Bókasafnið - 01.03.1982, Qupperneq 7

Bókasafnið - 01.03.1982, Qupperneq 7
inni fékk ég til safnsins það, sem ég þorði að biðja um. Safnið var svo vinsælt í bænum, að í bæjarstjórninni var ekkert skorið við nögl. Og ég man, að einn maður í bæjar- stjórn, Sigurður Guðmundsson, — faðir Jóns forstjóra Þjóðhagsstofnunar, — hann sagði við mig: „Ég er nú bindindismaður og góðtemplar, en ég held næstum því, að safnið vinni eins mikið að bindindismálum í bænum við útlán sín til sjómanna og að minnsta kosti ein af stúkunum, sem hér eru starfandi.“ Ég varð skólastjóri Kvöldskólans á ísa- firði um skeið, og varð þá að fá til aðstoðar mér ungan mann við útlánin. Það var Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, síðar rithöfundur og vitavörður. Og svo lenti ég meira og meira út í pólitíkina og var seinast farinn að launa Óskar Aðalstein af mínum eigin launum. Þegar ég fór frá ísafirði 1946 var safnið að fá nýtt pláss í Sundhallarbyggingunni, þar sem það er nú. Og mig minnir, að útlánin á mann væru komin yfir 20 bindi. Sem sagt, — ég hafði síður en svo að kvarta. Afskipti í Hafnarfirði Ég hafði svolítil afskipti af bókasafninu í Hafnarfirði.ÉgvarstaddursuðuríReykjavík 1938 og var að lesa prófarkir af Virkum dögum, 2. bindi. Þá kemur til mín Gunn- laugur Kristmundsson, sandgræðslustjóri, en hann var formaður bókasafnsnefndar- innar í Hafnarfirði. Hann segist vera búinn að frétta, hvað ég hafi gert af því að auka notkun bókasafnsins á ísafirði og segist hafa fengið lofað fundarhúsnæði í Hafnarfirði ókeypis. Og hann biður mig að flytja erindi um notkun bókasafna. Ég brást feginn við, og ég man, að ég talaði í hálfan annan tíma. Svo sagði mér Stefán Júlíusson, sem seinna varð bókavörður í Hafnarfirði og enn síðar bókafulltrúi, að hann og bróðir hans hefðu verið þarna á fyrirlestrinum, og þá hefði vaknað áhugi þeirra fyrir þessari starfssemi. Og þetta þótti mér náttúrulega mjög vænt um. Lög um bókasöfn Það voru sett lög um lestrarfélög í ráð- herratíð Haraldar Guðmundssonar árið 1937. Ég kynntist þeim ekki eða fram- kvæmd þeirra, fyrr en ég var orðinn bóka- fulltrúi. Það var Ingimar Jóhannesson á Fræðslumálaskrifstofunni, sem hafði með þetta að gera. Það voru heimtaðar skýrslur af lestrarfélögunum og þau fengu einhvern styrk. En stóru bókasöfnin voru ekki með í þessu, og sambandið milli safnanna og lestrarfélaganna var ekkert í þá tíð. Þegar ég er svo kominn til Reykjavíkur eftir seinni styrjöldina, þá vaknar áhugi minn fyrir lögum um bókasöfn. Ég hafði séð svo mikið af söfnum í vanhirðu. Ég vissi til dæmis, að Bókasafn Þingeyinga var hús- næðislaust í mörg ár og lokað niðri, og safnið á Patreksfirði var selt á uppboði eftir ákvörðun sýslunefndar. Og sem sagt, það var miklu verra ástand um þessar mundir heldur en áður fyrr. Ég man eftir því, að ég minntist á það við Gylfa Þ. Gíslason, sem þá var komin út í stjómmálin, að það þyrfti eiginlega að búa til lög um bókasöfn. En það varð aldrei neitt úr því, að við ynnum saman að því. Svo er það, að ég kynnist Guðmundi í. Guðmundssyni, bæjarfógeta í Hafnarfirði. Ég vann talsvert með honum á stjórnmála- fundum og fyrir kosningar í hans kjördæmi. Ég fer að tala við hann um þetta. Þá er Bjarni Benediktsson orðinn menntamála- ráðherra í samstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.OgsvosegirGuðmundur við mig: „Við Bjarni erum nú skólabræður og góðir kunningjar, og ég er til í að minnast á þennan áhuga þinn fyrir bókasöfnum við Bjarna.“ Svo er það einn dag, að til mín hringir Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, og segir, að Bjarni Benediktsson óski eftir því, að ég 7

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.