Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 13
KRISTÍN H. PÉTURSDÓTTIR Um Þjónustumiðstöð bókasafna Þjónustumiðstöð bókasafna var stofnuð í ágúst 1978 og opnuð sem fyrirtæki síðla vors 1979 að Hofsvallagötu 16 í Reykjavík. Rættist þá gamall draumur íslenskra bóka- varða. Þjónustumiðstöðin er sjálfseignar- stofnun Bókavarðafélags íslands og Félags bókasafnsfræðinga. Lengi vorum við búin að líta öfundar- augum til nágrannaþjóða okkar, Dana, Finna, Norðmanna og Svía, sem hafa í fjölda ára rekið öflugar þjónustumiðstöðvar með fjölbreyttri þjónustu fyrir allar tegundir bókasafna og teygt anga sína langt út fyrir Norðurlöndin. T.d. eru starfsmenn dönsku miðstöðvarinnar á stöðugum ferðalögum út um allan heim við að skipuleggja söfn, og „allar leiðir liggja til Rómar“, bókaverðir og arkitektar úr öllum heimsálfum leggja leið sína til Danmerkur til þess að kynna sér byggingar og búnað safna. Finnar og Svíar eru einnig framarlega á þessu sviði, en Norðmenn fara sér hægar, og við eltum þessa stóru bræður okkar á okkar eigin hraða, hraða skjaldbökunnar, sem kemst, þótt hægt fari. Þjónustumiðstöðin á Hofsvallagötu hefur þegar haft geysimikla þýðingu fyrir uppbyggingu og endurskipu- lagningu safna hér á landi, þrátt fyrir æsku sína og dálítil viðvaningsspor á því hála sviði, sem heitir viðskiptasvið. í erindi, sem Hrafn Harðarson, bæjar- bókavörður í Kópavogi, hélt á 5. landsfundi bókavarða, 6.—7. sept. 1978, um hlutverk þjónustumiðstöðva bókasafna, sagði hann: „Með sanni má segja að þjónustumiðstöð bókasafna sé forsenda hvers kyns samvinnu þeirra. Með tilkomu hennar er mögulegt að spara margvíslegan tvíverknað, sem nú á sér stað, og bókaverðir losna undan mörgum tilbreytingarlausum störfum, sem í framtíð- inni verða leyst af hendi í þjónustumiðstöð- inni, og geta þeir þá í auknum mæli snúið sér að þjónustunni við notendur safnanna og að því að fjölga notendum safnanna og auka lestraráhuga almennings.“ Þjónustumiðstöð bókasafna er nú þriggja ára og er fróðlegt að staldra við og athuga, hve miklu hefur tekist að koma í fram- kvæmd af því, sem af mikilli bjartsýni var skráð í markmiðslýsingu hennar. í skipu- lagsskrá miðstöðvarinnar segir, að henni sé ætlað: A. Að vinna að miðskráningu bóka. B. Að gefa út alls konar bókfræðileg gögn, t.d. spjaldskrárspjöld, samskrár, bóka- skrár, bókfræðilykla, upplýsingarit um nýjar útgáfur bóka, platna og snælda. C. Að gefa út rit, sem varða starfsemi bókasafna, t.d. leiðbeiningabækur fyrir bókaverði og rit varðandi stefnur í bókasafnsmálum almennt. D. Að annast sameiginleg innkaup bóka- safna á safnkosti og sjá um band og frá- gang bóka til útláns. E. Að framleiða ýmiss konar bókasafns- vörur og dreifa þeim til safna. F. Að veita sérfræðilega aðstoð og ráðgjöf, sem horfir til heilla íslenskum bóka- söfnum. A. Miðskráning er dæmigert verkefni þjónustumiðstöðva og margar þeirra hafa byrjað á því að skrá bækur og gefa út spjöld. Það var einmitt fyrsta verkefni ÞB, gerð spjaldskrárspjalda yfir bækur gefnar út á íslandi á árunum 1944—73. Hér er um að ræða um 10.000 titla, þýddar og frumsamd- ar bækur. í dag annast ÞB, í samvinnu við Landsbókasafn íslands, miðskráningu og 13

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.