Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 19
Netrekstur Netkæfa - varnir gegn ruslpósti á Internetinu Björn Davíðsson Það er hægt að senda frá sér, án mik- illar fyrirhafnar, millj- ónir tölvupósta þar sem ákveðin þjónusta eða vara er kynnt með því að senda blint á stór söfn net- fanga Þannig er fyrirhöfninni og kostnaðinum velt yfir á aðra og minni hæfta á að netþjón- usfa sendandans verði vör við uppá- tækið Eftir því sem Internetið verður að- gengilegra fyrir almenning um all- an heim, sjá æ fleiri sér hag í því að nýta sér það. Ekki er þó öll notkun þess til fyrirmyndar og þess fleiri sem hafa að- gang að netinu, þess meir lfkist það þver- skurði af þjóðfélögum heimsins. Einnig dekkri hliðunum. Þeir sem telja sig „ráða Internetinu“ (þ.e. kerfisstjórar) ef svo má taka til orða, hafa þó reynt að stemma stigu við notkun sem þeir af sinni óþrjót- andi visku telja óæskilega. Ein tegund af þessarri óæskilegu notkun er það sem í daglegu tali er kaliað ruslpóstur og flestar netþjónustur banna dreifingu ruslpósts, nánar tiltekið „óumbeðinn fjöldapóst", á netum sínum, en eins og gengur er áhugi og geta við að framfylgja þessu misjöfn. Ruslpóstur er jaíhan nefndur Sparn í netheinrum, en nafnið er tilkomið frá nafni kjötbúðings nokkurs, senr spaugað var með í mynd Monty Python gengisins þar sem uppistaðan í öllunr réttum veitinga- húss nokkurs var Spam. Ef við snörum þessu síðan á íslensku, þá má nota orðið kæfa, eða netkœfa yfir fyrirbrigðið, orð sem lýsir nokkuð bókstaflega meginein- kenni svona sendinga. Því að nú komum við að því hver er helsta ástæða fyrir því að kerfisstjórum og netumsjónarmönnum er svona illa við netkæfuna. Það er hægt að senda frá sér, án mikillar fyrirhafnar, milljónir tölvupósta þar sem ákveðin þjónusta eða vara er kynnt með því að senda blint á stór söfn netfanga. Enn minni fyrirhöfn felst í því að senda nokkur þúsund netföng og eitt bréf á póstmiðlara sem dreifir síðan skeytinu á öll netföngin. Þannig er nokkrum tugum eða jafnvel hundurðum póstmiðlara sent eitt eintak hverjum og á stuttum tíma er sendandinn búinn að losa sig við gífurlegan fjölda sendinga „ókeypis". En - í fyrsta lagi er ekkert ókeypis. Þó að sendandinn hafi losað sig við mikinn fjölda póstsendinga á stuttum tíma, þá valda svona sendingar miklu álagi á póst- þjóna og netsambönd, ekki síst vegna þess að þegar sent er blint, þ.e. án þess að þekkja nokkuð til móttakenda, er ávallt töluvert um að netföng séu ógild eða röng og er slíkur póstur þá endursendur skv. stöðlum Internetsins. Þar sem sendandinn hefur engan áhuga á því að fá póst sem ekki er hægt að afhenda endursendan er netfang sendanda jafnan falsað og eykur þetta enn á álagið sem af þessu stafar. Síð- an er að sjálfsögðu gremja móttakenda sem fá óumbeðið alls konar gylliboð sem gagnast að öllu jöfnu aldrei. Þó svona sendingar séu bannaðar að öllu jöfnu, þá er freistingin í þessa „ókeypis“ kynningu oft svo mikil að margir láta til leiðast. Þar sem viðkomandi gerir sér jafnan grein fyrir því að verið er að brjóta notkunarreglur, er oft reynt að dylja hvernig bréfið var sent inn á Netið og nrjög algengt er að notuð sé aðferðin sem lýst er hér að ofan, þ.e. að losa sig (og netþjónustu sendandans) við að korna bréfum á áfangastað, með því að nýta sér opna póstmiðlara „úti í bæ“ sem geta í raun verið hvar sem er í heiminum. Þannig er fyrirhöfninni og kostnaðinum velt yfir á aðra og minni hætta á að net- þjónusta sendandans verði vör við uppá- tækið. Þeir sem eiga þessa opnu póstmiðlara lenda núorðið í töluverðunr vanda vegna þessarra óvelkomnu sendinga. I fyrsta lagi verða póstmiðlarar og netsanrbönd við- komandi fyrir miklu en tímabundnu álagi, og þar sem treyst er á aðkeypta þjónustu er jafnvel enginn senr tekur eftir misnotk- uninni. Hinsvegai' hefur færst í aukana að netþjónustur eru farnar að setja upp sjálf- virkar varnir gegn svona sendingum, varn- ir sem felast m.a. í því að skrá nrisnotkun og hafna tengingunr frá póstmiðlurum sem áframsenda netkæfu. Nokkur slík skráningarkerfi eru í gangi og er það þekktasta miðlægt kerfi sem nefnist lolvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.