Tölvumál - 01.02.2000, Page 10
Myntkort
KLINK -
Kjartan Jóhannesson
/Vleð vorinu taka ör-
gjörvar að vera á
nýjum eða endurnýj-
uðum debetkortum,
sem koma úr kort-
sláttu Reiknistofu
bankanna
Ofannefnd Debetkort
með örgjörva og
Klink-forritslausninni,
eru svokölluð reikn-
ingstengd myntkort
myntkort banka og sparisjóða
s
slenskir bankar og sparisjóðir hafa
ákveðið að taka upp myntkortakerfi að
þýskri fyrirmynd. Stuðst er við þýskan
staðal Geldkarte 3.0 fyrir kort, hleðslutæki
og afgreiðslutæki.
Orgjörvi á kortið
Með vorinu taka örgjörvar að vera á nýj-
um eða endumýjuðum debetkortum, sem
koma úr kortsláttu Reiknistofu bankanna.
Kort með slíkan örgjörva hafa verið nefnd
smartkort eða snjallkort, enda komið
nokkurt vit í kortið, sem segja má að sé í
raun lítil tölva, sem býður upp á mjög víð-
tæka notkun og möguleika á ýmsum svið-
um.
Að hafa svona örgjörva á plastkortum er
orðið býsna algengt og nægir að nefna
svokölluð SIM-kort í GSM-símum sem
dæmi um það.
Örgjörvinn, sem verður á debetkortun-
um er með 16K vinnsluminni og á honum
verða forsniðnar ákveðnar forritslausnir
og skráaruppbygging þegar kortin koma
úr kortsláttunni.
Klink
Myntkortalausnin sem verður á kortinu
hefur fengið nafnið Klink. I áhugaverðri
skýrslu sem Seðlabanki Islands gaf út í
september 1996 er slík lausn kölluð raf-
eyrir. Ég leyfi mér að vitna í þá skýrslu og
er fyrirbærinu lýst á eftirfarandi hátt:
„Greiðslukortafyrirtækin hafa því ákveðið
eftir áralangar rannsóknir að gefa út nýja
gerð greiðslukorta sem hafa innbyggðan
örgjörva. í þeim verður innbyggt minnis-
spjald með flóknum öryggisbúnaði ásamt
upplýsingum um korthafa og útgefenda
korts sem talið er ógerlegt að falsa. Af
þessum örgjörvakortum hafa síðan sprott-
ið svonefnd rafeyriskort þar sem ígildi
peninga, rafeyri, er hlaðið í kortin fyrir
milligöngu fjármálstofnunar."
Hleðsla
Fljótlega í framhaldi af útgáfu fyrstu kort-
anna verður hægt að hlaða Klink kortin
með rafeyri í mönnuðum og ómönnuðum
hleðslutækjum í eigu íslenskra banka og
sparisjóða. Mönnuðu hleðslutækin verða í
gjaldkerastúkum og þar verður unnt að
hlaða kortin gegn greiðslu í reiðufé eða
með öðrum greiðsluformum. Þar er einnig
núllstilltur teljari sem telur tilraunir með
röngu pin-númeri og geymdur er í ör-
gjörvanum. Það þarf nefnilega að gefa upp
pin-númer þegar kortið er hlaðið í ómönn-
uðu hleðslutæki eins og hraðbanka. Franr
hafa komið hugmyndir um að geta hlaðið
Klink kortið í gegnum netlausnir bank-
anna á Internetinu, með svokölluðum
FIBCI-staðli en þegar þetta er ritað er ekki
ljóst hvort af verður.
Venjuleg hleðsla fer þannig fram að
Klink-korti er stungið í hleðslutæki. Eins
og fyrr segir þarf að slá inn pin-númer
(það sama og notað er við úttektir af
debetkortinu) og upphæð. Ef pin-númer er
rétt og innstæða fyrir hendi, þá fer fram
millifærsla af debetkortareikningnunr inn
á teljara örgjörvans og þar með getur kort-
hafinn farið að nota Klink við greiðslu á
ýmsu því sem hann notaði smámynt við
áður.
Handhafakort
Ofannefnd debetkort, með örgjörva og
Klink-forritslausninni, eru svokölluð
reikningstengd myntkort. Aformað er
einnig að gefa út óreikningstengd kort,
sem við kjósum að kalla handhafakort.
Þau eru hugsuð til dæmis handa börnum
og erlendum ferðamönnum sem að jafnaði
ganga ekki með debetkort upp á vasann.
Þegar hefur verið kynnt sanrbærileg Iausn
þar sem Smartkort hf. hafa hrint af stað
snjallkortakerfi í Kópavogi, þar sem börn
og unglingar greiða fyrir þjónustu í og við
skóla með snjallkorti. Veit ég fyrir víst að
margir foreldrar hugsa til þess með til-
hlökkun að geta hlaðið ígildi eins
skanrmts af Kókómjólkurmiðum á hand-
hafakort með Klink lausninni og þurfa
ekki að hafa frekari áhyggjur af snrápen-
ingunr né miðum.
Erlendir ferðamenn sem þekkja sam-
bærileg kerfi á heimaslóðum, munu einnig
10
Tölvumál