Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 7
Linux
Það er engin miðstýr-
ing á þróun Linux
kjarnans og fólk ein-
faldlega gerir þær
breytingar sem það
þarfnast.
Annað sem vantar tengist einnig skráa-
kerfinu. SGI hefur fengið mikil viðskipti
út á eiginleikann að ráða við video og
þetta hefur verið mögulegt með viðbótum
við Unix fyrir diska IO. Á venjulegu Unix
er notað það sem kallast skyndiminni. Við
vissar aðstæður eins og við videovinnslu
er ekki þess virði að afrita hluta mynd-
vinnslunnar í skyndiminnið svo það sem
er gert er að vinna myndefnið beint í for-
ritaminnið svo að disk-stýrivélbúnaðurinn
beinir gögnunum rakleitt á forritið án
þess að stýrikerfið konti mikið við sögu.
Þessum eiginleika verður bætt við í Linux
2.3.
Hvernig verða svo þessi mál leyst?
Extended 3 (Ext3FS) er stöðulýsing á fyr-
irliggjandi Linux skráakerfið og mun
spretta upp úr fyrri vinnu. Það er vinna í
gangi í Þýskalandi við aðra aðferð sem
kallast DTFS sem er dagbókarskipað
skráakerfi og er afar gott ef nægilegt
minni er fyrir hendi og þá er hægt að
slökkva og kveikja á tölvunni og hún
heldur áfram að vinna. Annað sem er í
þróun er ReiserFS sem byggir á þeirri til-
trú að í stað þess að gagnagrunnur eigi að
hvíla ofan á skráakerfinu þá eigi skráa-
kerfið að hvíla ofan á gagnagrunninum
þannig að þetta er skráakerfi sem byggir á
gagnagrunnstækni og mun hafa eiginleika
til vinnsluskráningar. Það er um það bil ár
í framantalið.
Ingo Molnar, sem er Ungverji, er að
vinna að rökrænni rýmdarumsjón og Ted
Tso hefur skrifað tól sem leyfir að breyta
stærðunum og er nú í boði sem hluti af
hugbúnaði sem heitir Partition Magic en
verður fáanlegur ókeypis eftir um það bil
hálft ár.
Verið er að vinna að 64 bita skráakerfi í
Finnlandi og á nokkrum öðrum stöðum í
heiminum.
Til lengri tíma litið
Þegar til lengri tíma litið er áhugi á klösun
og byggir það á því að PC vélbúnaður er
rnjög ódýr og í stað þess að nota eina stóra
móðurtölvu væru kannski samtengdar 200
Linux tölvur með mjög hröðu neti. Þetta
er mjög hagkvæmt fyrir tilteknar lausnir.
Orðið klösun hefur yfirleitt þá merkingu
að þegar ein tölvan bilar þá halda aðrar
tölvur í kerfinu áfram og þjónustan flyst á
þær sem er í gangi. VMS sýrikerfið gekk
mikið út á þetta og Digital Unix býður
upp á svipað. Þannig væri hægt að byggja
gallaþolið kerfi.
Linux þróunarlíkanið
Þróunarlíkan Linux er mjög frábrugðið
því sem viðgengst í hefðbundnum við-
skiptalfkönum. Dæmi sem má tiltaka er
ferli hjá 3Com, þar sem markaðsvara var
þróuð, markaðsfólkið tók vöruna og seldi
hana sem eitthvað allt annað og bað síðan
um að það væri útfært í vöruna. Linux er
ekki svona því þróunin er næni eingöngu
drifin áfram af notendum. Það er ekkert
fyrirtæki sem segir „ef við hefðum þennan
eiginleika gætum við selt hann fjölda
manns sem ekki þarf á honum að halda“.
Þeir sem reka þróunina áfram eru sem
dæmi notandi sem vildi bæta sjónvarps-
korti við Linux tölvu sína og leitar uppi
tæknilýsingar. Þannig að þetta endurspegl-
ar hvað fólk vill gera. Það eru einnig
dæmi um þróun sem er drifin áfram af fyr-
irtækjum. Sagt er sem svo að Linux sé
ódýrt en að það þurfi að bæta einhverju
við stýrikerfið og einhverjum á íslandi er
falið verkið og óþarfi að tala við einhvern
[hjá Microsoft]. Það er engin miðstýring á
þróun Linux kjarnans og fólk einfaldlega
gerir þær breytingar sem það þarfnast.
Stýringin er á því sem bætist við kjarnann
sem fer í almenna dreifingu en það eru
tækni- og gæðamál. Ef einhver vill bæta
við rekli fyrir tiltekinn vélbúnað er það í
góðu lagi þó ekki sé vandað til verksins
því lausnin bætist að líkindum aldrei við
kjarnann sem fer í almenna dreifingu. Ef
lausninni er á hinn bóginn ætlað að fara í
almenna kjarna verða gæðakröfur meiri
og hún verður að vera fyrirferðalítil og
nýtin.
Linux hefur tilhneigingu til að taka við
einfaldri og ítarlega skjalfestri tækni. Ef
litið er til þróunar Linux sést að tæki og
samskiptareglur sem eru einfaldar eiga á
skömmum tíma greiða leið í Linux. Ef
samskiptareglur eru flóknar hefur Linux
tilhneigingu til að vera á eftir og gott
dæmi um þetta er USB þar sem útlistunin
er 600 síður og það er við þannig aðstæður
þar sem Linux er á eftir.
Annar stórmunur er að gamlir reklar
deyja ekki því svo fremi sem einhverjum
lölvumál
7