Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 26
Skilmálar í hugbúnaði Islenska ríkið hefur sett af stað átak til að útrýma ólöglega afrit- uðum hugbúnaði á eigin tölvum. Það er gott mál. En þegar Microsoft kvittar fyrir sig með trakteringum eins og þessum notk- unarskilmálum þá fer ég að efast um að allir aðilar séu á réttri leið Ég styð þá viðleitni, en hvet alla hlutaðeig- andi til að hemja mál- ræpu lögfræðing- anna þegar kemur að íslensku notkunarskil- málunum og orða skil- málana þannig að venjulegt fólk geti les- ið þá og skilið og samþykkt af heilum hug. látum ekki bjóða okkur svona rugl lengur orða bundist. Sjá mynd. Ekki er textinn einungis langur og algjört torf, heldur fel- ast í honum fullyrðingar sem ég trúi ekki að séu réttar, ýmis atriði sem alls ekki eiga við og loks er í honum alllangur kafli á frönsku þótt hann sé að mestu leyti á ensku. Heildarlengdin er 2159 orð eða 3 þéttprentaðar A4 síður. Læt ég afrit af textanum fylgja, en það er í valdi ritstjóra hvort hann birtir hann í heild sinni eða hlífir lesendum við ósköpunum. Ef ég vil vera viss um að setja hvorki mig né vinnuveitanda minn í kostnaðar- samar skuldbindingar vegna þessa disks verð ég að kaupa faglegt álit lögfræðinga og aðstoð löggiltra skjalaþýðenda, bæði fyrir enska og franska tungu því að sumt í skilmálunum skil ég ekki og annað sem ég skil get ég ekki samþykkt út á eigin sam- visku. Islenska ríkið hefur sett af stað átak til að útrýma ólöglega afrituðum hugbúnaði á eigin tölvum. Það er gott mál. En þegar Microsoft kvittar fyrir sig með traktering- um eins og þessum notkunarskilmálum þá fer ég að efast um að allir aðilar séu á réttri leið. Vellíðanin sem fylgir því að feta hinn þrönga stíg réttvísinnar og breyta heiðarlega hverfur gjörsamlega fyrir óbragðinu sem fylgir því að samþykkja ósköpin og smella á „Yes“ -takkann. Til- finningin er lík því að skrifa nafn sitt á óútfyllt víxilblað. Vel er við hæfi að rifja upp þjóðsöguna um fund sendimanna IBM við Gary heitinn Kildall, aðaleiganda og forsvarsmann fyrirtækis- ins Digital Research. IBM vildi semja um að fá CP/M stýrikerfið á PC-tölvuna, sem þá var nýhönnuð og al- gjört iðnaðarleyndamál. Eft- ir að hafa lesið áðurnefnda notkunarskilmála get ég vel gert mér í hugarlund hvernig gubbubragð Gary Kildall hefur fengið í munninn við lestur á þagnareiðs- og við- ræðuskilmálum IBM, en sendimönnunum var óheim- ilt að bera upp erindið eða nefna PC tölvuna á nafn nema plöggin hefðu verið undirrituð. Ekki hefur hann þá gert sér grein fyrir því hve afdrifaríka ákvörðun hann tók þegar hann neitaði að skrifa und- ir lögfræðibullið og Microsoft fékk næsta leik á borði IBM. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar hafa gert samkomulag við Microsoft um ís- lenskun á Windows gegn því að hreinsa til í eigin ranni og gerast heiðarlegir í sam- skiptum við rétthafa hugbúnaðar. Eg styð þá viðleitni, en hvet alla hlutaðeigandi til að hemja málræpu lögfræðinganna þegar kemur að íslensku notkunarskilmálunum og orða skilmálana þannig að venjulegt fólk geti lesið þá og skilið og samþykkt af heilum hug. Látum ekki bjóða okkur svona rugl lengur. Það er einmitt svar mitt við slagorði sem Microsoft notar oft: Where do you want to go today? PS Grínsögukaflinn er algjör uppspuni. Ef eitthvað kemur fram í honum sem líkist raunveruleikanum, pirrar einhvern eða það flögrar að einhverjum að hann sé til- efni til lögsóknar, skaðabótakröfu eða annarrar kúgunar gagnvart mér og vinum mínum þá skal tekið fram að slíkt er algjör tilviljun og ekki með vilja gert. Ágúst Ulfar Sigurðsson er deildarstjóri við hugbúnaðargerð Seðlabanka Islands :rosoft BizApps 99 ToolKit License Agreement Please read ihe following liceme agreement. Piess the PA6E DOWN key to see the lest of the agreement. MlCROSOFT BUSINESS APPLICATIONS CONFERENCE TOOLKIT END-USER LICENSE AGREEMENT FOR MICROSOFT SOFTWARE ~ IMPORTANT-READ CAREFULLY: This End-Usei License Agieement ("EUIA") fe a legal agieement between yon (eithei an individýal oi a single entity) and Miciosoít — Coiporation. its suppliers and third party content providers for the software producí identified above, which includes computer software and may include associated media, printed materials, and “online" or electronic documentation (“SOFTWARE PRODÚCT"), Any soítware provided along with the SOFTWARE PRODUCT that is associated wKh a separate end-user license agreement is licensed toyou under the terms of that lieerne agreement. By installing, copying, dovinloading, accessing, or otherwise using the SOFTWARE PRODUCT, you agree to be bound by the lerms of this EULA. If you do not agree to the teims of this EULA, do not install or use the SOFTWARE PRODUCT SOFTWARE PRODUCT LICENSE The SOFTWARE PRODUCT is protected by copyright laws and internalional copyright treaties, as well as other inteliectual property laws and treaties. The SQFTWARE PRODUCT is licensed, not sold. 1. GRANT OF LICENSE. The SOFTWARE PRODUCT is comprisedof various components, all of which aie licensed as follows: Use and Copy. You may install and use one copy of the SOFTWARE PRODUCT in conjunction with validly licensed copies of Miciosoft operating systems products (e. g., Wmdows® 95; Windows® 98; Windows N T ®) on a single computei. The primary user of the computer on which the SOFTWARE PRODUCT is installed may make a second copy for his or hei exclusive use on a portable Doyouacceptallof Ihetermsof the precedingLicenseAgieement?lfyouchooseNo, the Microsoft BizApps 99 ToolKit will close. To run the Microsoft BizApps 99 ToolKit. you rnust accept this agreement. 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.