Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 6
strax ungur hugsað til Nóbelsverðlauna. Sett sér það mark. Mig minnir ekki betur en að ég heyrði það á honum, að hann ætlaði að minnsta kosti eins langt og honum yrði fært. Gunnar hafði þá orðið stórar tekjur af bókum sínum í Danmörku. Og ég man, að hann kom hingað til Reykjavikur snöggva ferð. Þá las hann upp úr bókum sínum í Góðtemplarahúsinu og ég hlustaði þar á hann. Eftir upplesturinn fer ég í humátt á eftir honum, og svo sé ég, að hann er að snúast niðri í bæ. Hann víkur sér að mér og segist þurfa að finna mann, sem hann rati ekki almennilega til. Hann sagði mér, hvar það væri í bænum og ég fylgdi honum þangað. Og á þeirri leið varð fyrsta samtal okkar Gunnars Gunnarssonar. Á ísafirði Safnið á ísafirði hafði fengið ókeypis eintak af öllu, sem prentað var í landinu. Auk þess hafði Vilmundur Jónsson gert ákaflega mikið af því að útvega gamlar bækur og fágætar til safnsins. Safnið var undir stjórn þriggja manna nefndar, sem bæjarstjórn kaus, en bókavörður hafði verið Haraldur Leósson, þá skólastjóri Unglingaskólans á ísafirði. Haraldur hafði skráð safnið skipu- lega og notið vjð það leiðsagnar Sigurgeirs Friðrikssonar, bókavarðar í Reykjavík. Og árið 1928 lánaði hann út 5500 bækur, sem var um það bil 2 bækur á hvern íbúa á ísa- firði. Ég fer vestur sumarið 1928, og þá verður Dað fullráðið, að ég verði bókavörður. Og )essi 2500 króna fjárveiting til safnsins á safirði í þessu skyni var síðan samþykkt á alþingi. Ég tók við safninu um áramótin 1928—29. Safnið var þá í nýju húsnæði, sem búið var að innrétta uppi á lofti í Pósthús- inu, sem er stærðar hús, áður verslunarhús Hinna sameinuðu íslensku verslana, sem þá voru komnar á hausinn. Það var opnaður 6 lestrarsalur, og útlán fóru fram á hverju kvöldi virka daga kl. 8—10, en á sunnudög- um kl. 4—7. Á ísafirði hafði gilt sú regla, að sjómenn á útilegubátunum máttu ekki fá bækur að láni úr safninu. Eitt það fyrsta, sem ég gerði, var að brjóta þessa reglu. Við það að lána sjó- mönnum jókst ákaflega mikið notkun safnsins og hafði þau áhrif, að fjölskyldur þessara manna og kunningjar fóru að sækja safnið meira en áður. Og lánin tvöfölduðust strax á fyrsta árinu, sem ég var þarna. Mér var sagt, að ég yrði að kenna til þess að geta lifað. Ég var kennari við Gagn- fræðaskólann og kenndi þar meðal annars íslenska bókmenntasögu, sem ég kenndi eingöngu í fyrirlestrum. Ég reyndi að sníða fræðsluna þannig, að hún vekti áhuga. Ég sagði brot úr ævisögu höfundanna og svo las ég eftir þá og miðaði efnið við það, að það væri ekki of þungt fyrir fólk á þessum aldri. Og það gafst mér ákaflega vel, og enn í dag þakka mér þessir nemendur mínir fyrir fyrirlestrana. Svo byrjaði ég á því að kenna notkun bókasafna efsta bekknum af þremur í Gagnfræðaskólanum. Ég tók nemendurna tvisvar í viku niður á safn og kenndi þeim fyrst, eftir hvaða aðalreglum safn væri flokkað. Þegar ég var búinn að kenna þeim það, skipaði ég þeim að finna bækur í safn- inu um ýmis efni. Þetta vakti svo ótrúlegan áhuga, að það fór langt fram úr því, sem ég hafði búist við. Og ég man, að það liðu ekki mörg ár þangað til, að útlánin voru orðin 11 bindi á hvern mann í bænum. Ég fékk blöðin á ísafirði til að birta ókeypis alltaf öðru hvoru skrá yfir helstu bækur, sem safnið fékk. Auk þess skrifaði ég um hríð vikulegar greinar um einhverja bók í Skutul, blað Alþýðuflokksins. Og þetta gerði mikið gagn. Eftir tvö ár á ísafirði bættu þeir í bæjar- stjórninni 150 krónum á mánuði við laun mín, án þess að ég bæði um það. Og í raun-

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.