Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 15

Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 15
VILLY ROLST Skipulag bókasafna Villy Rolst er fulltrúi Bibliotekscentralen í Danmörku og dvaldi hér á landi í boði Þjón- ustumiðstöðvar bókasafna dagana 27. maí — l.júní á síðastliðnu ári. Hann hitti hérbóka- safnafólk og arkitekta og rœddi ýmis vanda- mál, er varða skipulag safna. Á fundi með þessum aðilum, sem haldinn var í Norrœna húsinu, hafði hann framsögu um þetta mál °g fer inntak þess erindis hér á eftir. Eins og kunnugt er, nýtur danskt bóka- safnakerfi og dönsk bókasöfn viðurkenn- ingar um heim allan vegna stöðu sinnar sem mikilvægur aðili í menntunar- og menn- ingarmiðlun. Það, sem hefur aflað þessa álits, er ekki aðeins sá safnkostur, sem söfnin hafa á boðstólum, heldur einnig, að vönduð skipulagning og hönnun innréttinga og búnaðar hefur skapað hin ákjósanlegustu skilyrði, sem höfða til almennings, og gert það að verkum, að bókasöfn eru ómissandi þáttur í þjóðfélaginu. Uppbygging þjónustumiðstöðva til að- stoðar og stuðnings bókasöfnum hefur ekki síst stuðlað að þeim árangri, sem náðst hef- ur. Verkefnin eru mörg og oft flókin og ekki er við því að búast að þekking og reynsla sé fyrir hendi í hverju einstöku sveitarfélagi. Það er ekki síst á skipulagningarstiginu, sem að mörgu þarf að gæta, og bæði út frá menningar- og efnahagslegu sjónarmiði mun skynsamlegast að styðjast við miðstöð, sem býr yfir nauðsynlegri þekkingu og getur veitt aðstoð og upplýsingar. Gott bókasafn í góðum tengslum við al- menning styður ekki aðeins menntun og menningu, heldur fær það fólk til að verða virkari þjóðfélagsþegnar, samhliða öðrum upplýsingastofnunum. I Danmörku eru söfnin t.d. oft miðstöð fyrir fyrirlestra þekktra rithöfunda, umræður um bæjarmál, leikhús og skemmtanir fyrir börn og full- orðna og sýningar af ýmsum toga, jafnframt því að þau hafa mikið úrval skáldrita og fagbóka fyrir böm og fullorðna. Forsenda þessarar starfsemi er m.a., að tekið sé tillit til hennar í skipulagningu safnanna, og bæði ráðamenn og bókaverðir verða að vera með í ráðum. Ekki má falla í þá gröf að halda, að hægt sé að skipuleggja eitt safn í eitt skipti fyrir öll, sem síðan megi nota sem fyrirmynd fyrir öll söfn. Innrétt- ingar og skipulag þjónustuþátta eru breyti- leg frá einum stað til annars og eftir tegund bókasafns, en ákveðin sameiginleg atriði gera nauðsynlegt að byggja og innrétta eftir ákveðnum reglum. Þessar reglur má síðan túlka á mismunandi hátt og það gerist í raun oft í starfi okkar. Frægur breskur arkitekt, sem jafnframt er bókavörður, H. Faulkner-Brown, hefur sett fram tíu grundvallarreglur, sem taka þarf tillit til í öllum tegundum bókasafnabygg- inga og innréttinga: Hin tíu boðorð H. Faulkner-Brown Bókasafn á að vera: 1. Gœtt sveigjanleika. Skipulag, starfssvið og þjónustu á að vera unnt að laga að nýjum þörfum. 2. Samþjappað. Til þess að auðveldara sé að flytja bækur til og spara starfsfólki sporin. 3. Aðgengilegt. Leið sé greið inn í safnið og í allar deildir þess. Skipulag á að vera ljóst, svo að ekki sé þörf á leiðbeiningum. 15

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.