Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 21
2000 vandinn Lagaleg hlið 2000 vandans Guðjón Rúnarsson Hverjir bera ábyrgð á tjóni ef bilun verður í tölvukerfum um alda- mótin vegna 2000 vanhæfni Röskun á starfsemi getur víða komið fram Islenskur réttur er því nánast ómótaður á þessu sviði Það er meginregla í íslenskum rétti að samningar skuli standa Ljóst er að oft er um töluverðan kostnað að ræða fyrir fyrirtæki við að gera tölvukerfi sín 2000 held. Danir reikna t.d. með að meira en 80% danskra fyrirtækja þurfi að reiða fram yfir eina milljón íslenskra króna í þeim til- gangi. Þá má búast við að í sumum tilvik- um geti hlotist verulegt fjárhagslegt tjón af rekstrarstöðvun eða óhöppum sem kunna að koma upp í fyrirtækjum vegna 2000 vanhæfni tölvukerfa eða iðntölva um næstu áramót. í allri umfjöllun um 2000 vandann hef- ur aukinni athygli verið beint að lagalegri hlið málsins, þ.e. hverjir bera ábyrgð á tjóni ef bilun verður í tölvukerfum um aldamótin vegna 2000 vanhæfni eða á þeim kostnaði sem fyrirtæki þurfa að leg- gja í til að gera tölvukerfi sín 2000 sam- hæf. Verslunarráð Islands hefur haft ákveðna forgöngu á að vekja athygli á þessum þætti málsins hér á landi. Hvaða búnaður og hverjir eru hugsan- legir tjónþolar? Röskun á starfsemi getur víða komið fram. Þannig kann að koma fram röskun í tækjum með innbyggðri tölvustýringu eða ýmis konar vél - og hugbúnaði. Um getur verið að ræða hrun á tölvukerfum, svo sem bókhalds-, fjarskipta- eða öryggis- kerfum, og allt niður í það að vídeótæki fyrirtækisins hætti að geta tekið upp eftir næstu áramót. Það getur skipt miklu að greina á milli þess búnaðar sem um er að ræða, þegar metið er hvaða réttarúrræði standa til boða. Afleiðingar bilunar sem rót á að rekja til 2000 vanhæfni geta bæði komið fram í rekstri fyrirtækisins sjálfs, t.d. þar sem framleiðsla stöðvast, og einnig hjá þriðja aðila. Þannig getur viðskiptavinur fram- leiðslufyrirtækis orðið fyrir tjóni af því að fá ekki umsamdar vörur á tilætluðum tíma og einnig er hugsanlegt að alveg ótengdur aðili verði fyrir tjóni. Réttarstaðan Margar réttarheimildir koma til álita í ís- lenskum rétti þegar horft er til þess hverjir beri ábyrgð. Koma þar bæði til greina sett lög sem og meginreglur laga. Afar fá dómsmál hafa fallið hér á landi þar sem reynt hefur á möguleg réttarúrræði vegna þess að tölvukerfi hefur ekki virkað sem skyldi eða að bilun hefur orðið. íslenskur réttur er því nánast ómótaður á þessu sviði. Það fyrsta sem horfa ber til þegar deilt er um hver beri ábyrgð á því að keypt tæki eða tölvubúnaður sé ekki 2000 heldur er sá samningur sem gerður var um kaupin. Það er meginregla í íslenskum rétti að samningar skuli standa. Reglan er þó ekki án undantekninga. Þannig er hugsanlegt að fá ógiltan samning ef samningsaðili er fundinn sekur um svik, ef forsendur fyrir samningunum teljast verulega brostnar eða samningsskilmálar metnir svo ósann- gjarnir að þeir verði ekki efndir sam- kvæmt efni sínu. Vænta má að samninga- lögin verði sá lagagrundvöllur sem mest muni reyna á varðandi ábyrgð í tengslum við 2000 vandann. Einnig má vera að heimilt sé að krefjast skaðabóta á grund- velli almennu skaðabótareglunnar, þ.e. ef viðsemjandi telst af ásetningi eða gáleysi valdur að því tjóni sem verður. Slík bóta- skylda getur stofnast bæði innan og utan samninga. I fyrra tilvikinu á einungis kaupandi rétt á bótum á grundvelli kaup- samningsins, en í því síðara getur einnig utanaðkomandi aðili sem verður fyrir tjóni krafist bóta. Hugsanlegt er að seljandur hafi sérstaklega undanþegið sig ábyrgð á 2000 vanhæfni í samningi. Slík ábyrgðar- leysisákvæði ber ávallt að túlka þröngt. Þau verða þannig að hafa komið skýrt fram í samningnum. Einhliða yfirlýsing um ábyrgðarleysi síðar yrði vart metin gild. Samkvæmt kaupalögum getur kaupandi krafist bóta fyrir tjón sem verður af galla í hinu keypta. Lögin taka þó eingöngu til kaupa á lausafé. Tæki með innbyggðri tölvustýringu falla tvímælalaust þar undir. Hins vegar er óljóst að hve miklu leyti lögin gilda um tölvubúnað og tölvukerfi folvumál 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.