Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 3

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 3
Bókasafnið 6. ÁRG. 1982 1. TBL. Útgefendur: BókafuIItrúi ríkisins Bókavarðafélag íslands Félag bókasafnsfræðinga Ritstjóm: Helgi Magnússon Hrafn Harðarson Kristín H. Pétursdóttir Steingrímur Jónsson Heirnilisfang: Pósthólf 7050— 127 Reykjavík Setning, unibrot, filmuvinna og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Apríl 1982 Málefni almenningsbókasafna ber hœst af því efni, sem Bókasafnið fiytur að þessu sinni. Hér erfjallað um fortíð, n útíð og framtíð, rifjuð upp saga bókavarðasamtaka og safna. rakinn undirbúningurað setningu laga um almenningsbókasöfn og barátta fyrir bœttri löggjöf og auknum skilningi á giidi safna og ekki síst auknum skilningi á samrœmingu þeirra og samvirkni. Forsiðumyndþessa rits sýnir hinn mikla fjölda almenningsbókasafna á landinu, en þegar myndin erborin saman við tölur íyfirlitsskýrslu bóka- fulltrúa, sést að stór hluti þessara safna er aðeins nafnið tómt. í einstökum bœjar- og hreppsfélögum hafa orðið miklar framfarir á þessu sviði síðustu ár, og í mörgum til viðbótar eru söfnin nú að breytast úr útlánastöðvum fyrir afþreyingarbókmenntir í þœr mennta-, upp- lýsinga- og tómstundastofnanir, sem þau eiga að vera. Framtíð íslenskra almenningsbókasafna og skipuleg uppbygging er undir því komin, að okkur takist að skapa svipaðan grundvöll og frœnd- þjóðir okkar hafa gert og rœtl er ttm í grein Olavs Zakariassen: að tengja almenningsbókasöfnin í eitt samvirkt kerfi, sem aftur tengist öðrum teg- undum safna í landinu. Til þessa þarf breytta löggjöf, sem kveður á um stofnun landshlutasafna, sem geta gegnt því hlutverki að vera hornsteinar í safnakerfi. Hér er ekki verið að tala um að búa til ný söfn, heldur að efla hlutverk nokkurra þeirra, sem fyrir eru. Slík landshlutasöfn hefðu þann safnkost og þá sérfrœðiþekkingu innan sinna veggja, sem þarf til að veita smœrri almenningsbókasöfnum og skólasöfnum nauðsynlega ráðgjöf og stuðning. Skólasöfn geta ekki án góðra almenningsbókasafna verið, og eina von fámennra byggðarlaga til að halda uppi sómasamlegri bókasafnsþjónustu við íbúa sína, er að þau eigi greiðan aðgang að stœrri söfnum og ráðgjafarþjónustu þeirra. Grundvöllur fyrir framþróun er einnig bœtt starfsmenntun þeirra, sem starfa eiga í söfnunum, og inn I löggjöf þarf því að koma ákvœði um lágmarksstarfsmenntun. Nýlega kom út í Noregi stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um menn- ingarmál. Samkvœmt henni er bókaútgáfu og bókasöfnum œtlað mikið hlutverk í menningar- og frœðslumálum landsins. Lögð er áhersla á í skýrslunni, að brýnt sé að jafna aðstöðu manna í sambandi við öflun upplýsinga og rita. Landshlutasöfn (fylkisbókasöfn) eru i því sambandi lykilstofnanir, sem m.a. sjá um millisafnalán. í skýrslunni er rœtt um ný verkefni almenningsbókasafna, sem standi í beinu sambandi við ýmsar nýjungar í útgáfu og tœkni. „Miðlun bók- mennta mun eftir sem áður verða aðalverkefni bókasafnanna, en jafn- framt er áríðandi að önnur gögn verði sjálfsagðurþáttur íþjónustu þeirri, sem almenningsbókasöfn veita. Hér er átt við plötur, snœldur, grafík, o. fl. Á nœsta áratug mun videó (videóbönd og plötur) verða mikilvœg neysluvara. Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvœgi þess, að ábyrgur, opinber aðili taki að sérmiðlun góðra videódagskráa með menningar- og skemmtiefni, og telur sjálfsagt, að bókasöfnum verði gert kleift að sinna þessu hlutverki. “ Sveitarstjórnarkosningar standa nú fyrir dyrum. Er þess óskandi, að efling bókasafna verði á stefnuskrá þeirra, sem bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. í siðustu sveitarstjórnarkosningum gerðist það, að einn frambjóðandi (kona) hét vœntanlegum kjósendum sínum stuðningi við að koma á alvörubókasafni fyrir sveit sína. Þetta þótti mörgum drepfyndið. Vonandi hafa þó margir vaknað til skilnings á því síðan, hvað alvöru- bókasafn er, og hvað það geturgegnt mikilvœgu hlutverkifyrir umhverfi sitt. —khp 3

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.