Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 35
Frá Nordinfo Bókasafninu hefur borist fréttatilkynning frá NORDINFO, og fer hér á eftir útdráttur úr henni. NORDINFO er, eins og kunnugt er, nor- ræn stofnun á sviði rannsóknarbókasafna og upplýsingaþjónustu. Hún tók til starfa 1. janúar 1977 og hefur fast aðsetur í Finn- landi, þar sem er skrifstofa með þriggja manna starfsliði. Stjóm stofnunarinnar er skipuð þremur fulltrúum frá hverju Norð- urlandanna, nema tveimur frá íslandi. Stjómarmenn af íslands hálfu eru nú Einar Sigurðsson háskólabókavörður og Jón Er- lendsson verkfræðingur, en til vara Finn- bogi Guðmundsson landsbókavörður og Ingjaldur Hannibalsson verkfræðingur. Formaður er Gerhard Munthe ríkisbóka- vörður Norðmanna. Meginmarkmið NORDINFO er að gangast fyrir eða styðja verkefni á sviði rannsóknarbókasafna og upplýsingaþjón- ustu, sem nýtast Norðurlöndum sameigin- lega. Norræna ráðherranefndin veitir fé til starfseminnar, og verður í ár úthlutað til hinna ýmsu verkefna upphæð sem nemur um 3.7 millj. ísl. kr. Á fyrstu fimm árum starfseminnar hefur NORDINFO veitt fé til rúml. 150 verkefna. Nemur heildarupp- hæðin um 40 hundraðshlutum þess fjár sem um var sótt. Meðal stærstu verkefna er NOSP, samskrá um erlend tímarit á Norð- urlöndum. í skrána eru nú komnir yfir 40 þús. tímaritatitlar, en þátttökusöfn eru um 500. ísland hefur tekið þátt í NOSP frá upphafi, og er Þórir Ragnarsson, deildar- bókavörður í Háskólabókasafni, fulltrúi ís- lands í starfshópi þeim sem hefur umsjón með verkefninu. Síðan 1979 hefur NORDINFO kostað starfsemi SCANNET, sem er norrænt upp- lýsinganet. Því tengjast nú þegar um 40 gagnabankar. Marga þeirra hefur NORD- INFO kostað að meira eða minna leyti. Hér er ekki rúm til að skýra frekar frá einstökum verkefnum, heldur vísast um þau til fréttarits, sem NORDINFO gefur út fjórum sinnum á ári, NORDINFO-NYTT. NORDINFO úthlutar fé til verkefna þrisvar á ári, og ber að skila inn umsóknum fyrir 1. febrúar (aðalúthlutun), 1. apríl eða 1. september. NORDINFO hefur nýlega hafið útgáfu ritraðar, þar sem gerð er grein fyrir einstök- um verkefnum, sem stofnunin hefur kostað. Hér verður getið stuttlega um fjögur fyrstu heftin: 1. Databasproduktion i Norden Yfirlit frá 1978 um gagnabanka á Norð- urlöndum. Lena Hakulin tók saman. Gerð er grein fyrir um 300 gagnabönkum, bæði handunnum og tölvuunnum, tilgreint er hverjir staðið hafa að þeim, í hvaða formi þeir eru, hvaða efni þeir þekja o.s.frv. 2. Hándbog i bevarelse, pleje og konserv- ering af informationsmedia i biblioteker Eins og nafnið bendir til, fjallar ritið um varðveislu, umhirðu og viðgerðir á safn- kosti. Höfundur er Ove K. Nordstrand, Konunglega bókasafninu í Kaupmanna- höfn, en honum til aðstoðar var starfshópur, skipaður einum sérfróðum aðila frá hverju landi (frá íslandi Vigdís Bjömsdóttir, fyrrv. forstöðumaður viðgerðarstofu í Safnahúsi). Handbókin er fyrst og fremst ætluð öðrum en sérmenntuðum viðgerðarmönnum og er m.a. talin vel henta sem kennslubók fyrir bókavarðarefni. 35

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.