Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 11
Linux
Þetta var grundvöllur-
inn, sem Linus Tor-
valds finnskur tölvun-
arfræðinemi byggði
á, þegar hann hóf að
skrifa Linux klarnann
árið 1991. Þá var
Linus 22 ára og
stundaði nám við há-
skólann í Helsinki
til að byrja með var hann ekki POSIX
samhæfður, svo það var ekki auðvelt að
flytja GNU forrit á Minix. Þetta takmark-
aði mjög notagildi Minix. Einnig var
Minix dreift á þann hátt að Tannenbaum
fékk Prentice Hall útgáfufyrirtækinu
einkarétt til dreifingar á Minix. Minix er
því ekki frjáls hugbúnaður.
Tannenbaum var einnig tregur til að
breyta Minix og hafnaði flestum tillögum
annarra um endurbætur, sérstaklega var
hann tregur til að gera Minix kjarnann
POSIX samhæfðan, hann vildi halda
Minix stýrikerfinu einföldu vegna þess að
Minix var fyrst of fremst hugsað til
kennslu. Á þessum árum var hægt að
fylgjast með umræðum um Minix á
Usenet fréttavefnum comp.os.minix.
Minix var notað við kennslu við fjölmarga
háskóla, en margur háskólaneminn hafði
ekki efni á að kaupa Minix til eigin nota.
Nú er Minix kjarninn orðinn POSIX
samhæfður, en Minix stýrikerfið hefur
sennilega litla útbreiðslu í dag.
Upp rís Linux
Þetta var grundvöllurinn, sem Linus Tor-
valds finnskur tölvunarfræðinemi byggði
á, þegar hann hóf að skrifa Linux kjarnann
árið 1991. Þá var Linus 22 ára og stundaði
nám við háskólann í Helsinki. Linus not-
aði Minix við nám sitt og þegar hann eign-
aðist i386 tölvu byrjaði hann að skrifa for-
rit, sem keyrði í vernduðum ham (e. prot-
ected mode) á 386 örgjörvanum. Það
reyndist flóknara en ætla mætti við fyrstu
sýn. Þegar honunr tókst að fá örgjörvann
til að keyra í vernduðum ham þá bjó hann
til einfalt forrit, sem keyrði tvo „processa“
til skiptis og prentaði út „AAA“ og
„BBB“ eftir því hvor var í gangi. Forritið
var skrifað í Minix og þýtt þar, en síðan
keyrt upp og prófað á 386 tölvunni.
Þetta varð síðar að fyrsta vísinum að
Linux stýrikerfinu. Linus setti sér það
markmið að skrifa „a better Minix than
Minix“. Linus studdist við bókina „Design
of the Unix Operating System“ eftir
Marice J. Bach, en í henni er að finna ná-
kvæma lýsingu á uppbyggingu UNIX
stýrikerfisins, einnig má lesa það af frétta-
vefnum comp.os.minix frá þessum tírna
að hann var að leita eftir POSIX stöðlun-
urn. Næst skrifaði hann rekla fyrir harðan
disk og lítið skráakerfi og nú var kominn
vísir að UNIX samhæfðu stýrikerfi.
Um þetta leyti, í ágúst 1991, tilkynnti
Linus þetta framtak sitt á comp.os.minix
og veitti aðgang að kóðanum á ftp.funet.fi.
Linus dreifði Linux kjarnanum sem frjáls-
um hugbúnaði, sem allir máttu nota og
breyta, en bannaði sölu á hugbúnaði sem
notaði eða byggði á einhvern hátt á Linux
kóðanum.
Nú fóru hjólin að snúast hratt og með
útgáfu 0.12 í janúar 1992 var komið not-
hæft stýrikerfi, að mestu POSIX samhæft
og keyrði flestöll GNU forritin. Linus
hafði nú breytt leyfinu og notar nú GNU
General Public Licence (GPL), en heldur
sjálfur höfundarrétti á kjarnanum. Aðrir
forritarar sem hafa komið að þessu verki
hafa sama hátt á, halda höfundarrétti á sín-
um hluta en dreifa hugbúnaðinum með
GNU GPL leyfinu. Þetta hefur í för með
sér að það er enginn einn sem „á“ réttinn
og ekki er hægt að kaupa hann, jafnvel þó
að viðkomandi kaupandi hafi yfir að ráða
ómældu fjármagni.
Linux kjarninn er skrifaður þannig að
hann er heildstæður kjarni (e. monolithic),
sem gerir hann hraðvirkan og skilvirkan,
hann var í fyrstu skrifaður fyrir i386 ör-
gjörvann, var hann fljótlega fluttur yfir á
Alpha örgjörvann og síðan aðrar tegundir
örgjörva. Linux kjarninn er skrifaður án
þess að nota nokkurn kóða frá UNIX eða
Minix. Eins og Linus segir sjálfur „Linux
er nýtt stýrikerfi".
Velgengni Linux má þakka framsýni
Linus Torvalds, að dreifa kjarnanum með
GNU GPL leyfi og fá í lið með sér stóran
Tölvumál
11