Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 17
Linux og Windows
Reynslan hefur einnig
sýnt að uppitími Linux
er yfirleitt betri en NT.
Linux með K-skjáborði
hefur mun fleiri tól og
tæki en bert Microsoft
stýrikerfi. Flestir þurfa
hins vegar meira og
vilja t.d. nota Word
og Excel úr Microsoft
Office pakkanum.
Það eru til forrit á Lin-
ux sem eru að fullu
samhæf þessum forrit-
um.
Mun fljótlegra er að setja upp Linux en NT.
Mun þægilegra er að fylgjast með þjónust-
um sem þar keyra og stýra miðlaranum.
Nýlega hófst dreifing á tóli fyrir Linux sem
heitir LinuxConf. Þetta tól má keyra í X-
umhverfi, textaham eða í gegnum vefand-
lit. Með LinuxConf má stilla marga þætti
kerfisins og halda utan um notendur og
heimasvæði. Þrátt fyrir að stillingar séu all-
ar geymdar í textaskrám á Linux tölvunni
tekur yfirleitt styttri tíma að breyta stilling-
um en með gluggaumhverfinu í Windows
auk þess er Linux yfirleitt mun sveigjan-
legri en NT. Reynslan hefur einnig sýnt að
uppitími Linux er yfirleitt betri en NT.
Einn mikilvægur kostur við Linux umfram
NT er að Linux þaif nánast aldrei að endur-
ræsa þrátt fyrir að verið sé að bæta við nýj-
um þjónustum eða uppfæra gamlar þjón-
ustur. Það verður hins vegar að telja til
undantekningatilfella ef ekki þarf að endur-
ræsa NT við svona aðgerðir.
Þrátt fyrir allt sem hér hefur verið sagt
þá eru það forritin sem þarf að keyra á
miðlaranum sem ráða endanlegu vali. Ef
fyrirtækið þarf þjónustur eins og lén-
stjórnun (domain controller), Exchange
þjón eða Microsoft SQL þjón er nauðsyn-
legt að keyra NT miðlara. Svo eru allmörg
kerfi sem byggja á NT miðlurum, svo sem
bókhaldskerfi og upplýsingakerfi fyrir-
tækja. Ég held að óhætt sé að segja að hjá
flestum fyrirtækjum í dag, sem á annað
borð nota Microsoft netkerfi, er nauðsyn-
legt að keyra NT miðlara með lénstjómun.
Samba, sem er skráarmiðlari á Unix kerf-
um, er nýlega komin með lénstjórnun fyrir
Windows 95/98 og Windows NT. í Linux
er einnig að finna skráarmiðlara sem er
samhæfur Novell Netware. Fyrirtæki sem
þurfa netþjónustu fyrir Macintosh geta
valið bæði NT og Linux.
I sumum fyrirtækjum getur verið hent-
ugt að keyra NT og Linux miðlara sam-
hliða. Þó að Element hf. sé ekki stórt fyrir-
tæki þá keyrum við bæði NT og Linux
miðlara. Við keyrum Fjölnisþjóna,
Exchangeþjón, Faxþjón, innhringiþjón-
ustu og lénstjórnun á NT miðlaranum, á
meðan að Linux miðlarinn sér um Inter-
netaðgang, Tölvupóst, prentbiðraðir og
netstjórnun. Við erum tengdir við mörg
önnur netkerfi og Linux tölvan sér um að
verja og loka aðgangi að okkar netkerfi og
að hleypa viðskiptavinum sem tengjast
okkur út á Internetið. Með pakkastýringu
(IP Masquerading) er hægt að gefa tölvum
á innraneti fullan aðgang að Internetinu
eins og tölvan væri beintengd við Internet-
ið. Tölvan er samt sem áður falin á bak
við Linux tölvuna og ekki aðgengileg frá
Internetinu.
Báðið miðlararnir eru skiáarmiðlarar,
báðir eru með heimasvæði, báðir keyra ftp
þjón og vefþjón. Ég sé ekki að við gætum
leyst okkar þarfir eingöngu með Linux
miðlara eða NT miðlara. Vélbúnaðurinn í
þessum vélum er ekki sambærilegur. NT
miðlarinn okkar er vandaður HP netþjónn
en Linux tölvan er gömul vinnustöð. Það
má því áætla að kostnaðurinn við NT net-
þjóninn sé tífaldur á við kostnaðinn við
Linux þjóninn.
Við val á stýrikerfi á vinnustöð verður
fyrst og fremst að hafa í huga hvert hlut-
verk notandans er og hvaða hugbúnað
hann þarf að geta keyrt. Stýrikerfi á
vinnustöð verður að henta notandanum og
hann verður að kunna ákveðna grunnþætti
í viðkomandi stýrikerfi. Ef við tökum fyrir
almennan notanda sem þekkir tölvur mjög
lítið þá verður að velja stýrikerfi og um-
hverfi sem keyrir forritin sem notandanum
er ætlað að vinna í. Ef um takmarkaða
notkun er að ræða er oft hægt að komast
af með mjög ódýra lausn. Sem dæmi þá
get ég tekið útstöðvar í Element hf. Fyrir
almennan notanda noturn við Windows
NT. Nokkrir eru einnig með Linux vinnu-
stöðvar.
Einni tölvu er einungis ætlað að keyra
viðskiptahugbúnaðinn Fjölni. Tölvan
keyrir DOS og er með netaðgang. Tölvan
tengist Linux tölvu með telnet sambandi
(naviterm) sem að keyrir upp viðskipta-
hugbúnaðinn. í slíka vinnustöð er hægt að
nota hvaða PC tölvu sem er. Afköstin ráð-
ast af stærð Linux tölvunnar og klukkan
ræðst af klukku Linux tölvunnar. í þessum
útstöðvum er því enginn 2000 vandi. Okk-
ur er alveg sama þó að klukkan á vinnu-
stöðinni sé 15. apríl árið 1980. Þessari
Linux tölvu tengjast í dag um 40 aðilar á
þennan hátt bæði á vinnustað og í heima-
húsum, og keyra þannig viðskiptahugbún-
aðinn. Sambærilega uppsetningu er hægt
að gera með MetaFrame og Windows við-
móti.
Tölvumál
17