Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 37
Um Þjónustumiðstöð — Framhald af bls. 14 samvinnu við innlenda og erlenda aðila og fyrirtæki, m.a. þjónustumiðstöðvar annars staðar á Norðurlöndum. Hingað hafa komið fulltrúar frá þessum fyrirtækjum, Jan Gumpert, forstjóri Bibliotekstjánst í Sví- þjóð, og nú fyrir skömmu kom Villy Rolst, fulltrúi frá Bibliotekscentralen í Danmörku. Er sagt frá heimsókn hans á öðrum stað í blaðinu. Mjög náin og góð samvinna hefur verið milli ÞB og skrifstofu bókafulltrúa. ÞB er stjórnað af fimm manna stjóm. Bókavarða- félag íslands og Félag bókasafnsfræðinga skiptast á í yfirstjórn stofnunarinnar. Þrír starfsmenn eru nú starfandi (2 stöðugildi) í ÞB. Starfsemin er löngu vaxin upp úr því húsnæði, sem hún hefur nú og verið er að leita að öðru hentugra. Um framtíð ÞB er það að segja, að gert er ráð fyrir af eigendum hennar, að hún verði hluti af Námsgagnastofnun ríkisins og haldi áfram að þjóna öllum tegundum safna. í lögum um Námsgagnastofnun er heimildar- ákvæði um að stofnunin taki að sér að ann- ast alhliða bókasafnsþjónustu við skóla og almenningsbókasöfn. Vonast er til, að ÞB flytjist í Víðishús innan fárra ára og verði þar sá máttarstólpi, sem íslensk bókasöfn þarfnast. Heimildir: Hrafn Harðarson: Hlutverk þjónustumiðstöðva bókasafna. Sveitarstjórnarmál 39. árg., 1. tbl. 1979, s. 17—20. Jón Sævar Baldvinsson: Þjónustumiðstöð bókasafna. Sveitarstjórnarmál 39. árg., 1. tbl. 1979, s. 16. Kristín H. Pétursdóttir: Fréttir frá höfuðstöðvum „stóru skrár“ og spjaldaframleiðslu FB fyrir ís- lenska útgáfu 1944—1973. Fregnir 1. árg., 1. tbl. 1976, s. 9—10. Kristín H. Pétursdóttir: Fæðing í kommóðu. Tíminn 62. árg., 12. nóv. 1978, 253. tbl. Sigrún K. Hannesdóttir: Spjaldskrá og bókaskrá. Sveitarstjórnarmál 37. árg., 1. h. 1977, s. 54—55. Þórdís Þorvaldsdóttir: Loksins þjónustumiðstöð. Fregnir 3. árg., 2. tbl. 1978, s. 3—4. Þórdís Þorvaldsdóttir: Þjónustumiðstöð fyrir bóka- söfn á íslandi. Fréttabréf Bókavarðafélags íslands 3. árg., 1. tbl. 1973, s. 13—14. r Avarp — Framhald af bls. 12 ari á næstunni. Þvert á móti er ekki annað sýnna en ljónin á veginum verði sífellt fleiri. Bókaútgáfan fylgir sjónarmiðum hagsýni og gróðahyggju fastar fram en kannski nokkru sinni fyrr. Erlend áhrif sækja fast að ís- lenskri tungu, og má þar ýmsu um kenna. Börn umgangast mest jafnaldra sína og síð- an eru þau látin hefja nám erlendra tungu- mála áður en þau hafa náð nokkurri leikni, sem heitið getur, í eigin máli. Síðan er trúin á myndmálið, hvort heldur er á skjá, tjaldi eða í myndabókum, bæði fyrir börn og unglinga. Þar er mikil hætta á, að nokkurs konar ólæsis fari að verða vart. Margs konar ringulreið í þjóðfélagi, sem er ráðvillt og áttavillt á leið frá miðöldum til tölvualdar á örskömmum tíma, er ekki heppilegur vett- vangur fyrir rólega íhugun, sem nauðsynleg er til þess, að geta notið lestrar góðra bóka. Því er full ástæða til, að allir bókaverðir, lærðir og leikir, í stórum söfnum og smáum, hvar sem er á landinu, taki höndum saman og geri sitt til, að bókin megi lífi halda, því það mun mála sannast, að þar er sterkasti þátturinn í varðveislu íslenskrar tungu, og þar með íslensks þjóðernis. Það var drungi í lofti forðum daga þegar Bókavarðafélagið var stofnað, en nú á afmælishátíðinni er sólbjart og fagurt. Þetta er ef til vill dálítið táknrænt. Við, sem stofnuðum félagið, vildum gjaman gera eitthvað fyrir bókaverðina og söfnin, en vorum varla viss um hvað það ætti að vera, eða hvernig skyldi að málum staðið. Ég held, að bæði forusta og félagsmenn nú séu skeleggari og hafi þó einkum betri yfirsýn yfir hvernig vinna skuli. Því skulum við líta björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir allt, og óska okkur öllum til hamingju með afmælið. 37

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.