Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 30
Tungutækni Skýrsla um tungutækni Rögnvaldur Ólafsson og Eiríkur Rögnvaldsson Islenska er virk þjóð- tunga sem notuð er í öllum samskiptum og viðskiptum þjóðar- innar S Avegum menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, hefur í vetur starfað nefnd til að kanna stöðu og möguleika tungutækni á íslandi. Tungutækni fjallar um notkun tungunnar, íslenskunnar, í tölvum og hugbúnaði, og er þar átt við allt frá forritum sem leiðrétta stafsetningu til talgervla og talgreiningar. Nefndina skipuðu dr. Rögnvaldur Olafsson eðlisfræðingur og dósent við Há- skóla íslands (rol@hi.is), Eiríkur Rögn- valdsson, prófessor í íslensku við Háskóla íslands (eirikur@hi.is) og Þorgeir Sig- urðsson, rafmagnsverkfræðingur og ís- lenskufræðingur, starfsmaður Staðlaráðs Islands (thorgeir@stri.is). Nefndin skilaði skýrslu sinni til menntamálaráðherra í lok febrúar, og hef- ur hún nú verið gefin út á prenti. Eintök má fá hjá menntamálaráðuneytinu. Hún er einnig aðgengileg á vefsíðum mennta- málaráðuneytisins http://brunn- ur.stjr.is/interpro/mrn/mrn.nsf/pages/upp- lysingar-utgefid Helstu niðurstöður nefndarinnar Almennt þarf að nota altækar lausnir í stað sértækra Hópurinn álítur að stöðu tungutækni hafi hrakað hér á landi síðan upplýsinga- tækniöld hófst hér fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú hefur hins vegar verið samið við Microsoft um að þýða stýrikerf- ið Windows á íslensku. Hópurinn álítur að næsta skref ætti að vera að búa til tól til þess að leiðrétta ritað íslenskt mál og að því verki ætti að hraða. Hann vill vara við því að grunnurinn er ótraustari en margir kunna að álíta að óathuguðu máli og því er hér er mikið verk óunnið. Vegna fámennis er markaður hér lítill og því skipta aðgerð- ir og skilningur stjórnvalda meiru hér á landi en í öðrum löndum. Hópurinn bendir á að þótt fáir tali ís- lensku þá sé íslenska virk þjóðtunga sem notuð er í öllum samskiptum og viðskipt- um þjóðarinnar. Þýðing hennar er því mun meiri en tungumála sem fleiri nota, en eru aukatungur þjóða, eða tungur þjóðflokka sem eru minnihlutahópar í stærri þjóðfé- lögum. Þá er íslensk upplýsingatækni vel þróuð miðað við það sem gerist á öðrum málsvæðum. Hér eru tleiri tölvur á hvern íbúa en í flestum löndum og fleiri tenging- ar við Netið en víðast hvar. Því skiptir meiru fyrir íslensku að ráða við upplýs- ingatækni en ætla mætti af fjölda íslend- inga. Hópurinn reyndi að gera sér grein fyrir hvar vandinn væri mestur og að hverju Is- lendingar ættu að einbeita sér. Sum vanda- mál tungutækninnar munu væntanlega leysast sjálfkrafa vegna öflugri tækni og breyttrar stefnu framleiðanda gagnvart er- lendum mörkuðum, en önnur verða ís- lendingar að leysa sjálfir. Hér skiptir höf- uðmáli að reyna að tryggja að á öllum sviðum sé tekið tillit til íslenskrar tungu og sérkenna hennar strax við framleiðslu búnaðar. Einnig þarf að ganga hart fram í að koma íslensku inn í alþjóðlega staðla. Almennt þarf að nota altækar lausnir í stað sértækra. Þetta er eina stefnan sem getur tryggt að íslenska sé nothæf í upplýsinga- tækni í framtíðinni. Sérlausnir eru dýrar, þær hafa stuttan endingartíma og eru mjög erfiðar og mannfrekar í viðhaldi og þeim ætti ekki að beita nema í brýnustu neyð. Sem stendur er markaður fyrir tungu- tækni á Islandi ekki nægilega stór til þess að hann geti staðið undir þeirri þróunar- vinnu sem þarf til þess að tryggja stöðu ís- lenskrar tungu í upplýsingasamfélaginu. Þetta er skýrt frekar í skýrslunni. Ekki er víst að þannig þurfi þetta að vera til fram- búðar. Islendingar hafa hingað til greitt fyrir sína íslensku ef svo iná segja, útgáfa er mikil af bókum og blöðum og þjóðin greiðir fyrir það efni hærra verð vegna þess að efnið er á íslensku og markaðurinn er lítill. A sama hátt mun þjóðin væntan- lega smátt og smátt greiða þann kostnað sem hlýst af því að íslenska upplýsinga- tæknina. Nefndinni virðist sarnt sem áður að átak þurfi að gera til þess að koma tungutækn- inni á fæturna og það verði ekki gert án stuðnings hins opinbera. Nefndin álítur að slíkt átak muni borga sig til lengri tíma lit- ið. Markmiðið með átakinu ætti að vera að 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.