Tölvumál - 01.07.1999, Side 18

Tölvumál - 01.07.1999, Side 18
Linux og Windows Sífelt fleiri forrit eru að verða til fyrir Linux og þessa daganna kepp- ast vélbúnaðarfram- leiðendur um að til- kynna um Linux sfuðn- ing fyrir sína vöru. Linux er hægt að nálgast án endur- gjalds og býður upp á frábæra sveigjan- leika. Stöðugleiki, af- köst og mikið öryggi eru mikilvægir kostir. Þegar einstaklingur sem aldrei hefur komið nálægt tölvuvinnslu er spurður um hvort að hann vilji nota Windows um- hverfið á ensku eða K-skjáborðið sem er á íslensku, er valið trúlega í flestum tilfell- um íslenska umhverfið. Ef viðkomandi einstaklingur er búinn að vinna með Windows yrði valið trúlega erfiðara. Ef K- skjáborðinu fylgja öll tól og forrit sem einstaklingurinn þarf að nota verður valið eflaust Linux. Ef einstaklingurinn þarf að keyra forrit sem ekki keyrir á Linux - eitt- hvað forrit frá Microsoft, er hann ennþá bundinn við Microsoft stýrikerfin. Ef um takmarkaða notkun á Windows forritum er að ræða getur viðkomandi eflaust leyft sér að keyra Linux með Windows hermi. Hægt er að kaupa mjög góðan Windows hermi fyrir Linux en einnig hægt að fá slakari hermi endurgjaldslaust. Umtalaður einstaklingur hefur hins veg- ar ekki valið. Flestum nýjum PC tölvum fylgir Microsoft stýrikerfi. Sífellt fleiri framleiðendur eru byrjaðir að selja PC tölvur með Linux stýrikerfinu. Sala á Lin- ux stýrikerfinu hefur verið að aukast um 25% á hverju ári á meðan að salan á Microsoft stýrikerfunum hefur aukist um 10% á ári. Linux með K-skjáborði hefur mun fleiri tól og tæki en bert Microsoft stýrikerfi. Flestir þurfa hins vegar meira og vilja t.d. nota Word og Excel úr Microsoft Office pakkanum. Það eru til forrit á Linux sem eru að fullu samhæf þessum forritum. Til dæmis er pakki sem heitir StarOffice frá Stardivision í Þýskalandi. StarOffice og Microsoft Office geta notað sama skráar- formið, en vinnuumhverfið er alls ekki það sama. Einstaklingar hafa því ennþá til- hneigingu til að nota Microsoft hugbúnað- inn. Stóri munurinn á þessum pökkum er að fyrir Microsoft Office þarf að greiða fúlgu fjár, en StarOffice má einstaklingur nota án endurgjalds. Sífellt fleiri forrit eru að verða til fyrir Linux og þessa daganna keppast vélbún- aðarframleiðendur um að tilkynna um Linux stuðning fyrir sína vöru. Notenda- viðmót K-skjáborðsins er stöðugt að batna en ennþá eru nokkur smáatriði óleyst sem gera Microsoft viðmótið þægilegra í notk- un. Fyrir þá sem unnu með Word Perfect á sínum tíma eru gleðifréttir að útgáfa átta er til fyrir Linux. í flestum fyrirtækjum í dag eru einhver forrit sem ætlast er til að keyri á hverri vinnustöð. Flest fyrirtæki hafa sitt upplýs- ingakerfi. Ef upplýsingakerfið keyrir ekki á Linux, þá er erfitt að réttlæta Linux stýrikerfi á vinnustöðvar. í mínu fyrirtæki keyrum við Fjölni sem bókhaldskerfi. Fjölni get ég keyrt bæði á NT og Linux. Við notum Exchange og Outlook fyrir tölvupóst, samskipti og sem sameiginlegt upplýsingakerfi. Outlook, eins og önnur Microsoft kerfi keyra ekki á Linux. Við sjáum um rekstur á mörgum tölvum; þjónum og vinnustöðvum. Þjón- arnir keyra HP Unix, Windows NT og Linux. Við erum með hátt í 20 Linux tölv- ur í okkar umsjón. Vegna þessa þá hef ég tvær tölvur á borðinu hjá mér. Keyri Windows NT á annarri og Linux með K- skjáborði á hinni. Eg er með einn skjá, eitt lyklaborð og eina mús. Svo nota ég skipti til að velja á hvora tölvuna ég er að vinna hverju sinni. Windows umhverfið þekkja flestir og eiga því auðveldara með að vinna með NT en Linux. Styrkur Microsoft NT stýrikerf- isins liggur fyrst og fremst í úrvali hug- búnaðar. Ymsar þjónustur sem Microsoft hefur hannað og sent frá sér hafa eingöngu verið gerðar fyrir NT stýrikerfið. NT stýri- kerfið er mjög algengt svo að flest fyrir- tæki sem senda frá sér miðlara og önnur forrit gera þau fyrir NT stýrikerfið. Þetta gerir NT miðlara mjög mikilvægan í rekstri flestra fyrirtækja Styrkur Linux liggur í netkerfis- og net- þjónurn. Vegna þessa er Linux mest notað fyrir netstýringu, skráar-, prentara-, vef-, og póstþjóna, sem Internet leiðstjórar og sem þróunarumhverfi. Linux er hægt að nálgast án endurgjalds og býður upp á frábæra sveigjanleika. Stöðugleiki, afköst og mikið öryggi eru mikilvægir kostir. Að auki er auðvelt að nota Linux í blönduðum netkerfum þar sem að nær allir samskiptastaðlar eru fyrir hendi. Með tilkomu K-skjáborðsins á ís- lensku verður Linux mun aðgengilegra fyrir allan almenning og vissulega er framtíðin björt og væntingarnar miklar. Gunnar Þór Gestsson er kerfisstjóri Elements hf. 18 lölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.