Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 36
3. Nordisk konference om registrering af igangværende forskning Mjög er misjafnt frá einu landi til annars, hvemig háttað er skráningu verkefna, sem unnið er að, en ekki hefur verið lokið. NORDINFO efndi því til ráðstefnu um efnið í Óðinsvéum 31. sept.-2. okt. 1981. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrúum rann- sóknarmanna og þeirra aðila sem annast stjóm og skipulagningu rannsókna, en síðast en ekki síst þeim sem annast skráningu rannsóknarverkefna og miðlun upplýsinga um þau. Lögð var fram greinargerð um skipan þessara mála í hveiju landi og íhug- að, hvaða leiðir væru færar til að koma upp samræmdri skráningu rannsóknarverkefna, annað hvort í hverju landi um sig eða fyrir löndin sameiginlega. Einnig var metin þörfin á slíkri skráningu almennt. Þátttak- andi af hálfu íslands var Sigrún K. Hann- esdóttir lektor. 4. Kartlággning över brister i basmaterialförsörjningen i Norden Skýrsla um niðurstöður könnunar frá 1980. Höfundar eru Lars-Erik Sanner og Siv Wesslén. Viðfangsefnið á rætur að rekja til Scandia-áætlunarinnar svonefndu og miðar að því að tryggja skynsamlega verkaskipt- ingu um öflun erlendra rita til rannsóknar- bókasafna á Norðurlöndum. Skýrslan hafði áður komið út í bráðabirgðaútgáfu, sem tekin var ti! umfjöllunar á sérstökum fundi í Stokkhólmi í desember 1981. Þar var einnig fjallað um annað skylt verkefni, sem NORDINFO hefur gengist fyrir og beinist að lánahreyfingu rita milli Norðurlanda innbyrðis annars vegar og Norðurlanda og annarra landa hins vegar. Nefnist sú könn- un „UAP (Universal Availability of Publi- cations) i Norden“. Bókasöfn og stofnanir, sem áhuga hafa á að fá fréttaritið NORDINFO-NYTT sent reglulega, geta skrifað eftir því beint til stofnunarinnar, en ritinu er dreift ókeypis. Svo er einnig um þau sérefnisrit, sem hér hafa verið talin, en upplag sumra þeirra er takmarkað. Póstáritunin er: NORDINFO, c/o Tekniska högskolans bibliotek, Otnás- vágen 9, SF 02150 Esbo 15, Finland. Samstarfsnefnd — Framhald af bls. 21 AGRIS (Agricultural Information System). Umsögn um málið send Rannsóknaráði. Nefndin þiggur boð frá Norsk doku- mentasjonsgruppe um að eiga aðild að undirbúningi 5. norrænu IoD-ráðstefnunn- ar sem haldin verður í Þrándheimi 16,—17. júní 1982. Boðið þegið. Auglýsingu um ráð- stefnuna dreift til ýmissa aðila. Bréf barst frá NORDINFO, dags. 4/9 1981, þar sem spurt er hvort samstarfs- nefndin hafi fram að færa tillögur um framtíðarskipulag NOSP (Nordisk sam- katalog over periodika). Nefndin fjallaði um erindið og sendi NORDINFO umsögn sína. 36

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.