Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 19
OLAV ZAKARIASSEN Hlutur almenningsbóka- safna í menningar- og upp- lýsingamiðlun Olav Zakariassen hefur verið yfirbókavörður við bœjarbókasafnið í Askim í Noregi frá 1976. Aður var hann svœðisbókavörður við fylkisbókasafnið í Ostfold. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir samtök norskra bókavarða og er nú m.a. í stjórn Norsk Bibliotekforening og formaður í deild 2, sem er samtök starfsliðs almenningsbóka- safna. Olav Zakariassen kom hingað til lands í febrúar 1981 og sat fund nefndar sem mennta- málaráðuneytið hefur skipað til þess að gera tillögur um framtíðarskipan almennings- bókasafna. Hann hélt almennan fyrirlestur í Sólheimaútibúi Borgarbókasafns um sam- tengingu safna í bókasafnakerfi. Bœjarbókasafnið í Askim hefur verið valið sérstaklega til þess að taka þátt í tilrauna- starfsemi um gagnsemi almenningsbókasafna sem upplýsingamiðstöðva fyrir opinberar upplýsingar. Samkvæmt gamalli liefð hefur það verið hlutverk bókasafna að lána út bækur. Meiri hluti útlánabóka hefur verið fagurbók- menntir. Slík útlánastarfsemi er tiltölulega einföld, því að venjulega finnur lánþeginn sjálfur það sem hann vill lesa eða veit hvað hann vill fá. Þjóðfélagið hefur breyst og er stöðugt flóknara. Þekkingarforðinn vex hratt, og þróun heimsmála snertir sífellt fleiri, ekki aðeins stjórnmálamenn. Lýðræðisþjóðfélag krefst aukinnar þekkingar hins almenna borgara á málefnum samfélagsins, til þess að hann geti haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnmálamanna um málefni, sem varða almenningsheill, til dæmis innan sveitarfé- lags. Bókasöfn verða að vinna saman Þekking okkar hefur aukist mjög og við myndum okkur ákveðnar skoðanir um fleira en áður. Einnig hefur tækniþróunin gert kleift að fjölfalda talað og ritað mál á ódýran hátt, þannig að æ fleiri eiga kost á þekkingunni. Almenningsbókasöfn eru þær stofnanir, sem eiga best með að koma þekkingunni á framfæri við almenning, og bókasafnsfræðingar eru sú starfsstétt, sem kann best að skipuleggja heimildir og nýta þær. Án hæfra bókasafnsfræðinga verða heimildir einungis eign fárra sérfræðinga. En ritin eru mörg og efnisvalið fjölbreytt. Ekkert eitt safn getur átt öll rit. Ef einstakl- ingur á að geta útvegað sér þær heimildir, sem hann óskar, verða bókasöfnin að vinna saman, skipta á milli sín innkaupum og varðveislu gagna og lána hvert öðru. Samstarf safna í Noregi og stofnun fylkisbókasafna í Noregi hefur verið reynt að nýta fag- kunnáttu og bókaforða landsins á sem hag- 19

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.