Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 8
fái 1500 króna laun á mánuði og ferða- kostnað til þess að fara um landið og athuga, hvemig ástatt sé í bókasöfnum. Ég fór nokkuð víða, en þóttist ekki ná þeim árangri sem ég vildi. Þá samdi ég lista yfir 600 íslensk ritverk og einstakar bækur. Ég sendi hann öllum lestrarfélögum og bókasöfnum á landinu, og þau áttu bara að svara með já eða nei aftan við nafn verksins, hvort það væri til í safninu. Ég komst að því, að það var ótrúlega illa komið bókakost- inum hjá flestum söfnunum og sum stærstu söfnin voru alls ekki starfrækt. Ég skrifaði Bjarna skýrslu og sendi hon- um niðurstöðuna af könnun minni. Hann gerði svo boð fyrir mig að finna sig og sagði: „Er ástandið virkilega svona hábölvað í þessum efnum í landinu? Ég held, að maður verði bara að búa til lög um bókasöfn og kippa þessu eitthvað í lag.“ Og spurði, hvort ég væri ekki til í að vera formaður nefndar, sem semdi svona löggjöf. Jú, ég var nú til í það, og hann segir: „Þú mátt velja tvo menn með þér í nefndina, en þeir þurfa að vera annar úr Framsóknarflokknum og hinn úr Sjálfstæðisflokknum. Og annar að minnsta kosti geta talist fulltrúi sveitanna." Nú vissi ég, að Þorkell Jóhannesson, pró- fessor, hafði skrifað um söfn og kynnt sér söfn erlendis. Auk þess var hann Þing- eyingur og vissi, hvaða gagn Bókasafn Þingeyinga hafði gert. Ég vel hann þá sem Framsóknarmann en Helga Konráðsson, prest á Sauðárkróki, sem Sjálfstæðismann. Helgi hafði í Englandi kynnt sér söfn, auk þess sem hann hafði unnið mikið fyrir safnið á Sauðárkróki. Helgi kom svo suður og við hófumst handa um þetta í júlímánuði 1954. En Bjarni var nú aldeilis ekki á því, að nefndin lægi á þessu í nokkur ár, heldur sagði hann: „Þið verðið að vera búnir með þetta 1. september. Ég ætla mér að leggja þetta fyrir þingið, en áður þurfa þingmenn úr stjórn- arflokkunum að segja álit sitt um kostnað- 8 inn við þetta.“ Þegar við vorum komnir áfram í starfinu, kom það upp, að Þorkell var kosinn háskólarektor og fékk feikna- mikið að gera. Það féll því í minn hlut að semja greinargerð um frumvarpið en Helga að semja athugasemdir við hverja grein. Helgi var þá orðinn svo sjóndapur, að hann notaði einskonar kíki, en alltaf kom hann til mín suður í Kópavog á hverjum morgni klukkan 8. Og um miðjan ágúst vorum við búnir að ljúka verkinu. Frumvarpið fór síðan í hendurnar á tveim mönnum, öðrum úr Sjálfstæðisflokknum en hinum úr Framsóknarflokknum, og þeir lækkuðu öll gjöldin frá ríki, sýslum og sveitum. Og þá kallar Bjarni á mig og spyr: „Hvað á nú að gera? Eigum við að láta frumvarpið koma fram þrátt fyrir þetta eða eigum við að hætta við og bíða betri tíma?“ Ég sagði, að ef hann væri fáanlegur til þess, þá vildi ég, að frumvarpið yrði borið fram og gert að lögum. Og það var svo samþykkt í þinginu. Bókafulltrúi Starf bókafulltrúa ríkisins var auglýst vorið 1955. Þegar umsóknarfresturinn er að renna út, hringir Bjarni til mín suðureftir seinni- part dags og segir: „Þú hefur ekki sótt.“ „Nei, ég er búinn að koma mér fyrir hérna í Kópavogi við ritstörf og hænsnarækt, og ég get bara alls ekki tekið þetta að mér.“ „Ja, þú verður að gera það,“ segir hann, „annars verður ekkert úr þessum framkvæmdum, þó að lögin séu samþykkt. Það verður að vera maður, sem hefur áhuga og dugnað til að sinna því.“ Svo ég segi: „Ja, ég verð að minnsta kosti að tala við konuna mína fyrst.“ „Ja, þú verður að láta mig vita fyrir klukkan 8 í kvöld.“ Um starfið sótti meðal annarra norskur bókasafnsfræðingur, frú hér í bænum, sem vinnur eða hefur til skamms tíma unnið við bókasöfn hér. Og þama sótti líka Baldur Jónsson frá Mel, bróðir Magnúsar síðar

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.