Bókasafnið - 01.03.1982, Page 20

Bókasafnið - 01.03.1982, Page 20
kvæmastan hátt, meðal annars með því að stofna fylkisbókasöfn í hinum ýmsu lands- hlutum. Þau eru 20 talsins og hefur verið valinn staður innan öflugra almennings- bókasafna. Sökum þess, að starfsmenn „móðursafns“ kynnast miklum fjölda lánþega og fá erfið viðfangsefni að glíma við, fá þeir góða þjálfun og verða góðir ráðgjafar smærri safna. Starfsmenn fylkisbókasafnsins leitast við að leysa vanda allra sveitarfélaga um- dæmis síns og kynnast því hvemig má leysa hann á margvíslegan hátt. Þannig verða þeir góðir ráðgjafar við stjórnun og rekstur safna. Þeir hafa einnig náið samstarf við yfirstjóm bókasafnsmála hjá hinu opinbera og eru sérfræðingar ríkisins úti á lands- byggðinni. Tölulegar upplýsingar, sem berast frá sveitarfélögum til ríkis, fara í gegnum fylkisbókasöfnin. Þessar tölur eru síðan grundvöllur fyrir fjárveitingum ríkisins til bókasafna, og bókaverðir nota þær mjög mikið í áætlanagerðum sínum til að gera bæjar- og sveitarstjómarmönnum grein fyr- ir stöðu safnanna. Tölur hafa meira sann- færingargildi en fullyrðingar. Fylkisbókasöfnin skipta með sér efnis- sviðum, þannig að hvert þeirra á að sjá um ákveðið svið og útvega það efni, sem fáan- legt er. Þetta gerir millisafnalán mun fljót- virkari. T.d. veit bókavörður, þegar hann fær fyrirspum um rit um fornleifafræði, að mestar líkur eru á, að það fáist að láni frá fylkisbókasafninu í Frederiksstad, því að það hefur fomleifafræði sem sérsvið sitt. Pantanir eru sendar með telex, en þegar fylkissöfnin geta ekki útvegað umbeðið efni, snúa þau sér til sérfræðisafna. Þjóðbóka- safnið annast útvegun rita frá öðrum lönd- um. Ef slík safnakerfi eiga að komast á og starfa, þarf ríki að styrkja þau fjárhagslega, m.a. til að tryggja, að almenningsbókasöfn- 20 in uppfylli lágmarkskröfur, sem þarf til að taka þátt í slíkri samvinnu. Upplýsingar frá hinu opinbera Með lögum um upplýsingaskyldu, sem voru sett í Noregi árið 1970, hefur hver og einn fengið aukinn rétt til að kynna sér opinberar skýrslur og gögn. Þessi gögn eru yfirleitt til staðar á opinberum skrifstofum, sem eru lokaðar eftir að almennum vinnu- degi lýkur. Hér kemur því til kasta bóka- safna sem stofnana, er leita má til, því að þau eru opin lengur. Annað atriði, sem gerir bókasöfnin eðlilegan stað til að veita upp- lýsingar um opinber málefni, er að bóka- söfnin eiga mikið af undirstöðuritum, svo sem lagasöfn, skrár um opinberar stofnanir og verksvið þeirra, opinberar skýrslur, þingtíðindi, tímarit og dagblöð. Bókasöfn eru til þess fallin að vera sú stofnun sveitar- félags, sem gefur upplýsingar um hið opin- bera, leysir úr einföldum fyrirspurnum og kynnir nauðsynleg rit og leiðir til að leita nánari vitneskju. Sérfræðingar sveitarfé- lagsins sleppa þá við daglegt ónæði frá fólki, sem þarf að fá einföld svör við spumingum sínum og bókasafnið tengist þannig betur þjónustukerfi sveitarfélagsins. Markmið almenningsbókasafna Markmiðið með því sem hér hefur verið lýst er að auðvelda hinum almenna borgara að átta sig á samfélaginu. Það ætti jafnframt að gera hann virkari og vökulli þjóðfélags- þegn og er því í anda lýðmenntunarhug- sjónar, sem lestrarfélögin voru grundvölluð á. Þegar okkur hefur tekist að leggja jafn- mikla áherslu á þetta hlutverk bókasafns og á hlutverk þess að dreifa fagurbókmennt- um, getum við sagt, að bókasafnið standi á tveim jafnstyrkum stoðum menningar og upplýsingar og sé þar með orðið stofnun, sem eykur víðsýni og þekkingu landsins bama.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.