Linux að styðja við það sem fyrir var og þess vegna getur Linux spilað á móti NetWare, Windows 95 og Windows NT þó svo Microsoft reyni í sí- fellu að láta þetta bregðast á einhvern dul- arfullan hátt. Linux gengur einnig á móti öðrum Unix tölvum og á móti Macintosh með AppleTalk. Linux hefur alltaf þurft að leggja sig fram um að virka á móti öðrum kerfum og kjarninn er því ríkulega búinn og notendur hafa úrval verkfæra til að tengjast öðrum tölvum. Linux er mjög hagkvæmt þar sem stýri- kerfið er á allan máta byggt upp sem ókeypis hugbúnaður, ekki bara kjarninn heldur líka öll verkfæri sem tilheyra. Þar má nefna þróunartólin, gluggakerfið og póstverkfærin; allt fellur þetta undir sams- konar nytjaleyfi. Staðan er því sú að ekki þarf að borga fyrir hvern notanda á póst- kerfinu og síðan hvern notenda á skráar- kerfinu, pósthugbúnaðinum eða netmiðl- aranum; allt fylgir þetta með kerfinu og það gerir Linux því sérstaklega hag- kvæmt. Það sem skortir Hér er komið að því sem aðrir segja ekki frá. Það eru þeir þættir sem við gerum ekki vel. Það sem fyrst blasir við er vinnslu- skráning (journalling) en þetta er til staðar á stærri vélunum, sér í lagi AIX. Haldin er skrá yfir það sem breytist í skráakerfinu og þessi skrá er uppfærð og á milli tveggja punkta þegar skráin er uppfærð er vitað að diskurinn er réttur. Því er innihald disksins á tilteknum tímapunktum og hægt hvenær sem er að hverfa aftur til fyrri stöðu. Ef það síðan gerist að slökkt er á tölvunni þarf ekki að bíða lengi eftir því að disk- arnir séu yfirfarnir. Það tekur Linux ef til vill fimmtán mínútur að athuga skráakerf- ið sem er ekki stórmál þar sem Linux er stöðugt kerfi sem hrynur sjaldan. En ef skráakerfið er orðið mjög stórt, jafnvel hálft Terabæti, gæti það tekið Linux allt að fimm klukkustundir að ræsa sig að nýju. Það er við þessar kringumstæður sem maður óskar sér að hafa vinnsluskráningu í Linux. Þetta vantar sárlega en aðilar eins og IBM gera mikið úr því að geta boðið þetta. Skylt þessu er það sem kallast rökleg rýmdarumsjón (logical volume mana- gement) sem til að mynda notendur AIX eru kunnugir. Diski er deildaskipt og stór gagnagrunnur er settur inn og hann passar ekki. Við venjulegar kringumstæður á PC og Linux eru gögnin tekin og afrituð á band, diskadeildin er stækkuð og gögnin sett inn að nýju. Síðan er þetta kannski endurtekið mánuði síðar. IBM leysir þetta með því að geta gert þetta jafnharðan, það er að segja ef gögnin komast ekki lengur fyrir er farið í forrit og plássið aukið með einni aðgerð. Þannig að þetta er málefni sem snertir stjórnun á stórum diskum og stórum miðlurum og þessa stundina er Linux ekki góður kostur ef verið er að vinna með verulega mikið gagnamagn eða stærðir í kringum hundruðir Gígabæta eða Terabæti. Fyrir löngu síðan var ákveðið að skrár yrðu ekki stærri en sem nemur fjórum Gígabætum og vegna hönnunar í Unix er takmörkunin við tvö Gígabæti. Þessi ákvörðun var tekin fyrir löngu síðan þegar 40 MB diskar voru með því stærsta sem þekktist og ekki óskynsamleg á þeim tíma. Sumir styðja núna við 64 bita skráarvið- bætur og Linux styður slíkt á UltraSPARC og Alpha en ekki á 32 bita vélum sem þýðir að ekki er hægt að vinna með stærri skrár en 2 GB á PC. Þetta er enn eitt mál sem þarf að leiðrétta í framtíðinni. Þetta er sjaldan vandamál en þarf að hafa í huga þegar verið er að vinna með mjög stór skráakerfi. 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.