Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 21
ÞÓRIR RAGNARSSON Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál YFIRLIT UM STARFSEMINA 1/8 1979 — 31/12 1981 Samstarfsnefnd um upplýsingamál kom fyrst saman 1. ágúst 1979. Arið 1979 hélt nefndin 5 fundi og árið 198010fundi. Fundur haldinn 15/12 1981 var 11. fundur ársins 1981 eða 26. fundur nefndarinnar frá upphafi. Hér á eftir fer yfirlit um helstu gjörðir nefndarinnar til þessa. Rétt er að taka fram að á fundum hafa verið rœdd fjölmörg mál, sem hér er ekki getið um, og eins eru ekki tínd til öll erindi sem nefndinni hafa borist erlendis frá. 1979 Samin verkefnaskrá. Nefndin kynnt viðeigandi stofnunum er- lendis, m.a. samsvarandi stofnunum á Norðurlöndum og Unesco. Seppo Vuorinen, finnskur sérfræðingur í tölvumálum, gerði nefndinni grein fyrir tölvuvinnslu rannsóknarbókasafna í Finn- landi. 1980 Samstarfsnefndin og bókafulltrúi ríkisins komu á fót skráningamefnd og flokkunar- nefnd. Menntamálaráðuneyti sent bréf þar sem bent er á nauðsyn þess að vel sé hirt um bækur og tímarit í stofnunum hins opinbera. Náttúrufræðistofnunin nefnd sem dæmi um stofnun þar sem nauðsyn er á bókaverði. Hlutast til um að haldnir séu samstarfs- fundir meðal bókavarða í sérfræðibóka- söfnum. Þrír slíkir fundir voru haldnir á ár- inu. Menntamálaráðuneyti sent bréf, ásamt með ýtarlegri greinargerð, þar sem farið er fram á fjárframlög vegna tölvuvinnslu og kynningarefnis. Var synjað. Nefndin felur einstaklingum eða vinnu- hópum að semja skýrslur um brýn verkefni í upplýsingamálum og hyggst hafa þær til hliðsjónar við tillögur sínar og ábendingar. Eftirfarandi verkefni voru ákveðin og er umsjónarmaður tilgreindur innan sviga: Notendafræðsla (Kristín Indriðadóttir). Tengsl við tölvuvædd upplýsingakerfi er- lendis (Jón Erlendsson). íslensk tilvísanarit (Einar Sigurðsson). Verkaskipting milli bókasafna eða stofn- ana um kaup á timaritum (Þórir Ragnars- son). Upplýsingamiðlun til iðnaðar (Ingjaldur Hannibalsson). Menntun starfsmanna við upplýsinga- miðlun (Sigrún Klara Hannesdóttir). Rit alþjóðlegra stofnana — forathugun (Halldór Þorsteinsson). 1981 Samþykkt að nefndin taki að sér söfnun tölulegra upplýsinga um íslensk rann- sóknarbókasöfn. Bréf og eyðublað vegna upplýsinga um árið 1980 sent hlutaðeigandi bókasöfnum. Samþykkt stefnumörkun í tölvuvinnslu íslenskra rannsóknarbókasafna. Skipuð tölvunefnd til eins árs. Kynningarbréf um þetta efni sent ýmsum aðilum. Tillögur tölvunefndar lagðar fram. Lands- bókasafn og Háskólabókasafn hafa haft þær til hliðsjónar við fjárhagsáætlun safnanna fyrir árið 1982. Nefndin tilnefnir Sigrúnu Klöru Hann- esdóttur til þess að sitja ráðstefnu í Odense 30.9.—2.10. um skráningu rannsókna í gangi. Fjalíað um aðild íslands að INIS (Inter- national Nuclear Information System) og Framhald á bls. 36 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.