Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 36
Tölvufjarskipti Reynslan hefur einnig sýnt að netstjóri getur stjórnað allt að 7 sinnum meira gagna- magni séu gögnin miðlæg miðað við umsjón dreifðra gagna A/leð Frame Relay má skilgreina trygga lág- marksbandvídd og hámarksgusuband- vídd sem þó er ein- ungis til reiðu sé bandvídd í netinu til reiðu. toppa. Ályktunin er sú að ekki dugi minna en 2 Mbit/s hámarksflutningsgeta á víð- netinu fyrir þessa skrifstofu. Það má jafn- vel álykta sem svo að 10 Mbit/s gusugeta sé það sem þarf og með aukinni getu út- stöðva verður þörf fyrir góðri gusugetu enn meiri. Notkun margmiðlunar ýmis konar svo sem videoefnis hef auk þess ekki enn verið komið í atvinnuþágu í um- ræddu fyrirtæki. Staðreyndir sem draga má út úr þessari umferð eru • meðalumferð á daginn er 250kb/s • Gusugeta nets sé a.m.k. 1100 kb/s og helst ekki minni en 2000 kb/s • Hlulfall inn/út umferðar = 12,7 (óssy- metrískt) Þjónusta sem hentar Æskilegt væri fyrir fyrirtækið sem á þetta útibú að geta keypt meðalumferð 250kb/s með áðurnefnda gusugetu. Sveigjanlega bandvídd sem þessa gætu fjarskiptafyrir- tæki sem byggja umhverfi sitt á ATM tækni auðveldlega boðið upp á. í ATM orðabókinni heitir flutningsþjónusta sem býður upp á gusukennda getu en tryggir jafnframt ákveðinn meðalbitahraða VBR sem er skammstöfun á Variable Bit Rate. Eðli gagnaflutninga í dag eru eins og myndin sýnir, þ.e. háar gusur með meðal- bandvídd stærðargráðu minni en toppgusugeta. Þær tengingar sem fyrir- tækjum bjóðast í dag gera engan veginn ráð fyrir þessari staðreynd þar sem gert er ráð fyrir fastri bandvídd og gjaldi óháð notkun. Nú á þessu ári hyllur undir breyt- ingar í þessa veru. Bæði Landssíminn h.f. og Islandssími h.f. boða nýjar háhraða- tengiþjónustur er byggja á áðurnefndri ATM tækni. í byrjun hyggjast fyrirtækin að bjóða uppá upp á Frame Relay sem býður að nokkru leiti uppá þá getu sem gagnaflutningar í dæminu að ofan krefjast. Með Frame Relay má skilgreina trygga lágmarksbandvídd og hámarksgusuband- vídd sem þó er einungis til reiðu sé band- vídd í netinu til reiðu. Onnur hagræðing af nútíma fjarskipta- tækni Önnur hagnýting háhraðafjarskipta eins og Frame Relay og ATM er fækkun tengi- punkta hjá fyrirtækjum. I núverandi um- hverfi eru gjarnan tvær línur á hvert útibú þar sem önnur er fyrir gagnasamskipti og hin fyrir samtengingu símstöðva. Fyrir 5 útibú eru því hér um að ræða 10 línur. Þar að auki eru gjarnan tengingar frá tölvu- miðstöð til internetsheildsala, samtals 11 línur. Með nýtingu ofangreindrar tækni má fækka þessum línum allt frá því að vera 6 niðrí 1 línu í tölvumiðstöð. Einfald- aður strúktúr skilar sér alltaf í lægri og ör- uggari rekstrarkostnaði. Hér verða nokkr- ar leiðir nefndar. Gagnasendingar ó Frame Relay I stað fimm aðgangspunkta í tölvumiðstöð fyrir gangasendingar er einn stór aðgangs- punktur fyrir öll útibúin. Hér fækkar lín- um um 4 í okkar dæmi og vegna tölfræði- legra eiginleika gagnasamskipta má heild- arbandbreidd aðgangspunkts vera minni en samanlögð bandbreidd eldri tenginga, það kallast að yfirbóka. Ef unnt er einnig að tengjast Internetveitu um sama að- gangspunkt með Frame Relay þá má leggja eina línu í viðbót niður og línum hefir fækkað um 5. Sama sparnaði mætti einnig ná um ATM aðgangspunkt. Flug- leiðir hafa tengt skrifstofur erlendis með þessum hætti í um fjögur ár. 36 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.