Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 34
Atvinnuþróun
Þrátt fyrir harðnandi
samkeppni frá afþrey-
ingariðnaðinum er
ekki að sjá að vin-
sældir prentverks hafi
minnkað. Prent- og út-
gáfuiðnaðurinn er ein-
faldlega að breytast
með nýrri tækni og
harðnandi sam-
keppni.
verið sérstaklega vandað. Það má segja að
annar stig þessarar byltingar hafi orðið
fyrir u.þ.b. 5 árum með stafrænni vinnslu,
þ.e. stafræn skönnun, stafræn ljósmyndun,
stafræn plötugerð og stafræn prentun. All-
ar þessar nýjungar hafa komið mjög fljótt
inn í hinn íslenska prentiðnað og er óhætt
að segja að hann sé að fullu samkeppnis-
fær við það besta erlendis. Öll þessi
tækniþróun hefur að sjálfsögðu verið
kostnaðarsöm fyrir íslenskan prentiðnað
en um leið gert hann að sérlega spennandi
starfsvettvangi. Þrátt fyrir harðnandi sam-
keppni frá afþreyingariðnaðinum er ekki
að sjá að vinsældir prentverks hafi minnk-
að. Prent- og útgáfuiðnaðurinn er einfald-
lega að breytast með nýrri tækni og harðn-
andi samkeppni. Vönduð vinnubrögð og
fjölbreytni munu sjá til þess að vegur
prentverksins fer ekki dvínandi á komandi
árum. Það má segja að prentiðnaðurinn
hafi sprungið út á undanförnum árum og
fjölbreytni hans orðið gífurleg. Ekki má
gleyma að í hinum grafíska iðnaði er ekki
bara fengist við prentverk heldur hafa
Netið og margmiðlun með öllum sínum
þáttum einnig orðið viðfangsefni hans í sí-
auknum mæli. Þess má geta að síðastliðið
haust setti Prenttæknistofnun á laggirnar
Margmiðlunarskóla. Þar fer fram ítarlegt
nám í öllu sem margmiðlun tengist og
læra nemendur þar að flétta saman texta,
myndir og hljóð. Fyrstu nemendur þessa
skóla útskrifast í vor og verður spennandi
að sjá hvaða framtíð þeir eiga sér á nýrri
(tækni)öld.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Prenttæknistofnunar og
skólast/óri Margmiðlunarskólans.
34
Tölvumál