Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 16
Linux og Windows
Hvenær Linux og hvenær Microsoft Windows
Gunnar Þór Gestsson
Prófanir hafa sýnt að
tinux miðtari afkastar
almennt meira en NT
miðlari á sama vél-
búnaði. Það er ekki
þar með sagt að
alltaf eigi að velja Lin■
ux miðlara
S
Iþessari grein kem ég til með að bera
saman Linux og Microsoft NT.
Ástæðan fyrir því að ég vel Windows
NT til samanburðar er sú að Windows 95
og Windows 98 lít ég fyrst og fremst á það
PC umhverfi sem þarf á leikjatölvu.
Þegar verið er að velja stýrikerfi þarf að
vera ljóst hvaða verkefni tölvan á að fást
við. Er um að ræða venjulega vinnustöð,
miðlara eða tölvu sem á að sameina báða
eiginleikana? Á venjulegri heimilistölvu
sem þarf að geta keyrt hina ýmsu leiki er
æskilegt að keyra Windows 95 eða
Windows 98. Ef hins vegar einhver á
heimilinu vill nota tölvuna í viðkvæmari
verkefni, eins og t.d. bókhald, er æskilegt
að hafa einnig Windows NT á tölvunni og
setja hana þá þannig upp að NT hlutinn sé
varinn og ekki aðgengilegur úr Windows
95 eða Windows 98 umhverfinu. í sumum
tilfellum hentar að hafa Linux umhverfi á
heimilistölvunni, en oftast nær er þá um
að ræða tölvu fyrir einn einstakling sem
vanur er Unix umhverfi og vill helst
hvergi annarsstaðar vera. Að sjálfsögðu er
hægt að setja tölvuna upp þannig að hægt
sé að velja á milli allra þessara stýrikerfa
við ræsingu.
Á netkerfi í fyrirtækjum í dag eru bæði
miðlarar og vinnustöðvar. Þegar verið er
að velja stýrikerfi á PC tölvur inn í fyrir-
tæki ætti valið, í flestum tilfellum, að vera
á milli Linux og Windows NT. Við þetta
val þarf að hafa í huga hvaða hugbúnað
viðkomandi PC tölva skal keyra.
Ýmsar leiðir eru til að samtvinna þessi
umhverfi. Til dæmis er hægt að keyra X-
miðlara á NT tölvu og ná þannig hlut af
gluggaumhverfinu frá Linux tölvu á stað-
arnetinu. (Gluggaumhverfið í Linux og
öðrum Unix kerfum er kallað X-umhverfi
eða bara X, á meðan að gluggaumhverfið í
NT er einfaldlega kallað Windows.) Svo
er hægt að keyra DOS hermi og Windows
hermi á Linux tölvu. Enn ein leið er að
keyra Windows NT miðlara sem miðlar
NT umhverfinu yfir á X umhverfið þannig
að það sé aðgengilegt öllum Unix tölvum.
Prófanir hafa sýnt að Linux miðlari af-
kastar almennt meira en NT miðlari á
sama vélbúnaði. Það er ekki þar með sagt
að alltaf eigi að velja Linux miðlara. Um-
sjónarmaður þarf að stýra og fylgjast með
miðlaranum. Þá skiptir máli hvort að um-
sjónarmaðurinn er tengdur staðarnetinu, í
sama húsi eða hvort hann eru í öðrum
landshluta. Ef þú stendur fyrir framan
skjáinn á NT miðlara er yfirleitt mjög ein-
falt að stilla hann til eftir þínum þörfum
þar sem nánast allar stillingar fara fram í
gluggaumhverfi. Ef þú ert hins vegar ekki
fyrir framan skjáinn er ekki eins auðvelt
að stilla og fylgjast með miðlaranum. I
sumum tilfellum er hægt að nota vefandlit
til að stilla miðlarann. í mörgum tilfellum
eru notaðar lausnir eins og
pcANYWHERE til þess að fá aðgang að
miðlaranum frá annari vinnustöð.
pcANYWHERE gerir notandanum kleyft
að kalla fram skjámyndina á miðlaranum í
glugga á eigin vinnustöð. Meðan að
glugginn er virkur hefur notandinn full-
komna stjórn á lyklaborði og mús á miðl-
aranum og getur því stillt hann eftir þörf-
um og jafnvel endurræst miðlarann ef þess
gerist þörf.
Ef miðlarinn keyrir Linux er utanum-
haldið allt annað. Hægt er að hafa
gluggaumhverfi keyrandi á Linux miðlar-
anum, en í flestum tilfellum er það óþarfi.
Stillingar á miðlaranum eru nánast allar í
textaskrám sem umsjónarmaðurinn getur
breytt í Telnet aðgangi. Hægt er að ná Tel-
net aðgangi inn á Linux miðlara frá öllum
tölvum sem tengdar eru víðnetinu. Telnet
er einungis flutningur á stöfum en ekki
myndum svo að slrkt samband er mun
hraðvirkara en pcANYWHERE samband.
Umsjónarmaðurinn hefur fullkomna stjórn
á Linux miðlaranum í gegnum Telnet sam-
band og getur stöðvað eða ræst þjónustur
eftir þörfum. Ef viðkomandi er með X
keyrandi á sinni vinnustöð getur hann
kallað á X-glugga frá Linux miðlaranum. í
X-glugga er komið myndrænt andlit á
Linux miðlarann.
Fyrir þann sem þekkir bæði Linux og
NT hefur Linux nokkra kosti umfram NT.
16
Tölvumál