Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 35
Tölvufjarskipti Hagnýting hóhraða- og nútímaf jarskipta Örn Orrason Það sem einkennir þróunina um þessar mundur er aukin notk- un hópvinnukerfa með tilheyrandi vax- andi netumferð Hér verða stuttlega rœddir möguleikar fyrirtœkja til að nýta sér möguleika há- hraðafjarskiptatœkni til að auka hagrœði í sínum rekstri að tölvuumhverfi sem undirritaður starfar við einkennist annarsvegar af landfræðilega dreifðum skrifstof- um sem tengdar eru tölvumiðstöð og hins vegar af ólíkum gerðum tölvugagna. Hin- ar dreifðu skrifstofur eru tengdar raun- tímakerfi (e. on line ) þ.e. bókunarkerfi sem krefst skjótrar afgreiðslu en notar mjög litla bandbreidd á nútíma mæli- kvarða. Önnur notkun er yfirleitt band- víddarfrekari, svo sem hópvinnukerfi ým- iss konar og almenn skjalageymsla. Hraða má þar yfirleitt bæta með dreifðum net- þjónum. Það sem einkennir þróunina um þessar mundur er aukin notkun hópvinnu- kerfa með tilheyrandi vaxandi netumferð, síaukinni þörf á diskaplássi, auknar kröfur um þekkingu tölvustarfsmanna, og óáreið- anleiki nýs hugbúnaðar hvort sem um er að ræða notendaforrit eða stýrikerfi. Fátt bendir til að síðastnefndu þættirnir séu á batavegi en nema fyrirtæki söðli um og fari í umhverfi opins kóða en það er efni í aðra grein. Hagræðing með miðlægri vinnslu Með því að reka sem fæsta netþjóna þ.e.a.s. hafa vinnslu miðlæga geta fyrir- tæki bætt nokkur atriði, þ.e. spai'að í mannahaldi við reksturinn, minnkað niðri- tíma þ.e. bætt reksturinn gagnvart notend- um. Önnur atriði svo sem uppfærsla hug- búnaðar, bætt afritataka osfrv. verður auk þess mun einfaldari. Þetta eru fyrirtæki að byrja að átta sig á og sú þróun að dreifa netþjónum sem hófst fyrir 10 árum eða svo er gengur nú til baka. Miðlæg vinnsla bætir þjónustuna það er engin spurning, en hvað með kostnaðinn? Hewlett Packard fyrirtækið er dæmi um sem ágætt er að skoða. í Bandaríkjunum var HP með 26 tölvumiðstöðvar og kostnaður tölvurekstr- ar hækkaði um 18% með hverju árinu. Ákveðið var að fækka tölvumiðstöðvum niður í 6 og að lokum niður í eina sem nú er í Atlanta. Þessi sameining (e. consoli- dation) sparaði HPum 20% í tölvurekstri á fyrsta árinu miðað við fyrra ár og hefur rekstarkostnaður lækkað á hverju ári síð- an. Á heimsvísu hefur tölvumiðstöðvum fækkað úr 153 árið 1989 í 10 í dag. Þróun í fjarskiptum og netþjónum samhliða vinnslu og dreifingu álags hefur gert þetta raunhæft. Reynslan hefur einnig sýnt að netstjóri getur stjórnað allt að 7 sinnum meira gagnamagni séu gögnin miðlæg miðað við umsjón dreifðra gagna. Það er ekki ónýtt nú á dögum þegar skortur er á góðu tölvufólki og laun skríða hægt og sígandi upp. Hver er bandvíddarþörfin í miðlægri vinnslu? Forvitnilegt er að vita hvaða samtengiað- ferðir eru hentugastar og hvaða bandvídd er nauðsynleg og nægjanleg til að útibú hafi nánast sömu gæði og notendur sem vinna á staðarneti aðalskrifstofu. Hjá Flugleiðum hefur um nokkura mánaða skeið verið gerðar nokkrar tilraunir til að læra um þessar þarfir. Söluskrifstofa í Borgarkringlunni telur 25 starfsmenn. Þar var áður skráar- og Lotus Notes þjónn staðsettur og skrifstofan tengd aðalskrif- stofu á 64k leigulínu. Til að líkja eftir miðlægri vinnslu var netþjónninn var færður í aðalskrifstofu (tölvumiðstöð) og línuhraði aukinn í 10 Mbit/s sem samsvar- ar Ethernet hraða. Samtengingin fór yfir ATM tilraunanet Landssímans og var Ethernetið brúað yfir ATM skv. RFC 1483 forskrift. Tæknin sem slík hefur staðið fyrir sínu og finnst enginn munur á vinnslu á útibúinu og í aðalmiðstöð. Um- ferðarmælingar eru gerðar með SNMP söfnun úr endabeini og sýna gröfin hversu gusukennd svona staðarnetsumferð er. Samkvæmt 5 mínútna meðaltölum sém mynd 1 sýnir hér að neðan geta 5 mín. toppar farið 1,1 mbit/s. Ef skoðaðir yrðu toppar yfir smærra meðaltalstímabil myndi landslagið sýna enn mjórri og hærri Tölvumáí 35

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.