Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 9
Bókafulltrúi. fjármálaráðherra, þá nýlega orðinn kandí- dat í íslenskum fræðum. Og ég hélt satt að segja eftir öllum reglum í íslenskri pólitík, að hann ætti að fá starfið. Það endar svo með því, þegar við konan höfðum talað saman, að þetta er ákveðið. Og þann 15. júní var ég settur bókafulltrúi og skipaður hálfum mánuði síðar. Svo keypti ég bíl, og konan mín og ég tókum bæði bílpróf. Við byrjuðum fljótlega á ferðalögum, og árið 1956 var ég 111 daga víðs vegar út um land. Ég ferðaðist alltaf árlega og lagði áherslu á að kynnast þeim mönnum, sem höfðu með lestrarfélögin og söfnin að gera. Og helst stofna til góðs kunningsskapar með þeim. Ég skrifaði embættisbréf, sem voru dálítið skrítin. Til dæmis skrifaði ég „kæri vinur“, og svo bað ég að heilsa konunni. Ég fékk svo aftur bréf, þar sem kannski var tekið vel undir að greiða eitthvað meira til safnsins og ég beðinn um að koma aftur og hafa konuna með mér. Svo fór ég að vinna að því, að það kæmust upp bókasafnshús. Það fyrsta kom í Stykkishólmi. Þar hafði Amtsbókasafn Vesturlands haft yfir sig hús, sem var orðið ónýtt, og varð að byggja alveg nýtt hús þar. Síðan voru byggð hús á Siglufirði og á Sel- fossi. Ég fékk styrk úr ríkissjóði til þessara hluta. Og sannleikurinn er sá, að í fyrsta skipti, sem þessum húsbyggingastyrkjum var úthlutað, þá fór ráðuneytið að mestu eftir pólitískri afstöðu. En ég skammaði ráðherrann og bað hann að færa rök að því, að tillögur mínar væru rangar. Hann gat það ekki, og eftir það var ekki hreyft nokkrum tölustaf í tillögum mínum þessu viðvíkj- andi. Ég sá, að það var ekki til neins að ætla mönnum í smá bókasöfnum út um land að flokka söfnin ítarlega, svo að ég samdi skrá, þar sem aðalflokkarnir voru, svo sem saga, landafræði, náttúrufræði, fagrar bók- menntir og svo framvegis, og lagði áherslu á, að þeir kæmust inn í að flokka þannig. Ég sendi mikið af svona gögnum og var sífellt að auka það. En þetta vildi ganga misjafn- lega, því það voru ólærðir bókaverðir alls staðar. Ég fékk alltaf skýrslur frá söfnunum og hélt síðan nákvæmt yfirlit um fjárhag safn- anna og útlán, og til dæmis sundurliðaði ég, hvað mikið var lánað eftir hvern höfund. Og ég man eftir því, þegar ég sendi ráðuneytinu svona skýrslu eitt sinn, að Birgir Thorlacius sagði við mig: „Ég held, að það hefði legið fyrir þér að verða hagfræðingur. Þú hefur svo ósköp gaman af tölum og skipulagn- ingu.“ Ég bjó til ný lagafrumvörp um bókasöfn til endurbóta á því, sem samþykkt hafði verið. Fyrsta frumvarpið var ekki lagt fyrir alþingi. Annað frumvarpið var lagt fram, og ég var kallaður á fund menntamálanefndar, þegar það var þar til meðferðar, en svo fór það ekki í gegn. Ég vildi hækka allt yfirleitt og breyta ýmsu. Viðvíkjandi stærri söfn- 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.