Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 33
AtvinnujDróun Tölvur og prentiðnaðurinn Hjörtur Guðnason Það má segja að þessi bylting hafi skollið á okkur með tilkomu Macintosh-vél- arinnar fyrir u.þ.b. 20 arum. Gæðum og útliti prentverks hrakaði mjög um tíma þegar allskonar áhugafólk fór að brjóta um texta og myndir af mikilli vankunnáttu. Blaðamenn eru t.d. smátt og smátt farnir að seilast inn á svið umbrotsmannsins og Ijósmyndarar sömu- leiðis með stafrænum myndavélum og frek- ari vinnslu á myndum sínum í tölvum. Við sem vinnum í prentiðnaðinum teljum að fáar aðrar hefðbundnar iðngreinar hafi tekið þvílíkum breytingum sem prentiðnaðurinn vegna innreiðar tölvunnar á þann vettvang. Það má segja að þessi bylting hafi skollið á okkur með tilkomu Macintosh- vélarinnar fyrir u.þ.b. 20 árum. Tölvur höfðu komið inn í iðnaðinn fyrr en það voru mjög sérhæfðar setningartölvur sem eingöngu gátu sett upp texta. Þegar Makk- inn kemur svo með skjáborðsum- brot(„Desk Top Publishing“) verða mikil umskipti í þessum iðnaði. A einni nóttu gerist það að umbrot á prentverki, sem áður fór fram í höndum umbrotsmanns á (ljósa)borði þar sem hann vann með texta sem búið var að framkalla á pappír og síð- an vaxbera, færðist yfir á tölvuskjáinn með öllum þeim tæknibreilum sent tölvan býður upp á. Iðngrein, sem hét og heitir reyndar ennþá skeyting, var allt í einu komin að fótum fram. Vinnsla á myndum, sem hafði farið þannig fram að myndin var sett í risastóra myndavél og færð þannig yfir á filmu, var þess í stað sett í skanna sem tók við af „rebbunum" en það voru þessar myndavélar kallaðar eftir teg- undarheiti flestra þeirra, „Repromaster". Á tölvuskjánum var hægt að brjóta um bæði texta og myndir, setja inn strik og ramma af öllum gerðum og grunnar runnu inn á skjáinn eins og töfrasprota væri veif- að. Þar að auki gat umbrotsmaðurinn séð prentverkið í lit á skjánum og gat þar af leiðandi gert sér betur í hugarlund hvernig prentverkið myndi líta út. Þessi bylting átti eftir að hafa ýmis áhrif á prentiðnað- inn og voru þær ekki allar til bóta. Prent- kaupandinn sá sér allt í einu leik á borði að vinna sjálfur forvinnsluna fyrir prent- verkið. Flestir gleymdu þó einu mikil- vægu atriði sem er kunnátta fagfólksins. Gæðum og útliti prentverks hrakaði mjög um tíma þegar allskonar áhugafólk fór að brjóta um texta og myndir af mikilli van- kunnáttu. Kröfur prentkaupandans um út- lit fóru allt í einu neðst á gæðakvarðann vegna þess að hann var að vinna verkið sjálfur og hafði svo gaman af því. Fræg eru fonta- og lita-„fyllirí“ ásamt ofnotkun ramma og allskonar grunna. Oft gerðist það að eitthvað sem einhver var búinn að hanna á skjánum var ónýtt vegna ýmis- legra tæknilegra galla og notkunar rangra forrita, fengu þessir tölvuvinir nafnið „riddarar skjáborðsins“. Þetta er reyndar enn þann dag í dag vandamál með aukinni tölvueign landans. Flestir prentkaupendur áttuðu sig smátt og smátt á því að betra var að láta fagfólk hanna og vinna prentverkið ef t.d. auglýs- ing eða bæklingur átti að hafa tilætluð áhrif. Svo voru sjálfsagt einhverjir sem fengu einfaldlega leið á umbrotinu þegar mesta nýjabrumið var horfið. Smátt og smátt jafnaði prentiðnaðurinn sig á þessu og starfsfólk hans náði betri tökum á þess- ari nýju tækni. Margir skeytingamenn fluttu sig frá ljósaborðinu að tölvuskján- um og smátt og smátt hefur þessi stétt ver- ið að þurrkast út. Störf þeirra og grafískra hönnuða, sem þá hétu auglýsingateiknar- ar, fóru að skarast. Það átti svo eftir að gerast með fleiri stéttir í upplýsingaiðnað- inum. Blaðamenn eru t.d. smátt og smátt farnir að seilast inn á svið umbrotsmanns- ins og ljósmyndarar sömuleiðis með staf- rænum myndavélum og frekari vinnslu á myndum sínum í tölvum. Menn í prentiðnaði sáu fljótlega að á einhvern hátt þurfti að bregðast við þess- ari tölvuinnrás í iðngreinina með aukinni og bættri menntun starfsfólksins. Þess vegna var Prenttæknistofnun komið á fót af félagi bókagerðarmanna og Samtökum iðnaðarins 1991. Starfssvið hennar var að sjá til þess að starfsfólk í prentiðnaði gæti lært þessa nýju tækni og sí- og endur- menntað sig af krafti. Hér var ekki bara spurning urn þörf heldur bráða nauðsyn. Prenttæknistofnun hefur starfað af krafti allt frá stofnun. Helst er þar urn að ræða námskeiðahald í tölvuvinnslu. Aðsókn að námskeiðum Tölvuskóla Prenttæknistofn- unar hefur verið mjög góð allt frá upphafi og kemur þar hvort tveggja til bráð nauð- syn og að til alls námskeiðahalds hefur Tölvumái 33

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.