Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 25
Skilmálar í hugbúnaöi Hvert vilt þú láta okkur teyma þig í dag? Ágúst Ulfar Sigurðsson Þegar ég setti diskinn í drif tölvunnar kom á skjáinn gluggi með skilmálum sem mér finnast svo fáránlegir að ég fæ ekki orða bundist Eitt sinn var land nokkurt þar sem smjör draup af hverju strái og vel- megun slík að á öllum heimilum var einkatölva af nýjustu gerð auk annarra stöðutákna. Tölvurnar þurftu að vera öfl- ugar og voru eigendur þeirra sífellt að endurnýja þær. Ekki hafði tíðkast að greidd væru gjöld fyrir hugbúnaðinn á tölvunum, enda var hann fyrst og fremst notaður sem stöðutákn og það heyrði til undantekninga ef nokkur kunni að nota hann að gagni. Ekki höfðu fundist skýr- ingar á hinni miklu velmegun og töldu sumir hagfræðingar að meginorsök hennar væri einmitt fólgin í sparnaðinum af því að engar greiðslur voru greiddar til er- lendu hugbúnaðarrisanna ólíkt því sem tíðkaðist í öðrum löndum. Stærstur allra tölvunotenda í landinu nefndist Ríkið. Átti það margar skrifstofur þar sem starfaði margt fólk við að stjórna öðru fólki, semja lög, framfylgja lögum, leggja á skatta og ráðstafa skattfénu til að uppfylla loforð sem æðstu stjórnendur landsins gáfu þegnum sínum fjórða hvert ár. Á öllum skrifstofum Ríkisins voru not- aðar tölvur af ótal gerðum og hafði að sjálfsögðu ekki verið greitt fyrir hugbúnað á þær fremur en aðrar tölvur. Smám saman rann upp fyrir fólkinu að dagar hinna frjálsu afritana voru liðnir. Landið lá undir ásökunum Alþjóðaréttlæt- isstofnunarinnar og Ríkinu þótti tími til kominn að hreinsa mannorð sitt og þegna sinna. Samkomulag var því gert við Al- þjóðasamtök Hugbúnaðanétthafa, AHA um að skrásetja skyldi allan hugbúnað á tölvum landsmanna svo hægt væri að senda eigendum tölvanna gíróseðla til að innheimta afnotagjöld vegna hugbúnaðar- ins. Viðhengisblað á gíróseðlinum bar yf- irskriftina „Aflausnarvottorð vegna fjöl- földunar hugbúnaðar" og fékk það gildi um leið og gjaldkeri hafði stimplað í við- komandi reit. Á hverju ári skyldi endur- taka leikinn og gera svonefnt hugbúnaðar- tal (sbr. manntal) og senda gíróseðla fyrir öllum nýjum útgáfum forritanna, en allir vissu að flest forritin voru með þeim ósköpum gerð að úreldast á hverju ári og a.m.k. missa gildi sem stöðutákn. Þar sem aðeins var um að ræða fram- kvæmd á samningi og ekki lögbrot heyrði málið ekki undir Dóms- og kirkjumála- stofu þótt aflausnir væru sérsvið hennar. Endurskoðunarstofa Ríkisins var fengin til að framkvæma hugbúnaðartal á tölvum Ríkisins, en Skattmannsstofa hjá öðrum þegnum landsins. Skyldi það gert á hinu sívinsæla árlega skattaframtali lands- manna og allir skyldaðir til að telja fram tölvuhugbúnað á sérstöku eyðublaði að viðlögðu drengskaparheiti. Öllum heimil- um landsins var jafnframt sent leiðbein- ingarit um notkun LFNINSTALL forritsins og DEL-skipunarinnar og þeir sem þess óskuðu skriflega gátu fengið sérritið REGEDIT gegn loforði um að geyma það þannig að óvitar og börn næðu ekki til. Vegna þess að Lögreglustofunni hafði verið ýtt til hliðar í málinu með tilkomu aflausnarbréfsins var henni falið að sjá um fælandi og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ólöglegri afritun og hugbúnaðarstuldi. Forvarnadeildir hennar klæddust MS bol- um (MjólkurSalan) og buðu veiklunduð- um tölvueigendum geisladiska með ólög- lega afrituðum hugbúnaði til sölu á gjafa- verði, fyrsti diskurinn ókeypis, o.s.frv. en viðtaka og frekari dreifing á ólöglegum diskum leiddi að sjálfsögðu til tafarlausrar handtöku og ákæru. ... grínsögu lýkur, raunveruleikinn hefst hér... Grínsagan var kannski ekkert fyndin, en hún spannst í huga mér fyrir skömmu þeg- ar ég fékk í pósti geisladisk frá Microsoft og uppgötvaði skilmálana sem ég þarf að samþykkja áður en ég má skoða innihald hans. Diskurinn er merktur sem ítargögn frá ráðstefnu sem vinnuveitandi rninn sendi mig á og voru engir skilmálar fyrir innritun og þátttöku aðrir en að greiða uppsett gjald. Þegar ég setti diskinn í drif tölvunnar kom á skjáinn gluggi með skilmálum sem mér finnast svo fáránlegir að ég fæ ekki Tölvumól 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.