Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 12
Á stofnfundi Bókavarðafélags fslands. Það er líka stundum þénugt að láta æðri máttarvöld þjóðfélagsins heyra rödd félags- ins, þó að sjaldnast hafi verið farið eftir því, sem sagt hefur verið. Á undanförnum aldarfjórðungi hefur margt breyst, starfsfólki við bókasöfn hefur fjölgað, og sérmenntaðir bókaverðir eru ekki lengur neinar undantekningar, þó vissulega séu þeir ennþá alltof fáir í starfi, einkum úti um land, enda vinnuskilyrði í söfnum þar tæpast eftirsóknarverð. Kennsla í bókasafnsfræðum við Háskóla íslands hefur gjörbreytt ástandinu í þessum málum, og ekki síður áhrif þeirra bókavarða, sem numið hafa utanlands eða kynnt sér bóka- safnamál í nálægum löndum. Að vísu gildir sama um bókavarðanám og aðrar fræði- greinar, að enginn verður ágætur af náminu einu saman. Þar kemur til manngerð hvers og eins, skilningur á sífelldri endurmenntun, áhugi á starfinu og þjónustulund. En segja má, að með menntun í sérhverju fagi sé sú 12 birta veitt, sem gerir starfið mögulegt án þeirra erfiðleika, sem þeir hafa átt við að stríða, er reynt hafa að leysa svipuð störf af hendi með sjálfsmenntun einvörðungu, sem ætíð verður meira og minna fálmkennd. Það sem mér finnst lofa bestu nú, er hve margt ungt og bráðlifandi fólk snýr sér að þessu námi og starfi, og held ég að þar hljóti áhugi mestu að ráða, því launakjör og starfsskil- yrði geta tæplega heillað neinn að þessu starfi fremur en ýmsum öðrum. En nú er rétt að snúa sér aftur að afmælisbarninu sjálfu. Það lifir allgóðu lífi ennþá, þrátt fyrir að bókaverðir hafa stofn- að ný félög, sem þó hafa aldrei klofnað al- veg frá gamla félaginu, og er það vel, því hér gildir eins og víðar hinn margþvældi sann- leikur „Sameinaðir stöndum vér“, o.s.frv. Æviskeið Bókavarðafélagsins hefur á margan hátt verið erfiður tími fyrir bókina og lítt fyrirsjáanlegt, að róðurinn verði létt- Framhald á bls. 37.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.