Tölvumál - 01.05.2002, Page 6

Tölvumál - 01.05.2002, Page 6
Skýrsla stjórnar í janúar var haldinn áhugaverður hádeg- isverðarfundur um vefteljara þar sem m.a. var fjallað um mikilvægi samræm- ingar á þessu sviði. I febrúar var haldinn fjölmennur hádeg- isverðarfundur um öryggismál. Þar sagði erlendur sérfræðingur m.a. frá BS7799 sem nú hefur verið þýddur á íslensku og tók gildi sem íslensku staðlarnir ÍST ISOAEC 17799-1 og ÍST BS 7799-2 þann 1. desember 2001 og hefur þegar haft um- talsverð áhrif á stjómun upplýsingaörygg- is hér á landi. Reglur um netnotkun voru á dagskrá þriðja hádegisverðarfundar ársins í byrjun mars. Þar skiptust tveir lögfræðingar, full- trúar atvinnulífsins og verkalýðssamtaka og stjórnandi tölvudeildar, m.a. á skoðun- um um það hver ætti tölvupóstinn. Þetta var fjölsóttur fundur og ég held að hann hafi haft umtalsverð áhrif á þá sem hann sátu. Fjórði atburður ársins, einnig haldinn í mars, var önnur ráðstefna félagsins um stýrikerfíð Linux og frjálsan hugbúnað. Við fengum tvo helstu gúrúa heimsins til liðs við okkur á þessari ráðstefnu en hana sóttu 283 og er þetta líklega fjölmennasta hefðbundna ráðstefna félagsins frá upp- hafi. Otakmörkuð bandbreidd var viðfangs- efni hádegisverðarfundar í apríl. Auk full- trúa Landssímans og Línu.Nets fengum við kunnan fjölmiðlamann til að varpa ljósi á þessi mál. I maí var haldin athyglisverð ráðstefna í samstarfi við ICEPRO um altækt tungu- mál viðskipta. Þar var einkum fjallað um hlutverk og mikilvægi XML í tengslum við rafræn samskipti og viðskipti fyrir- tækja. Það er vissulega athyglisvert hve mikilli fótfestu þessi tækni hefur náð. Sjöundi og síðasti atburður fyrri hluta ársins var haldinn í lok maí í samvinnu við Nýsköpunarsjóð og Utflutningsráð og fjallaði um útflutning á hugbúnaði. Þar var þekktur erlendur ráðgjafi lykilfyrirles- ari, en auk hans sögðu fimm íslenskir framkvæmdastjórar frá sinni reynslu og var m.a. áhugavert að heyra hve þolin- mæði og úthald skiptir miklu máli á þessu sviði. Fyrsti atburður haustsins var hádegis- verðarfundur um netþjónabú. Á fundin- um komu m.a. fram áhugaverðar upplýs- ingar um orkunotkun og uppbyggingu net- þjónabúa. Haustráðstefna félagsins, Rafræn framtíð, var mjög vegleg, tæplega heils dags ráðstefna sem iðnaðar- og viðskipta- ráðherra setti. Fyrirlesarar voru 12talsins, þar af tveir erlendir og boðið var upp á tvær samhliða fyrirlestralínur. Umfjöllun- arefnið var mjög fjölbreytt og snerist m.a. um rafrænar kosningar, rafræna stjórn- sýslu, framtíð sjónvarpsins og tilfinninga- greind, svo dæmi séu tekin. I lok september var haldinn hádegis- verðarfundur um notendaleyfamál Microsoft. Fyrirtækið hafði þá nýlega boðað breytta stefnu í þessum málum og var ljóst að ýmsir höfðu áhyggjur af hækkandi hugbúnaðarkostnaði samfara þessum breytingum. Léttbiðlarar (e. Thin Client) var heiti og umfjöllunarefni áhugaverðrar ráðstefnu á tæknilegum nótum sem var m.a. undir- búin af stjórnarmönnum í DECUS. Þama voru kynntar flestar léttbiðlaralausnir sem notaðar eru hér á landi og jafnframt var borin saman hefðbundin biðlara-miðlara- högun og léttbiðlarahögun út frá tækni, kostnaði og ýmsum huglægum þáttum. Tólfti og síðasti atburður ársins 2001 var svo hugbúnaðarráðstefna í lok nóvem- ber sem nefnd var Hugbúnaðarflóran. Þama kom fjölmargt nýtt fram, en það sem var þó e.t.v. athyglisverðast við þessa ráðstefnu var óvenju fjörugt pallborð, þar sem mönnum var svo heitt í hamsi að lá við handalögmálum, enda skiptust menn í tvær fylkingar, þ.e. annars vegar voru þeir sem stóðu með Microsoft og hins vegar þeir sem stóðu með öllum hinum. Af þessari upptalningu má sjá að boðið var upp á óvenju marga atburði á síðasta ári, enda var heildaraðsóknin nánast sú sama og á metárinu 2000. Tímaritið Tölvumál Könnun sem gerð var meðal félagsmanna fyrir nokkrum misserum sýndi að flestir lesa blaðið og líta á það sem mikilvægan þátt í starfsemi félagsins. Á síðasta ári kom blaðið út þrisvar sinnum, samtals 116 blaðsíður með 24 greinum. Þetta er nokk- ur fækkun frá árinu áður, en þá komu út 5 blöð með 37 greinum. Auglýsingatekjur Ó Tölvumái

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.